Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 194
192
ur Sveinsson bóndi í Bæ. Ekki átti það fyrir þessum dreng að
lifa lengi og hann dó 1. janúar 1876 og grafinn 7. janúar.
Magnús kvæntist 1879 og þá sagður vinnumaður á Ósi og var
þar vinnumaður fram í fardaga 1880 er hann tók við hús-
bóndaembættinu á Ósi af föður sínum er hann flutti að Fitj-
um. Kona hans var Margrét Ásgeirsdóttir, 30 ára vinnukona
líka á Ósi. Þau voru gefin saman 8. október í Staðarkirkju. Bréf
sem leysti þau undan lýsingum var gefið út 10. september.
Svaramenn voru Ólafur Ólafsson bóndi á Ósi og Magnús
Magnússon hreppstjóri Hrófbergi. Þeirra fyrsta barn fæddist
24. apríl 1880 og var skírt 28. sama mánaðar, Helga Sveinsína.
Skírnarvottar voru Ólafur Ólafsson bóndi á Ósi, Jón Björnsson
bóndi á Kálfanesi og Guðfinna Benediktsdóttir húskona á
sama stað. Þessi stúlka var greinilega send í fóstur og eftir frá-
fall föður síns varð hún niðursetningur. Hún var m.a. á Ósi
(1883-84), var í Bakkaseli í Langadal við Djúp fardagaárið
1884-1885 en lengst af á Eyjum 1885-1894 og 1896-99. Hún
fermdist vorið 1894 og segir klerkur hana lesa dável, kunna
dável+, hegðun ágæt, skrift vel og reikningur dável. Hún var
kúabólusett 15 . apríl 1886. Hún var vinnukona á Reykjanesi
1899-1900, Litlu-Ávík 1900-1901 og í Árnesi 1901-1902. Hún
og Bjarni Sigfússon voru húshjón í Litlu-Ávík 1905-1908. Hún
var seinna húsfreyja á Ísafirði og dó 10. maí 1953. Í sóknar-
mannatali Ísafjarðar eru þau innkomin 1908 frá Trékyllisvík.
Hún giftist Bjarna Sigfússyni frá Eyjum í Kaldrananeshreppi
en ekki hefur fundist hvar og hvenær þau gengu í hjónaband.
Þau eignuðust a.m.k. eitt barn. Það var drengur sem fékk
nafnið Gunnar Sigfús Guðmundur Bjarnason (f. 10. október
1913 - d. 30. nóvember 1991). Magnúsi og Margréti fæddist
önnur dóttir 11. júní 1881 og var hún skírð 17. júní. Hún hlaut
nafnið Jónína. Skírnarvottar voru Jón Björnsson bóndi á Kálfa-
nesi, Jón Jónsson bóndi á Ósi og Ingibjörg Ólafsdóttir hús-
kona á Helganesi. Árið eftir fæddist þeim þriðja dóttirin í júlí
1882 og var hún skírð 7. ágúst og hlaut nafnið Guðríður.
Skírnarvottar voru Sigurður Sigurðsson snikkari39 í Kálfanesi,
Guðfinna Benediktsdóttir og Stefanía Benediktsdóttir húskon-
ur á sama stað. Lífið virtist blasa við þeim hjónum en þá kom
39 Faðir Stefáns frá Hvítadal.