Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 100
98
Máldagi
[ Eignaskrá ] „Björn Ólsen,
eigandi Þingeyraklausturskirkju í Húnavatnssýslu, gjörir hér með vitanlegt:
að eftir því authoriseraða [löggilda] Sigurðar registri, Þingeyra klausturs reka-
skrá, konunglegum heimildarskjölum og af öllum til þessa óátalinni hefð og
brúkun frá óminnilegri tíð, á upphaflega nefnd Þingeyra klausturs kyrkja á
Ströndum fyrir vestan Flóa [Húnaflóa]:
Á Eyjum hálfan viðarreka og allan hálfan ágóða, kjörtré önnur hver missiri
og fjórðung í hval.
Í Trékyllisey (sem nú kallast Árnesey) hálfan hval; frá árósi fyrir Árnesi og til
spors milli Mela tvo hluti í hval (þetta svokallaða spor tjáist fyrrum hafa verið
járnhæll, rekinn í bjargið til að þéna sem merki og líka til að stíga á til að komast
upp bjargið).
Fyrir Árnesi: frá læk þeim sem ... er langt frá Hellanesi og til merkihamars í
Ófeigsfirði, þrjá hluti í hálfum hval; en frá Merkihamri til Hvalár fjórðung í
hvalreka; frá Hvalá til Dagverðardalsár allan reka viðar og hvala; undan Tótey-
arkleif og til Eyvindafjarðarár allan viðarreka og þrjá hluti í hálfum hvalreka við
Stafholt; frá Eyvindarfjarðará til Viðbjarnarnausta alla hálfa reka viða og hvala;
frá Viðbjarnarnaustum til skers á sandi í Drangavík allan reka viða og hvala og
alla jörðina Drangavík; frá Árósi í Drangavík til Skúmshellis allan viðarreka en
hálfan hvalreka til Drangatanga ]Drangaskarða]; alla hálfa viðarreka á Veiði-
leysu, viða og hvala og alt það góss er þar kann að landi að koma að helftíngi;
allan reka í Sigluvík fyrir norðan Geirhólm og jörðina Kirkjuból með öllu því,
sem hefir tilheyrt og tilheyrir að fornu og nýu.
Í öllum fyrr nefndum rekum á Þingeyra kirkja svo mikið, sem nú er greint og
hvali hversu, sem á land kemur, nema uppskorinn sé á land fluttur. Hér nefnd
Þingeyraklausturs kirkju jarða lönd og alla ofangreinda reka innan tiltekinna
takmarka fyrirbíð ég hverjum manni að ásælast eður ínýtja sér uppá nokkurn
máta án míns leyfis; legg ég hér við frekustu sektir sem lög leifa, ef ímóti þessari
minni lögfestu gjört verður, hverri til staðfestu er mitt undirskrifað eiginhandar
nafn og hjásett innsigli.
Að Þingeyra klaustri þann 31. Mars 1845,
B. Olsen (L.S.)
Lesið fyrir manntalsþingrétti að Kaldrananesi dag 29. Maí 1845
Lesið fyrir manntalsþingrétti að Árnesi dag 2. Júní 1845.
Jón Pétursson [sýslumaður]”.
Heimild: ÞÍ. Veðmálabók Strandasýslu nr. 2, 1841-1865
Skráð hefir: Guðlaugur Gíslason frá Steinstúni.