Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 193
191
nafnið Jón. Skírnarvottar voru Eymundur Guðbrandsson
bóndi á Kleifum, Ólafur Ólafsson vinnumaður á Stað og Ólöf
Jörundardóttir heimasæta á Hafnarhólmi. Ingibjörg og Guð-
mundur voru í húsmennsku á Ósi 1882-1883 en þá taka þau
sig upp ásamt fleirum og flytja til Vesturheims og fór Jón með
foreldrum sínum þangað. Þau hjónin settust að í Huntsville í
Ontaríófylki í Kanada. Þau eignuðust þrjú börn fyrir vestan,
Margout, Oliver og Noah. Þau voru öll barnlaus. Ingibjörg dó
7. desember 1937.
2. Magnús Ólafsson f. 6. september 1846 á Bakka í Bjarnarfirði.
Hann var skírður heima 8. september. Skírnarvottar voru ljós-
móðirin Ingibjörg Jónsdóttir á Bakka, faðirinn á sama stað og
Bjarni Bjarnason. Hann var hjá foreldrum sínum fram á árið
1870. Hann var fermdur 1861 og þá 15 ára. Hann var sagður:
dável kunnandi, skilur og les, siðsamur. Hann var á Ósi 1870
og flyst norður í Víkursveit og var vinnumaður í Árnesi 1870-
7138 og virðist vera þar norður frá allt fram á fardaga 1875 er
hann fluttist frá Felli í Víkursveit að Ósi í Staðarsókn. Á meðan
hann dvaldi í Árneshreppi gat hann tvö börn við Sigríði Björns-
dóttur vinnukonu. Í manntalinu 1870 er Sigríður í Árnesi og
þar var Magnús Ólafsson einnig vinnumaður. Árið 1873 átti
Sigríður stúlkubarn með Magnúsi sem þá er vinnumaður á
Munaðarnesi en Sigríður orðin vinnukona í Reykjarfirði.
Stúlkan fæddist 12. júní 1873 og skírð af presti í kirkju 11. júlí.
Guðfeðgin voru Óli Ólason Viborg bóndi í Reykjarfirði og
kona hans Halldóra Guðmundsdóttir. Hún fékk nafnið Bjarn-
veig Sigríður og átti hún seinna Árna Þorsteinsson í Litlu-Ávík.
Bjarnveig er kúabólusett 7. mars 1882 og fermd 7. ágúst 1887.
Þá les hún dável+, kann dável+, skrifar sæmilega, en fyrir
reikning er eyða og hegðun er ágæt. Bjarnveig dó 1960 og á
fjölda afkomenda í dag. Árið 1876 er Sigríður vinnukona á
Felli og elur þar sveinbarn 5. desember. Faðir barnsins er
fyrrnefndur Magnús og hann nú sagður vinnumaður á Ósi í
Steingrímsfirði. Barnið var skírt 9. desember og fékk nafnið
Björn í höfuð afa síns í móðurætt. Guðfeðgin voru Jón Péturs-
son bóndi á Felli, Guðrún Guðmundsdóttir kona hans og Dag-
38 Í kirkjubókinni segir að hann hafi flust að Kúvíkum en manntalið 1870 getur hans
sem vinnumanns í Árnesi.