Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 180
178
vinnukona á Langavelli á Hesteyri 1904-05 hjá Benedikt Jónssyni
bónda og konu hans Hjálmfríði Finnbjörnsdóttur. Kristinn Plató
varð eftir á Horni og Elías Einarsson22 tók hann sem fósturson
og ól upp.23 Kristinn var fermdur á Hesteyri á Hvítasunnudag
(30. maí) 1909. Klerkur ritar svo í kirkjubókina: lestur dável,
kunnátta í kristnum fræðum vel, skrift vel+, reikningur dável,
hegðun dável. Hann var kúabólusettur 17. júní 1907. Hann
kvæntist Guðnýju Halldórsdóttur 14. júní 1919 og voru þau gef-
in saman með konunglegu leyfisbréfi útgefnu 18. febrúar 1919.
Þá var Kristinn sagður vinnumaður á Horni og hún vinnukona
á sama stað. Svaramenn voru Elías Einarsson bóndi á Horni
og Alexander Árnason bóndi í Neðri-Miðvík. Kristinn bjó svo á
Horni frá 1919 til 1946 er hann flutti til Ísafjarðar. Hann flutti
síðar til Reykjavíkur og dó þar 27. maí 1966. Hann var grafinn
í Fossvogskirkjugarði 2. júní 1966. Kristinn Plató var eina barn
Elísu sem slapp alveg við hrakinga um ævina. Kristinn og Guðný
áttu saman fjögur börn: andvana meybarn f. 16. apríl 1917,
María Ólína f. 15. janúar 1920, Guðrún Elín f. 5. nóvember 1922
og Kristinn Elías Magnús f. 6. janúar 1933.
Árið 1905 urðu straumhvörf í lífi þeirra mæðgna. Guðrún
Jónsdóttir giftist Júlíusi Geirmundssyni í Stakkadal. Þau voru
bæði 21 árs gömul. Athöfnin fór fram í Staðarkirkju í Aðalvík 23.
september. Lýst var með þeim 13. ágúst það sama ár. Júlíus var
þá skráður vinnumaður hjá föður sínum í Stakkadal en Guðrún
var vinnukona á sama stað hjá Geirmundi Guðmundssyni bónda
og Sigurlínu Friðriksdóttur konu hans, tilvonandi tengdaforeldr-
um sínum. Svaramenn voru Geirmundur Guðmundsson bóndi í
Stakkadal og Friðrik Magnússon húsmaður á Látrum. Elísa flytur
sama árið einnig í Stakkadal og var lausakona þar hjá Hjálmari
Jónssyni bónda og konu hans Ragnhildi Jóhannesdóttur. Júlíus
var fæddur 5. júní24 1884 í Látranesi. Foreldrar hans voru
Geirmundur Guðmundsson húsmaður þar og kona hans
Sigurlína Friðriksdóttir. Þau flytja öll, Júlíus, Guðrún og Elísa, að
22 Elíasi þótti brennivín gott og mun hafa drukkið það nokkuð ótæpilega.
23 Í viðauka IV er lýsing á jörðinni Horni og húsum þar 1916.
24 26. maí segja afkomendur Júlíusar.