Strandapósturinn - 01.06.2018, Side 173
171
Elísa var greinilega látin fara frá Reykjanesi eftir barnsburðinn
og finnst næst í desember 1882 og þá var hún vinnukona á
Seljanesi 29 ára gömul og er þar hjá Magnúsi Péturssyni bónda
og konu hans Önnu Þorkelsdóttur.11 Þar var hún ekki nema
eitt fardagaár og var komin sem vinnukona að Felli fardagaárið
1883-84 og var þar hjá Pétri Péturssyni bónda. Þar var einnig
Jón Guðmundsson vinnumaður. Hann var fæddur og uppalinn
á Dröngum. Þau draga sig saman og voru komin í húsmennsku
á Steinstúni í fardögum 1884.
Jón Guðmundsson var fæddur á Dröngum 18. september
1854. Hann hefur verið skírður skemmri skírn heima sem hefð
var fyrir á nyrstu bæjunum í Víkursveit. Skírnin var ekki staðfest
af presti. Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafsson (f. 15.3.
1809 - d. 1.11. 1871) bóndi á Dröngum og kona hans Guðrún
Sigurðardóttir Alexíussonar (10.4. 1817- d. 16.8. 1858).12 Jón
var fermdur í Árneskirkju 1871. Þá færir klerkur í kirkjubókina:
kann vel, tornæmur, skilningsdaufur, skikkanlegur. Jón virðist
hafa verið á Dröngum a.m.k. til ársins 1870 en líklega til ársins
1871 er faðir hans deyr.13 Hann var orðinn húsmaður á Felli árið
1880 og var þar til fardaga 1884.14
Þeim fæddist dóttir 18. júlí 1884 á Steinstúni. Hún var skírð
Guðrún í Árneskirkju 17. ágúst sama ár. Þá var Jón sagður
húsmaður á Steinstúni og Elísa ráðskona hans. Skírnarvottar
voru Benedikt Sæmundsson meðhjálpari á Finnbogastöðum,
Ólafur Ólafsson bóndi í Norðurfirði og Vilborg Jónsdóttir sama
stað. Barnið var óekta eins og sagt var. Við svo mátti ekki búa
11 Magnús og Anna á Seljanesi voru einstaklega aumingjagóð og tóku að sér mörg
börn um ævina og gerðu vel við þau.
12 Börn þeirra voru: Baldvin f. 1836 - d. 1866, Guðríður f. 1838 - d. 1885, Grímur f.
1842 - d. 1894, Guðrún f. um 1846 - d. 1876, Steinunn f. 1849 - d. 1915, Guðbjörg
Viktoría f. 1852 - d. 1852, Jón f. 1854 - d. 1889 og Sigríður Jóhanna f. 1857 - d. 1857.
13 Í viðauka aftan við greinina er uppskrift af skiptum í búi Guðmundar Ólafssonar á
Dröngum. Þar kemur fram að arfahlutur Jóns var metinn á 22 ríkisdali og tæplega
19 skildinga. Ekki fékk hann þetta í peningum heldur í fríðu: tveir gemlingar,
nokkrar bækur, ein spýta, hákarlslifur, kistugarmur, tunna, strokkur, tveir koddar,
sængurgarmur og rekkjuvoðir. Spýta merkir hér stór rekaviðarraftur.
14 Telja má víst að Jón hafi farið til Jóns Péturssonar sem var skipaður fjárhaldsmaður
Jóns Guðmundssonar við skiptin á búi Guðmundar Ólafssonar. Ef svo hefur verið
þá hefur Jón Guðmundsson farið að Felli 1871 eða 1872 og verið þar uns hann
flutti að Steinstúni.