Strandapósturinn - 01.06.2018, Síða 106
104
Hin daglegu verk
Frá því að ég man eftir mér hefur mamma tekið sé frí frá öðrum
störfum í maí til að fara í svokallað „fæðingarorlof“ en það kallar
hún fríið sem hún tekur til að fara í sauðburð í Steinadal. Yfirleitt
fluttum við börnin, ég og tveir bræður á svipuðum aldri, með
henni, allavega til 16 ára aldurs og pabbi líka ef hann var að vinna
inni á Hólmavík. Því má segja að ég hafi búið í Steinadal í að
minnsta kosti 16 mánuði ævi minnar og þykir mér því eðlilegt að
segjast ætla heim í Steinadal, rétt eins og ég fer heim til Hólmavík-
ur og heim í Hafnarfjörð þar sem ég bý núna. Heimilið er nefni-
lega ekki bara þar sem rassinn hvílir, heldur getur það líka verið
þar sem maður á rætur, þeir staðir sem eru hluti af sjálfsmynd
manns. Ég á sterkar rætur í Steinadal, og eitt af því skemmtileg-
asta sem ég geri þar er að koma „heim“ í sauðburð.
Hin daglegu verk okkar barnabarnanna í sveitinni voru meðal
annars að hjálpa afa að vatna kindunum eftir kvöldgjöfina alla
daga vikunnar, og morgungjöfina að auki um helgar. Í sauð-
burðinum hjá afa eru allar kindurnar saman í görðum1 eins og
þær eru vanalega yfir veturinn þar til þær bera, en þegar þær eru
bornar þá eru þær settar í stíu með lömbin sín. Því þurfti að færa
þeim kindum sem komnar voru í stíu vatn í bakka. Mér þótti
þetta verk alltaf mjög skemmtilegt þegar ég var barn, og það var
gaman að finna fyrir trausti bóndans til að hjálpa með jafn mik-
ilvæg verkefni og að sjá vel og fallega um lifandi skepnur. Enn
þann dag í dag vinn ég þetta verk í hvert það skipti sem ég fer
í sauðburð í Steinadal, en þó að mörg önnur verk hafi bæst við,
þá er þetta enn eitt af mínum uppáhalds.
Fegurð í tengslum dýra og manna
Þegar ég var barn átti ég kind í Steinadal, það tíðkaðist að barna-
börnin í fjölskyldunni fengju að eigna sér kind ef þau höfðu
áhuga á, þó auðvitað ætti bóndinn þær í raun og veru. Þetta var
fyrir okkur börnin dálítið eins og að fá að eiga gæludýr sem væri
í pössun. Oft völdu börnin í fjölskyldunni fallegustu kindurnar,
en það voru að þeirra mati þær sem voru litfegurstar eða auð-
1 Í Steinadal eins og almennt á Ströndum er garði það sem víða er kallað kró, og það
sem annars staðar þekkist sem garði kallað jata.