Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 181
179
Atlastöðum í fardögum 190625
og bjuggu þar eftirleiðis.26 Þar
með lauk hrakningum þeirra
mæðgna. Elísa var þar í skotinu
hjá ungu hjónunum og þar deyr
hún 17. júní 1927 og grafin á
Stað 25. sama mánaðar. Hún dó
úr ellihrumleika segir prestur –
78 ára ekkja.
Júlíus bjó á Atlastöðum frá
1906 til 1946 en þá fluttu þau
hjón til Ísafjarðar og dóu þar.
Þau bjuggu að Brunngötu 12
á Ísafirði. Guðrún dó 24. mars
1951 og Júlíus dó 5. júní 1962.
Þau áttu tólf börn sem öll fædd-
ust á Atlastöðum í Fljótavík:
Guðfinna Ingibjörg f. 9. desember 1906 - d. 22. desember
1992, Geirmundur Júlíus f. 4. mars 1908 - d. 17. október 1996,
Sigurlína Elísa f. 5. október 1909 - d. 2. júlí 1996, Jón Ólafur f.
25. nóvember 1910 - d. 19. febrúar 1941, Jóhann Hermann f. 26.
mars 1912 - d. 9. júlí 2005, Guðmundína Sigurfljóð f. 8. septem-
ber 1915 - d. 9. apríl 2010, Guðmundur Snorri f. 30. ágúst 1916
- d. 8. ágúst 1995, Þórður Ingólfur f. 4. ágúst 1918 - d. 15. ágúst
2010, Friðrika Judit27 f. 19. mars 1920, Júlíana Guðrún f. 24. júlí
1921 - d. 1. september 1960, Betúela Anna f. 12. desember 1923 -
d. 8. febrúar 2009 og Guðmundur Þórarinn f. 27. ágúst 1925 - d.
12. febrúar 1990. Að sögn afkomenda áttu þau andvana tvíbura.
Þeir finnast ekki í kirkjubók, hvorki yfir fædda eða dána. Aftur
á móti er eitt andvana meybarn fætt á Atlastöðum 1. júní 1913.
Ekki er þar getið um foreldrana. Þetta sama ár, 1913, átti mótbýl-
ismaður Júlíusar barn þ. 13. apríl sem lifði, svo líklega er þetta
andvana meybarn dóttir þeirra Guðrúnar og Júlíusar.
25 Í Sléttuhreppsbókinni segir að þau hafi flutt að Atlastöðum 1907 en sóknarmanna-
talið tekur af öll tvímæli að það var árið 1906. Híram Jónsson bjó á Atlastöðum
áður en þau komu þangað.
26 Í viðauka III er lýsing á jörðinni Atlastöðum frá árinu 1916.
27 Svo í kirkjubók en ættingjar telja að hún heiti Júdith Fríða. Júdit er enn á lífi.
Ljósm. eign Soffíu M. Skarphéðinsdóttur.
Guðmundur Finnbogi Jónsson.