Strandapósturinn - 01.06.2018, Síða 91
89
Árið 2002 fengu nokkrir „Árneshreppsbúar“7 (sumir afkom-
endur Jens í 6. lið), Valgeir Benediktsson bónda í Árnesi og
útskurðarmeistara til að gera eftirlíkingu af fjölinni með það í
huga að koma henni fyrir í kirkjugarðinum í Árnesi, og minnast
með því nálega tveggja alda gamalla atburða, og að hinu leytinu
að reyna að koma í veg fyrir að vísan góða, sem lifað hafði svo
lengi á vörum fólksins, glataðist. Óhætt er að segja að Valgeir
hafi unnið þetta verk af þeim hagleik og smekkvísi að ekki verð-
ur á betra kosið. Með þessu er einnig minnst þess framtaks dr.
Símonar Jóh. Ágústssonar, að bjarga þessum merka forngrip frá
glötun. Langt er frá að þetta sé það eina af gamalli arfleifð, sem
dr. Símon bjargaði og tengist Víkursveit. Hann var óþreytandi í
að hvetja til varðveislu gamalla muna, ljóða og sagna og lagði þar
sjálfur til drjúgan skerf.
Þetta hefir verið framkvæmt og var fjölinni komið fyrir í
kirkjugarðinum í júlí árið 2004. Svo skemmtilega vill til að leg-
steinn sonar Jens, Óla Jenssonar Viborg og konu hans, Elísabetar
Guðmundsdóttur, hafði fyrir nokkru verið gerður upp og var
honum komið fyrir í kirkjugarðinum að nýju, samtímis fjölinni.
Standa nú „bautasteinar“ þeirra feðganna þar hlið við hlið.
Johann Ludvig Moul
Innkominn í sóknina 1829
Að Jens Wiborg gengnum hafa strax verið gerðar ráðstafanir til
að fá annan beyki til verslunarinnar því staðurinn gat ekki verið
beykislaus. Samkv. Kirkjubók Árneskirkju 1829 kom til Reykjar-
fjarðar verslunar nýr beykir, Johan Ludvik Moul, 27 ára frá Kaup-
mannahöfn, og fæddur þar. Sagður „dyggur og trúr, sæmilega
þenkjandi“. Þegar hann kom var hann einn og ólofaður og hélst
svo til 17. okt. 1834, en þá gekk hann að eiga Kristínu Magnús-
dóttir þjónustustúlku 24 ára, sem í kirkjubók Árneskirkjusóknar
er sögð innkomin í sóknina 1833 frá Skógum í Þorskafirði. Svara-
menn voru Jón Einarsson, bóndi á Reykjanesi, og Óli Jensson
Viborg, bóndi í Reykjarfirði. Árið 1835 fluttu þau til Flateyjar á
Breiðafirði ásamt syni sínum, Jörgen Ludvik, sem fæddur var í
nóvember 1834.
7 Guðlaugur Gíslason frá Steinstúni, Guðmundur G. Jónsson Munaðarnesi, Gunn-
steinn R. Gíslason Bergistanga og Skúli Alexandersson frá Kjós.