Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 166
164
Guðmundur P. Valgeirsson
Bæ í Trékyllisvík
„Bágt átti ég í fyrra“
Guðmundur Gísli Jónsson á Munaðarnesi varð fyrir því böli að
kona hans Guðlaug Jónsdóttir dó af barnsförum 25. febrúar 1915,
þá 39 ára að aldri. Barnið lifði. Var það stúlka og skírð Guðlaug
við kistu móður sinnar. Telpuna tók Steinunn Guðmundsdóttir á
Dröngum í fóstur. Steinunn var þá ljósmóðir í Árneshreppi og sat
yfir Guðlaugu þegar hún dó.
Guðmundur stóð uppi með fimm börn sín, auk Guðlaugar,
öll á barnsaldri. Var það hörð raun. Á heimili hans var Guðbjörg
Jónsdóttir. Var hún uppeldissystir Guðlaugar á Munaðarnesi. Var
hún þar vinnukona og hafði á framfæri sínu son sinn, Þorgeir
Benjamínsson, ungan að aldri.
Nú líður svo árið eða svo að ekki ber til tíðinda. En þá ber það
til að Guðbjörg elur meybarn2 og kenndi það Guðmundi hús-
bónda sínum. Á móti Guðmundi bjuggu þá móðir hans Elísabet
Guðmundsdóttir, Benóníssonar og sonur hennar Jón Elías. Mjög
var kært með þeim bræðrum og svo var einnig um móður þeirra,
Elísabetu. En hún var stór í geði og forn í lund. Þegar hún vissi
hvers kyns orðið var, brást hún hin versta við og þótti þetta ekki
sér sæmandi. Gerði hún syni sínum, Guðmundi, engan kost ann-
an en að láta Guðbjörgu fara af heimilinu með barnið, eins fljótt
og því yrði við komið.
Hér átti Guðmundur ekki margra kosta völ, úr því hann bauð
móður sinni ekki byrginn í ofríki hennar. Verður honum það
þá fyrir, að hann fer út að Felli. Þar bjuggu þá Guðmundur
Þorkelsson og kona hans Vilborg Ólafsdóttir, hálfsystir móður
minnar, sem þetta skrifar.
Guðmundur á Munaðarnesi kemur að Felli og er mjög fálátur.
Tíðindin frá Munaðarnesi höfðu þá ekki spurst að Felli. Spyr
2 Eins og kemur fram seinna þá ól hún dreng.