Strandapósturinn - 01.06.2018, Síða 153
151
hjá vissum mönnum. Daginn áður en til að mynda maður úr
Keflavík leggur af stað [hlær] hingað heim, það er svoleiðis. Og
til að segja að ég sé ekki alveg afskiptur þá eru sumir í mínum
hrepp sem að alltaf vita áður en ég kem. Hann lætur, gerir vart við
sig, annaðhvort sýnilega eða með banki. Því það var sagt að hann
berði aldrei nema tvö högg þegar hann gerði vart við sig. En svo-
leiðis er hann tilkominn að það er sagt að Jón vísilögmaður hafi
sent þeim hann vegna, VEGNA ÁSTA! Og hitt er víst að þessar
stúlkur hvurt sem það er, það er náttúrlega ekki annað en þjóðtrú
að þær urðu miður sín, eiginlega brjálaðar og dóu út af því. En
það er talað um að það hafi fylgt ættmennum til þessa dags. Fyrst
náttúrlega Einari Jónssyni í Kollafjarðarnesi sem þið hljótið að
þekkja, synir hans voru Torfi, Ásgeir, Magnús, já og afkomendur
þessa er hann talinn fylgja ansi stíft! [hlær]. Og hann gerði ýmsar,
minnsta kosti meðan hann var og hét, gerði nú ýmsar skráveifur
yfir þessum ættmennum. Kom illu af stað, drap skepnur ef þær
voru á ferðinni og svoleiðis. En þetta er allt löngu, löngu búið að
vera! Hann er náttúrulega, ja nema þetta hann er talinn, talinn
fylgja, sjást eða heyrast á undan fólki af þessari ætt. Bæði mér og
öðrum. Sko ég hef aldrei séð hann, en fólk þykist hafa. Og ég er
viss um að ef þið kæmust í tæri við Jörund á Hellu hebbði [hefði]
hann verið heima þá kann hann miklu fleiri sögur sem eðlilegt er
af honum, því ég býst við að fólk hafi verið dálítið hrætt við að láta
okkur ættmennin [hlær] vita um sögurnar. Það er ekki nema
einstaka kunningi okkar sem að hafa, það er enn svo stillt stíft.
Latínu-Bjarni sem allir kannast við að, [var] fenginn til að koma
þessu fyrir. En hann habbði [hafði] sagt að þetta væri tilbúinn
draugur, hann væri samsettur úr lofti, eldi og vatni og hann gæti
ekkert við hann átt en hann gæti slævt hann, gert hann svona ekki
eins virkan. Annað kann ég nú ekki frá þessu að segja um Bessa.“
Bessi var sendur þessum systrum, annaðhvort vegna þess að
Jón vísilögmaður var svo ástfanginn af þeim en þær höfnuðu hon-
um eða vegna þess að þær neituðu að selja honum erfðahlut sinn.
Bessi er sagður hafa farið mjög illa með þær systur og verið svo
aðgangsharður að þær misstu vitið líkt og Óli afi sagði. Önnur
sögn segir að Bessi hafi drepið þær báðar. Þá fyrri fljótlega eftir að
hann fór á stjá en hin náði að leita sér skjóls hjá galdramanni
nokkrum á Gestsstöðum í Steingrímsfirði. Galdramanninum