Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 117
115
allt að ellefu sekúndulítra af um 60 gráðu heitu vatni á um 134
metra dýpi.3
Fljótlega eftir þennan fund var fiskeldiskörum komið fyrir í
flæðarmálinu. Óskar Torfason segir svo frá:
Um leið og borinn var tekinn upp úr holunni var vatnið
leitt í fiskikör sem menn brugðu sér í og í framhaldinu næsta
kvöld voru sótt tvö stór fiskeldiskör, 210x210x80 cm, norður að
Ásmundarnesi, sem Guðmundur Halldórsson gaf börnunum á
Drangsnesi og var þeim komið fyrir í fjörunni rétt við holuna.4
Við aðalgötu bæjarins, gegnt skólahúsnæðinu, voru síðar settir
heitir pottar sem nú eru eitt af sérkennum þorpsins og megin
aðdráttarafl staðarins.
Síðar boruðu starfsmenn Ræktunarsambandsins vinnsluholu
á um 273 m dýpi og gaf hún um 43 lítra á sekúndu af um 60
gráðu heitu vatni.5 Í kjölfar alls þessa fylgdi vinna þeirra sem þá
störfuðu í hreppsnefnd Kaldrananeshrepps við að kortleggja
möguleikana sem í þessum óvænta fundi fólust og finna leiðir
til þess að hefja nýtingu jarðvarmans. Að því var ekki hlaupið og
þurftu þáverandi hreppsnefndarmenn með Guðmund Björgvin
Magnússon í fararbroddi, sem starfaði sem oddviti hreppsins
árin 1990–2004, að yfirstíga nokkrar hindranir. Í fréttum sem
bárust vegna málsins má rekja ferlið sem nú tók við eða allt
frá því greint var frá nýfundnu gulli þeirra Drangsnesinga,
heita vatninu, í júní árið 1997 og þar til stutt frétt birtist í
Morgunblaðinu þann 17. nóvember 1999 þar sem greint var frá
því að hitaveituframkvæmdum væri lokið á Drangsnesi, sem fól í
sér mikla kjarabót fyrir þorpsbúa sem nú greiddu helmingi lægri
húshitunarkostnað en áður.6 Rétt rúmu ári áður hafði hitaveitu
3 Mun ítarlegri og nákvæmari lýsingu á framkvæmdinni allri má t.d. lesa í grein
Guðmundar Björgvins Magnússonar, þáverandi oddvita Kaldrananeshrepps, í
Sveitarstjórnarmálum undir fyrirsögninni „Hitaveita á Drangsnesi“. Greinina má
nálgast í heild sinni í stafræna greinasafninu timarit.is
4 Óskar Torfason, 2017. „Hitaveita Drangsness 20 ára – Að sjá draumana rætast.“
Þegar vatnið fraus – sýningarskrá, bls. 7–9.
5 Sjá Guðmundur Björgvin Magnússon, 2000. „Hitaveitan á Drangsnesi.“ Sveitastjórn-
armál 60. árg., bls. 68–70.
6 Sjá t.d. umfjöllun Dags-Tímans þann 24. júní 1997 um heitavatnsfundinn undir
fyrirsögninni „Heita vatnið er gull“, og Morgunblaðsins þann 17. nóvember 1999
undir fyrirsögninni „Húshitunarkostnaður lækkar um helming“.