Strandapósturinn - 01.06.2018, Side 108
106
varð ég, 12 ára barnið, örlítið sorgmædd, en það var hluti af mín-
um tilfinningalega þroska að byrja þarna að skilja gang lífsins.
Tengingar við dýrin geta verið mjög dýrmætar og eru að öll-
um líkindum mun algengari og jafnvel fallegri en þær virðast
vera frá þeim séð sem aldrei hafa umgengist sauðfé. Rósa var
einstaklega spök kind, en það mátti reyndar alls ekki hver sem
var hnoðast með hana eins og ég gerði, við mynduðum strax
einhvers konar vinatengingu.
Mér hefur alltaf þótt mjög gaman að fylgjast með því hvern-
ig bændur sem ég þekki tengjast dýrunum. Ég hef stundum í
gegnum árin gengið með afa í gegnum fjárhúsin á sauðburði
og staldrað við mjög hugsi þegar hann virtist þekkja nær allar
kindurnar, þegar mér fannst þær allar líta alveg eins út og ég
varð alltaf agndofa þegar hann fékk fé heim eftir smölun og
þekkti kindurnar og mundi eftir lömbunum þeirra sem uxu úr
grasi yfir sumarið.
Samskiptin á milli afa og dýranna hafa alltaf verið eitthvað sem
ég hef fylgst með og tekið til fyrirmyndar, til að mynda hvernig
hann spekir hrútana svo hann megi klappa þeim, hvernig hann
spjallar dálítið við kindurnar, hvernig hann kemur fram við féð
af vinskap og virðingu sem virðist virka í báðar áttir. Þá þykir mér
sérstaklega gaman að fylgjast með honum gegna í fjárhúsunum.
Heyskapur og heygjöf
Afi er með heymæði og þess vegna hefur hann alla tíð gefið
kindunum vothey þannig að hann hefur aldrei heyjað í rúllur eða
bagga eins og flestir bændur virðast gera í dag. Afi og sonur hans,
Jón Gísli, hafa frá því ég man eftir mér slegið túnin á gamalli en
glæsilegri Ferguson dráttarvél með sláttutætara og heyvagn aftan
í. Tætarinn slær grasið og blæs því beint í vagninn. Þegar vagninn
er orðinn fullur er tætarinn losaður frá og dráttarvélinni ekið
upp fyrir fjárhús, þar sem heyvagninum er bakkað upp að gryfju-
opi á votheysgryfjum sem byggðar eru við fjárhúsin. Svo er færi-
bandið á vagninum sett í gang, og það flytur heyið smátt og smátt
inn í gryfjuna þar sem því er handmokað frá gatinu og jafnað í
gryfjunni og svo er heyið troðið niður fyrir næstu umferð. Inni í
fjárhúsum, við fóðurganginn, eru op inn í gryfjurnar þar sem afi
nær í heyið til að gefa. Hann losar hey tvisvar á dag með heygaffli