Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 191
189
farinn úr hreppnum er barnið fæddist. Hann var úr Árnessýslu.36
Ólöf Þorsteinsdóttir var síðan vinnukona langa ævi en Solveig
varð eftir á Finnbogastöðum að því er virðist allt til ársins 1842 en
hún flytur þaðan að Bæ á Selströnd og þá sögð vinnukona. Hún
var skráð niðursetningur eða sveitarbarn á Finnbogastöðum til
ársins 1833 en svo uppalningur til ársins 1839 og vinnukona úr
því. Hún var fermd (þá á Finnbogastöðum) árið 1833. Þá segir
prestur hana kunna sæmilega, daufa í skilningi en þæg og efni-
leg. Solveig dó í Sunndal 20. júní 1862 og var grafin í Kaldrananesi
23. júní sama ár. Ólafur kvæntist aftur Málfríði Jónsdóttur (f. 23.
ágúst 1841) bústýru sinni þ. 3. september 1870. Athöfnin fór fram
í Staðarkirkju eftir þrjár lýsingar. Milli þeirra voru helmingaskipti.
Svaramenn voru Guðmundur Jónsson fyrrum hreppstjóri og
bóndi á Þiðriksvöllum og Finnur Benediktsson bóndi í Kálfanesi.
Málfríður var fædd 23. ágúst 1841 og skírð 24. ágúst. Hún fæddist
í Miðdalsgröf. Hún var fermd 3. maí 1856 í Tröllatungukirkju og
segir klerkur kunnáttu og hegðun sæmilega. Hún var dóttir hjón-
anna Jóns Jónssonar bónda og Ingigerðar Sölvadóttur er þar
bjuggu. Ólafur og Málfríður fluttu með börnum sínum tveimur
sem þá lifðu til Vesturheims 1883. Þau bjuggu síðast í Graven-
hurst í Ontaríófylki í Kanada og Ólafur lést þar 4. maí 1909.
Verustaðir Ólafs Ólafssonar um ævina:
Svanshóll 1818-21
Hella 1821-38
Bakki 1838-49, bóndi (1840-49)
Klúka 1849-55, bóndi
36 Það er reynda óljóst hver þessi Hannes Eyjólfsson var. Í Íslendingabók eru nefndir
þrír með þessu nafni og eru þeir allir fæddir að því er virðist milli 1760 og 1770.
Einn var giftur maður á Meiðastöðum í Útskálasókn og margra barna faðir. Hann
var fæddur þar í sókninni. Annar var úr Árnessýslu, fæddur 1762, og var víða þar í
sýslu en endaði sem niðursetningur í Fellskoti í Torfastaðarsókn 1832. Sá þriðji er
okkar maður en um hann er lítið sem ekkert vitað. Kirkjubók Árnesþinga segir
hann vera úr Árnessýslu. Í manntalinu 1801 eru aðeins tveir af þessum mönnum,
Meiðastaðamaðurinn og sá sem var seinna í Fellskoti. Það er freistandi að ætla að
Fellskotsmaðurinn og okkar maður séu einn og sami maðurinn sem hafi farið á
flakk vestur á firði um tíma og haft ofanaf fyrir sér með fiskveiðum. Hann deyr 4.
febrúar 1832 og sagður hafa drukknað. Hann var 70 ára. Þó skal ekki fullyrða um
það. Hann var kvæntur og átti eina dóttur, Guðrúnu, sem bjó á Brekku í Hvalfirði,
gift og margra barna móðir.