Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 160
158
Í Náttúrubarnaskólanum er mikið lagt upp úr því að nýta það
sem finnst í umhverfinu. Verkefnið snýst beinlínis um að leita
ekki langt yfir skammt og sjá hvað allt í kringum okkur er ótrú-
lega merkilegt. Hlutir sem við tökum stundum sem gefnum, eins
og fuglarnir, plönturnar, fjaran og sjórinn. Við eigum ótrúlega
ríkt fugla- og plöntulíf og mikilvægt að við hugsum vel um það.
Krían er til dæmis heimsmethafi í langflugi og farflug hennar á
ævinni samsvarar tveimur ferðum til tunglsins. Skarfakálið sem er
um allt í fjörunni er uppfullt af C-vítamíni og bjargaði Íslending-
um á árum áður frá skyrbjúg þegar hann herjaði á landsmenn.
Sjórinn ber svo með sér allskonar gersemar: rekaviðinn, skeljar,
steina, marglyttur og rusl. Söl og ýmsan sjávargróður má finna í
fjörunni og á hafsbotni. Skemmtilegar þjóðsögur tengjast svo
Ströndum; hægt er að segja allskonar furðusögur af selum sem
sagt er að séu í rauninni menn í selsham, hvítabjörnum sem kíkja
í heimsókn, nykrinum sem reynir að lokka börnin með sér í sjó-
inn, fjörulöllum, skeljaskrímslum, álfum, draugum og tröllum.
Strandir eru mjög ríkar að náttúruhlunnindum, fallegri nátt-
úru, auðugu plönturíki og fjörugu fuglalífi. Þar býr líka mikill
Það er alltaf gaman að leika sér úti, aðal málið er að ákveða hvað maður
ætlar að gera.