Strandapósturinn - 01.06.2018, Side 62
60
1. Fólksfjölgun er svo sáralítil frá 1709 fram til 1730, að af þeim
sökum einum tel ég ekki hafi verið ráðist í slíka stóruppbyggingu
ef jörðin ætti að byggjast. Fólksfjölgun í hreppnum er aðeins 5
einstaklingar frá 1709–1730.
2. Fólksfækkun í landinu hefur valdið því að nóg framboð er á
tiltölulega auðbyggjanlegum jörðum, sem fólk hefur frekar sest
að á, en á afdalajörð eins og Þorsteinsstaðir voru. Ferðabók Ólaví-
usar er frá 1780, og eru þá því sem næst 50 ár á milli þess, sem
jörðin á að hafa farið í eyði og þess tíma sem Ólavíus er á ferð.
Einnig hitt að á þessum sama tíma byggist Stóra-Fjarðarhorn og
ábúandi bætist á Broddanes og tekur það vel við fólksfjölguninni,
sem á sér stað á þessum sama tíma.
3. Ekki er að sjá í prestsþjónustubókum að búið hafi verið á
Þorsteinsstöðum.
Um heimajörðina í Þrúðardal sést að ábúandi setur meira á en
talið er að jörðin geti framfleytt. Er hér enn það sem áður er
greint, leigukúgildum um að kenna. Í sýslulýsingu frá 1744–1749
er allt við það sama og árið 1709. Í Taxations protocol frá 1805 er
jarðardýrleikinn 16 hundruð, landskuld óviss, leigukúgildi 4 og
ábúandi 1 leigjandi. Í jarðamati S. Thorarensen 1849–1850, er
sagt að tún sé 16 hundraða, engjar góðar, vetrarbeit góð, jörðin
metin á 300 RBD. Í endurnýjuðu mati 1861 er jörðin virt á 8,4
hundruð. Jarðarmatið 1917: Landverð 13 hundruð, húsverð 4
hundruð, umbætur 3 hundruð, alls 20 hundruð.
Jörðin er í leiguábúð og er ábúandi einn leigjandi, eigandi
jarðarinnar er Sigurður Þórðarson, bóndi í Stóra-Fjarðarhorni.
Jarðarmatið 1930 (9) segir landverð 22 hundruð, húsverð 9
hundruð, alls 31 hundruð. Leigumálinn 1930 var 7 kinda fóður
eða í peningum, innstæðukúgildi voru 2 ær.
Árið 1951 kemst Þrúðardalur í sjálfseignarábúð.33
Jarðarmatið 1957 (9): Landverð 6200, húsverð 6400, alls =
12600. Framfarir á jörðinni eru mjög hægar.34 Möguleg áhöfn
1930 er talin 3 kýr, 120 fjár og 7 hross. Samanburður á mögulegri
áhöfn 1709 og 1930:
1790 3 kýr 20 ær 2 hross (14)
1930 3 kýr 120 ær 7 hross (19)
Mismunur 0 kýr 100 ær 5 hross