Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 57
55
hjá ungmannafélaginu. Félagarnir önnuðust einnig merkjasölu
fyrir Slysavarnafélag Íslands.
Lestrarfélag Fellshrepps, stofnað 1890,29 stóð aldrei fyrir
skemmtunum heldur var hlutverk þess að reka bókasafnið, kaupa
nýjar bækur og annast útlán. Lestarfélagið var mikilvæg
menntastofnun í samfélaginu og mjög mikið notað. Vel má halda
því fram að lestrafélögin hafi verið „háskóli“ sveitanna langt fram
eftir öldinni á meðan vegur þeirra var mestur.
Það skemmtilega við þessa félagastarfsemi var, að þar gátu allir
hreppsbúar gerst félagar, krakkar allt niður í tíu ára aldur voru
félagar í öllum félögunum, þannig að á skemmtunum sátu allir
við sama borð, bæði ungir sem aldnir, börn og fullorðnir ræddu
saman og skemmtu sér saman.
Á innansveitarskemmtunum var aldrei haft vín um hönd svo
nokkur yrði var við. Við krakkarnir vissum af tveim eða þrem körl-
um sem fengu sér einn eða tvo sopa á kvöldi og svo ekki meir. Það
var mér heilmikil reynsla þegar ég kynntist lífinu í öðrum sveitum
og komst að því að bændur drykkju áfengi bæði í réttum og á
innansveitarskemmtunum. Slíkt tíðkaðist ekki í Kollafirði meðan
ég var þar viðloðandi. Aftur á móti var stundum drukkið á sumar-
böllunum en þá voru það fyrst og síðast aðkomumenn sem
stunduðu slíka iðju.
Skákeinvígi Friðriks Ólafssonar og Bent Larsen árið 1956 hafði
mikil áhrif á félagslífið í sveitinni. Heima á Undralandi var um-
svifalaust keypt vandað manntafl úr Reykjavík og pabbi kenndi
okkur mannganginn, sem við lærðum umsvifalaust. Allar skákir
meistaranna voru lesnar upp í útvarpinu og við skrifuðum þær
niður. Síðan var lagst yfir þær, spáð og spekúlerað fram og aftur,
stundum heilu og hálfu dagana. Sama átti sér stað á öðrum bæj-
um, þar útveguðu menn sér manntafl og fylgdust með einvíginu
af miklum áhuga. Ekki man ég hvernig það bar til en þennan
vetur og þann næsta komu ungir menn saman í samkomuhúsinu
í Stóra-Fjarðarhorni og tefldu. Þar var teflt af miklu kappi og varð
mönnum stundum heitt í hamsi. Við Hreinn bróðir tókum þátt í
þessum æfingum og gekk vel, enda tókum við skáklistina af svo
mikilli alvöru að pabbi skammtaði okkur tvær skákir á dag fyrst í
stað, ekki meir. Svo var keppnisskapið mikið að hann taldi að við
réðum ekki við meira nema hafa skaða af.
Skákáhuginn sem þarna kviknaði hefur haldist síðan.