Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 210
208
68 Í þessum tveimur baðstofum bjuggu 23 árið 1916.
Mögulegt áhöfn eins og áður er talið.
Mótak sæmilegt.
Byggingarefni gott og nærtækt.
Samgöngur: Jörðin rétt hjá kauptúni og vegur þangað allgóður.
Ágangur nokkur af skepnum frá öðrum bæjum.
Vatnsból. Vatn leitt í bæjarhús.
Landamerki: Steinstúnsgil að utan, Ljósumýrarlækur að framan,
en þó eru landamerki ekki nákvæmlega ákveðin við nýbýli þetta.
Hús á jörðinni: Baðstofa 9 x 6 álnir portbyggð, önnur hlið og ½
gafl úr timbri, pappaklætt.68 Geymsluhús með bæjardyrum 8 x 6 x
3 álnir, í góðu standi að viðum en veggir slæmir. Fjós yfir 3 naut-
gripi, hesthús yfir 3 hross, hlaða 45 rúmstikur, fjárhús yfir 20 fjár.
Öll hús úr torfi og grjóti.
Mannvirki á síðustu 10 árum er 87 dagsverk.
Kúgildi engin.
Leigumáli metinn af skattanefnd 1916, 20 krónur.
Mat vort verður:
Jörðin sjálf án húsa kr. 400.00
Hús á jörðinni kr. 350.00
Mannvirki á síðustu 10 árum kr. 217.00
Viðauki III
Fasteignamat á jörðinni Atlastaðir í Sléttuhreppi 1916
Fyrirtekið að meta jörðina Atlastaði Nr. 16.
6 hundruð að fornu mati.
Eigendur: Jósef Hermannsson 3 hundruð að fornu mati.
- Júlíus Geirmundsson 3 hundruð að fornu mati.
Ábúendur sömu.
Lýsing jarðarinnar:
I. Jarðnytjar: Túnið talið 2 ha., grasgefið í góðri rækt, mest allt
slétt. Liggur vel til útgræðslu.
Töðufall 40 hestar.
Útengi: Grasgefið, slétt, en grýtt og votlent. Heyfall 400 hestar.
Beitiland: Sumarbeit góð, vetrarbeit lítil sökum snjóþyngsla.
Fjörubeit góð.