Strandapósturinn - 01.06.2018, Síða 162
160
þvert á móti komið mér skemmtilega á óvart hvað krakkarnar vita
ótrúlega margt og eru áhugasöm um náttúruna. Mörg þeirra hafa
farið að skoða fugla, tína ber eða blóðberg, veiða fiska og fleira.
Börnin nefna oft afa og ömmur í þessu samhengi, en útikennsla
er líka alltaf að aukast í skólakerfinu og það er auðvelt að afla sér
fróðleiks á netinu um náttúruna, rétt eins og annað. Fólk sem
hittir á okkur í Náttúrubarnaskólanum talar oft um hvað krakk-
arnir séu einstaklega opin, hugrökk, hugmyndarík og skemmti-
leg. Ég læri líka eitthvað skemmtilegt af krökkunum á hverju
námskeiði!
Náttúrubarnaskólinn byggist á leikjum og fjöri sem fróðleik er
blandað saman við. Það er ævintýri að skoða teisturnar í heima-
smíðuðu kössunum, reisa fuglahræður, sjóða jurtaseyði, fram-
kvæma veðurgaldra og senda flöskuskeyti. Það er alltaf hægt að
gera eitthvað skemmtilegt úti, hvar sem er og hvenær sem er. Erf-
iðast er að ákveða hvað á að gera hverju sinni.
Á einu námskeiði síðasta sumar fór ég með hóp af yngri krökk-
um út í Kirkjusker sem er flæðisker við Sævang að leita að hreiðr-
um og lagfæra fuglahræðu. Við vorum lengi í skerinu og það var
farið að flæða að og seytla yfir gönguleiðina, það þótti þeim mjög
spennandi. Krakkarnir voru mjög lausnamiðuð og sáu út að þeir
sem væru í stígvélum gætu bara haldið á hinum sem voru í striga-
skóm yfir í fjöruna. Þau fóru svo að ræða hver ætti að halda á
hverjum, þegar ég sýndi þeim að ég var bara á strigaskónum og
spurði hver ætti eiginlega að halda á mér. Eitt barnið horfði þá
smástund á mig og sagði svo með mikilli einlægni: Ætli við verð-
um ekki bara að hringja á kranabíl.
Þegar fólk lærir að þekkja náttúruna, eykst ósjálfrátt sú virðing
sem það ber fyrir henni. Það er líka mikilvægt að hugsa vel um
náttúruna. Það sem er eyðilagt kemur ekki aftur. Það er líka mik-
ilvægt að viðhalda þekkingu og menningararfi varðandi um-
gengni við náttúruauðlindir, kunna að nýta náttúruna og það sem
hún hefur upp á að bjóða, án þess þó að ganga á höfuðstólinn.
Náttúrubarnaskólinn verður rekinn áfram næsta sumar og
Náttúrubarnahátíð verður um miðjan júlí. Þangað eruð þið öll
hjartanlega velkomin.