Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 155
153
hans að það hafi verið þekkt meðal sveitungana að hann sendi
Bessa á undan sér. Til að mynda vissi Jörundur á Hellu alltaf
hvenær Sandnesbóndinn var væntanlegur því alltaf kom bank
stuttu áður en hann kom.
Óli afi vann sem póstur í Bjarnarfirðinum og fór þá alltaf á
bæina í sömu röð. Dísa í Odda sagði honum oft frá því að hann
sendi Bessa á undan sér með hávaða og látum. Í eitt skiptið hrundi
spegill á tengdadóttur Dísu og fékk Ólafur þá skömm í hattinn
fyrir lætin í Bessa. Í eitt skiptið kom Ólafur þó ekki á réttum tíma,
Bessi var búinn að láta vita af sér en Ólafur var hvergi sjáanlegur.
Þá var Dísa alveg viss um að nú hefði eitthvað komið fyrir Ólaf og
lét leita að honum. Þetta átti sér þó eðlilegar skýringar þar sem sá
gamli hafði einfaldlega farið eitthvað út fyrir venjulega bæjarröð
og þar að auki tafist í kaffi.
Þau Sandnessystkinin hafa ekki farið varhluta af kynnum sín-
um við drauginn. Það er þó svo í dag að það er eins og hann fari
á undan sumum systkinanna þegar þau heimsækja hvert annað.
Móðir mín, Guðbjörg, hefur oft sagt mér frá því að hún hafi orðið
vör við hann á undan nokkrum af systkinum sínum. Frægust
sagna innan minnar nánustu fjölskyldu er saga sem gerðist þegar
foreldrar mínir bjuggu í Brunnagötu, í húsi sem nú er hrunið. Á
þeim tíma var Sigríður systir mín nokkurra mánaða og mamma
skilur hana eftir á rúminu sínu til að fara niður á neðri hæðina
með vögguna. Það vill þó ekki betur til en svo að hún hrynur nið-
ur stigann með vögguna, en sem betur fer var barnið ekki í henni.
Hún hugsar þá með sér að nú hafi Bessi verið á ferðinni, því stuttu
seinna er bankað uppá og Védís systir hennar var komin í heim-
sókn. Túlkun á þessu atviki er með árunum farin að verða tví-
hliða, annars vegar að Bessi hafi einfaldlega hrint mömmu niður
stigann í sínum venjulegu hrekkjabrögðum, en hins vegar túlkar
Sigríður systir mín atvikið sem svo að hann hafi verið að vernda
hana, því hann vissi að móðir okkar myndi detta.
Védís hefur sjálf orðið vör við mátt Bessa þar sem hann hefur
opnað harðlæstar dyr heimils hennar fyrir Sigvalda bróðir henn-
ar. Á þeim tíma sem um ræðir bjó Sigvaldi heima hjá Védísi og
hennar fjölskyldu. Sigvaldi hafði farið á skrall en gleymdi lyklun-
um sínum og var frekar stressaður yfir því að þurfa að vekja systur
sína til að komast inn. Það vildi þó ekki betur til en svo að Þórir,