Strandapósturinn - 01.06.2018, Side 87
85
er mest allt mun falla til hans erfingja, bóndans Óla Jenssonar í
Reykjarfirði, en hann sjálfur [Óli] efnugur og ómagafár. Ef hann
vill ekki forsorga barn föður síns eða eptirláta því til forsorg-
unar nokkurra ára uppeldisstyrk svo að barn svo merks manns
sem Jens sál. var þurfi ei að framfærast á þeim litla fátækrasjóði
Árneshrepps, og bætast við þá mörgu ómaga er á honum var
undir (fyrir) sem of örðugt var síðastl. haust að ráðstafa. Þar fyrir
óska ég og bið yður vel eðla heit, hrepps þessa vegna, að sjá til að
ofan umtalað barn mætti fríast frá að nokkru, ef ekki öllu leiti,
að færast á þessa hrepps fátækra fé og virðist yður að þetta mitt
bréf þurfa kynni viðkomandi amts afskipta í tilliti til barns þessa
framfæris hvað ég þá mætti óska að yður kann að þóknast. En þó
ég leiti þessa, þar sem ég eptir skyldu vil vera trúr í að frýa mér
tiltrúaðan hrepp frá of miklum ómagafjölda og þyngslum, verði
af viðkomandi yfirvöldum vel álitið. Hér uppá óska ég þjenustu-
samlegast, við lejlighed [hentugleika] herra sýslumannsins svar.
Finnbogastöðum þann 14. janúar 18296
Magnús Guðmundsson.“
Til: hr. sýslumanns Jóns Jónssonar.
Svo mörg voru þau orð, og sýslumaðurinn breytti ekki afstöðu
sinni. Hið „óekta“ barn, Guðrún litla Jensdóttir Viborg, ólst því
upp með styrk af fátækrafé hreppsins. Máski var hún heppin. Hún
ólst upp á Reykjanesi, einu af betri heimilum hreppsins, en þar
var húsmóðirin, Helga Þorsteinsdóttir, móðursystir Guðrúnar og
fyrstu árin var Ólöf, móðir hennar vinnukona á bænum. Guðrún
giftist Sigurði Eiríkssyni (1817–1889) frá Melum og bjuggu þau á
Eyri. Guðrún Viborg lést 3. júlí 1860, 33ja ára.
„Hér hvílir hollri ró“
Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveittur merkur gripur, sem er
og verður órjúfanlega tengdur Árneshreppi, enda upprunninn
þar. Hér er um að ræða viðarfjöl, sem í er skorin grafskrift
[minningarorð] um Jens Olesen Wiborg beyki, Fjölin stóð á leiði
hans í kirkjugarðinum í Árnesi frá 1830–1931 eða í 101 ár.
6 ÞÍ/ Strandas. II/bréf 5 / 1829–1830.