Strandapósturinn - 01.06.2018, Síða 94
92
tengdaföður Friðriks, Jakobi Thorarensen kaupmanni, ekki og
„fyrirbauð“ [bannaði] Friðriki að taka við embættinu og taldi
hann ekki „disponibel“ [hæfan] þar sem hann væri beykir
hjá sér. Þessu varð Friðrik að una. Þegar amtmaður hafði sent
Friðrik skipunarbréfið tvisvar sagði hann í bréfi til amtmannsins:
„Því miður er ekki til neins fyrir yður að senda mjer skikk-
unarbrjef til að vera hreppstjóri í Árneshreppi og verð [ég] þess
vegna að endursenda það [skipunarbréfið], þar jeg alveg er
ráðinn beykir hjá tengdaföður mínum og hlít að koma til hans
á hverri stundu, sem hann kallar mig, og þar hann hreint fyrir-
bíður mjer að takast þetta starf á hendur, getur hver maður með
skynsemi sjeð að jeg hef hér ekkert að segja, sem hver annar
maður sem er öðrum háður.“ Endirinn á þessu máli varð sá að
Guðbrandur Guðbrandsson (1853–1921), þá bóndi í Byrgisvík,
var skipaður hreppstjóri. Friðrik var um árabil sýslunefndarmað-
ur fyrir Árneshrepp og var í öllum sínum störfum vel metinn og
naut trausts manna.
Þau Karólína Fabína Söebeck og Friðrik beykir eignuðust
fjöldamörg börn. Friðrik Ferdinand Söebeck lést þann 22. ágúst
1915.
Ágúst Guðmundsson
Ágúst Guðmundsson (1865–1915) í Kjós lærði til beykis. Hann
var sonur Guðmundar Pálssonar (1831–1911) bónda í Kjós og
konu hans, Guðríðar Jónsdóttur (1836–1898). Hann var fæddur
í Kjós 29. ágúst 1865. Þeir Ágúst og Friðrik í Reykjarfirði voru því
systrasynir. Kona Ágústs var Petrína Sigrún (1879–1976) Guð-
mundsdóttir Ólasonar (1855–1927), bónda á Krossnesi og víðar í
Árneshreppi, og Sigríðar Pétursdóttur (1836–1912) ljósmóður.
Í ágætri frásögn sem Sveinsína, f. 1901, dóttir Ágústs skrifaði
í 18. árgang Strandapóstsins segir hún frá því að faðir sinn hafi
„siglt“ til Kaupmannahafnar og lært þar beykisiðn. Líklegast er
að það hafi verið árið 1896 því það er eina árið sem hans er ekki
getið í sóknarmannatali Árnessóknar. 1897 er hann kominn aftur
og 1898 er hann í kirkjubókinni titlaður beykir, þá 33 ára. Miklar
líkur eru á að Ágúst hafi unnið við beykisstörf á Reykjarfirði, sem
er næsti bær við Kjós, áður en hann sigldi til námsins; kannski
verið aðstoðarmaður Friðriks frænda síns?