Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 119
117
sem byggð var af bændum úr hreppnum fyrir rúmum sjötíu
árum síðan í nafni Ungmennafélagsins Grettis undir kjörorðinu:
,,Allir eitt“. Í Hveravík, í um sex km fjarlægð frá Drangsnesi, er
einnig heitt vatn sem m.a. hafði komið til umræðu að leiða í
þorpið áður en ljóst var að nægilega heitt vatn væri á Drangsnesi.
Hreppurinn er því ríkur af jarðvarma og sú staðreynd setur svip
sinn á umhverfi hans því fyrir utan tvær sundlaugar og heita potta
hefur nokkuð verið um gróðurhúsarækt á svæðinu. Þessi ævin-
týralega tilviljun breytti svo sannarlega öllu í lífi Drangsnesinga
sem óraði ekki fyrir því að eignast sína eigin hitaveitu og mega
njóta þeirra lífsgæða sem felast í nýtingu jarðhita.
Nýjar hefðir, breytt menning
Heita vatnið og tilkoma hitaveitunnar á Drangsnesi hafði ekki að-
eins í för með sér mikla kjarabót fyrir íbúa staðarins og aukin
lífsgæði, því í kringum það sköpuðust nýjar hefðir í lífi íbúanna
og sérstök menning, t.d. í kringum heitu pottana.
Íbúar í Kaldrananeshreppi hafa margir áhugaverðar sögur
að segja af því þegar heita vatnið fannst og hvernig líf þeirra
tók stakkaskiptum. Jólaböðin urðu nú lengri en áður og til varð
samkomustaður íbúa, einskonar hverfispöbb þar sem fólk kemur
saman á síðkvöldum til þess að njóta heita vatnsins og umhverfis-
ins í kringum pottana ásamt því að efla eða skapa tengsl við aðra
íbúa staðarins og gesti sem til Drangsness koma. Hvar annars
staðar en á Drangsnesi má eiga von á því að hitta fyrir fólk á
förnum vegi í baðslopp eða hálfbera bílstjóra? Eftir að pottunum
var komið fyrir í flæðarmálinu við Aðalgötu á Drangsnesi skap-
aðist pottamenning í þorpinu sem á sér fáar líkar. Vatnsheldir
inniskór bera nafnið pottaskór og það er algjör skyldueign á
Drangsnesi að eiga góðan baðslopp eða pottaslopp og ekki er
það nú heldur verra að eiga góða pottahúfu því pottaferðir eru
ekki eingöngu bundnar við góðviðrisdaga. Á Drangsnesi eru
vikulegar, jafnvel daglegar, pottaferðir mikilvægar í lífi margra.
Í pottunum gefst færi á að láta þreytuna líða úr sér, leita sér
heilsubótar ásamt því að njóta þess einstaka umhverfis sem er
í kringum þá. En eins áður sagði þjóna pottarnir einnig hlut-
verki samkomustaðar bæjarbúa, þar er oft fjör síðla kvölds þegar
íbúar koma saman til þess að hitta mann og annan, spjalla um