Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 84
82
Jens Olesen Wiborg
Innkominn í sóknina 1807
Jens Olesen Wiborg beykir var fæddur í Viborg á Jótlandi í Dan-
mörku. Í kirkjubók fyrir Viborg, sem könnuð hefir verið í Kaup-
mannahöfn, kemur fram að árið 1769 hafi verið skírt þar svein-
barn og gefið nafnið Jens. Foreldrarnir voru Ingeborg Jensen og
Ole Jensen2. Fullvíst er að hér er um sama mann að ræða og kom
á Reykjarfjörð til beykisstarfa, enda stendur allt heima sem vitað
er um aldur hans og annað sem máli skiptir. Eftir fæðingarstað
sínum tók hann sér ættarnafnið Wiborg. [Ástæðan fyrir því að
það er hér ritað með tvöföldu W, er sú að í skjölum frá hans tíma
er svo gert og í gögnum sem varðveist hafa og Jens hefir undir-
skrifað hefir hann sjálfur notað W]. Þá er einnig þess að geta að í
grafskriftinni, sem Jens var gerð, og síðar verður fjallað um, er
notað W. Það verður því á reiki hvort notað verður einfalt eða
tvöfalt W í þessari grein.
Jens kom fyrst til verslunarstaðarins við Reykjarfjörð frá Hofsósi
árið 1807 ásamt konu sinni, Ragnheiði Tómasdóttur (1759–
1837), syni þeirra Óla (1800–1849) og Jóhönnu Gottfreðlínu
Jónsdóttur (1793–1856), dóttur Ragnheiðar. Ástæðan fyrir
því að hér er talið að Jens og fjölskylda hans hafi komið til
Reykjarfjarðar 1807, er sú að þeirra er fyrst getið í sóknarmanna-
tali Árnessóknar sem skráð er í febrúarmánuði 1808. Því má telja
næsta víst að fjölskyldan hafi komið þangað um sumarið eða
haustið 1807, ári fyrr en talið hefir verið. Ekkert er vitað hvenær
Jens kom fyrst til Hofsóss þar sem kirkjubækur frá þeim tíma
úr Skagafirði eru allar glataðar. Sama gildir um ætt Ragnheiðar
konu hans. Það eina sem um þetta er vitað er að í manntalinu
1801 er fjölskyldan á Hofsósi.
Fardagaárið [júní–júní] 1809–1810 var Jens skráður bóndi í
Bæ í Trékyllisvík og árin 1810–1813 bjó hann í Veiðileysu, en
fluttist það ár aftur til verslunarstaðarins við Reykjarfjörð og
var þar beykir til dánardags. Þess skal þó getið að Jens gegndi
stöðu „assistents“ [aðstoðarfaktors] um tíma við verslunina, þó
að beykisstarfið hafi sjálfsagt verið hans aðalstarf.3 Ekki er gott
að átta sig á hvað hefir valdið því að fjölskyldan fer næstum að
2 Baldur Símonarson.
3 ÞÍ/ Strandas. XVIII / Veðmálabók nr. 1/1807–1842.