Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 209
207
Til þess að sjá um arfahluta hins ómynduga erfingja Jóns
Guðmundssonar skipast hér með bóndinn Jón Pétursson á Felli,
einnig ber honum að standa fyrir skilvísri greiðslu útgjaldanna
gegn því að hann taki fasteign búsins og það lausafé er sam-
kvæmt skiptum þessum hefur verið útlagt í þau.
Var því næst skiptum þessum lokið.
S.E. Sverrisson Vottar
J. Þorsteinsson65 V. Jónsson66
(hands.)
Viðauki II
Fasteignamat á Steinstúni í Árneshreppi 1916
Steinstún
Nýbýli, 1/6 úr jörðinni Norðurfirði og ca. 1½ hundruð að fornu
mati úr Krossneslandi.67
Eigandi og ábúandi Guðlaugur bóndi Jónsson.
Tún í sæmilegri rækt, nokkuð grasgefið, ⅔ slétt. Gefur af sér 20
hestburði. Stærð um 2 dagsláttur.
Engjar heldur snögglendar en greiðfærar og samfelldar, votlend-
ar nokkuð. Engjavegur stuttur og greiðfær. Gefa af sér um 60
hestburði. Hey heldur heilnæm en létt.
Nátthagi gefur af sér 10 hestburði.
Beitiland gott á sumrum fyrir allar skepnur, en stopul beit á vetr-
um vegna snjóþyngsla, skjólalítið, en ekki næðingasamt. Smala-
mennska hæg. Fjörubeit engin.
Girðingar: Túnið girt með gaddavír og hlaðið undir.
Upprekstrarland ekkert.
Áhöfn: 1 kýr, 15 kindur.
Mannafli: 1 karlmaður.
Fóðurþörf: Kýr 30, sauðkind 1½, hross 7 rúmstikur.
65 Líklega Jón Þorsteinsson bóndi á Gestsstöðum.
66 Líklega Valdimar Bjarni Jónsson. Hann var víða og m.a. bjó hann á Hamri í Kolla-
firði.
67 Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var hjáleigan Steinstún metin á 4
hundruð forn eða einn sjötta úr Krossneslandi. Árið 1916 hefur hjáleigan færst úr
Krossneslandi og inn í Norðurfjarðartorfuna. 1/6 úr Norðurfirði eru um 1,3 hund-
ruð forn og 1,5 hundruð úr Krossneslandi eða samtals um 2,8 hundruð forn alls.
Steinstún hefur því rýrnað um liðlega eitt hundrað forn við uppskiptin.
Þessi baðstofa var reist um eða skömmu fyrir aldamótin nítjánhundruð og stóð
fram í seinna stríð. Í baðstofunni bjuggu 12 manns árið 1916.