Morgunblaðið - 11.12.2021, Side 11

Morgunblaðið - 11.12.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021 SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Færeyska orkufyrirtækið SEV hef- ur virkjað sjávarfallastrauma í Vest- mannasundi, milli Vogeyjar og Straumeyjar, í samvinnu við sænska fyrirtækið Minesto (minesto.com). Samstarf um tilraunaverkefnið hófst formlega haustið 2018 og framleiðsla rafmagns byrjaði 1. desember 2020. Þá fór 100 kW sædrekinn „Haffrúin“ að senda rafmagn inn á færeyska dreifikerfið. Síðar bættist annar sæ- dreki við í Vestmannasundi. Talið er að hægt sé að virkja allt að 4 MW í Vestmannasundi. Minesto þróaði tækni sem það kallar „Deep Green“. Sædrekinn er ekki ólíkur flugvél að sjá og er raf- stöðin knúin af skrúfu, líkt og skips- skrúfu. Sú gerð sem nú framleiðir straum fyrir Færeyinga, DG100, er með fimm metra vænghaf og virkar ekki ólíkt í sjónum og flugdreki gerir í loftinu. Sædrekinn er tjóðraður við hafsbotninn og vængur hans og stél gera það að verkum að hann lyftist frá botni og siglir eftir ferli sem er eins og 8 í laginu. Hraði sædrekans verður mun meiri en hraði sjáv- arstraumsins. Tækni Minesto veldur því að orkuskiptin frá sjáv- arstraumnum yfir í raforku verða meiri og hagkvæmari en þekkist með annarri tækni, að sögn SEV. Straumurinn fer frá sædrekanum um kapalinn sem tjóðrar hann við hafsbotninn og þaðan í spennistöð uppi á landi nærri bænum Vest- manna. Engin sjónmengun Dr. Martin Edlund fram- kvæmdastjóri Minesto segir í ávarpi sem sjá má á YouTube-rás fyrir- tækisins að sjávarfallaorkan sé áreiðanlegri en vindorka, því það verður sjaldan logn í sjónum nema rétt á liggjandanum. Hann segir að þessi tækni falli vel inn í þá blöndu orkugjafa sem þarf að virkja til að afla umhverfisvænnar orku. Þá bendir hann á að sjávarfallavirkj- unin sé neðansjávar og valdi því ekki neinni sjónmengun. Auk þess þurfi ekki sérstakan geymslumiðil til að geyma raforkuna því raforkufram- leiðslan sé mjög stöðug. Umhverfisstofa Færeyja fram- lengdi nýlega starfsleyfi til- raunaverkefnisins í Vestmannasundi fram til 28. febrúar 2025. Stefnt er að því að setja niður fleiri Minesto- sædreka í Færeyjum, bæði litla, undir 250 kW og stærri gerð, Dra- gon Class, með 12 metra vænghaf og 1,2 MW afl. Fréttastofa BBC sagði frá Mi- nesto-verkefninu í Færeyjum 29. nóvember sl. Þar kom m.a. fram að hvor sædrekinn í Vestmannasundi sjái 50-70 heimilum fyrir rafmagni. Ætlunin er að setja niður stærri gerðina af sædrekum, Dragon Class, á næsta ári. Haft er eftir Martin Edlund að með kerfi Dragon Class- sædreka verði hægt að fullnægja orkuþörf helmings færeyskra heim- ila með sjávarfallaorku. Nú koma um 40% af raforkuþörf Færeyja frá vatnsaflsvirkjunum og um 12% frá vindorku. Nærri helmingur rafork- unnar er í dag framleiddur með raf- stöðvum sem knúnar eru jarð- efnaeldsneyti. Það stefnir því í að Færeyingar verði sjáfum sér nógir með umhverfisvæna raforku, þökk sé sjávarfallastraumunum í sund- unum á milli eyjanna. Rafmagnið streymir úr sjónum - Færeyingar hafa virkjað sjávarfallastrauma í Vestmannasundi - Sænska fyrirtækið Minesto þróaði sædreka - Virkjun sjávarstrauma getur mögulega annað helmingi af raforkuþörf Færeyja Ljósmynd/Minesto Vestmanna Drekarnir tveir á bryggjunni áður en þeir voru settir í sjóinn. Þeir líkjast helst flugvélum og eru tjóðraðir við hafsbotninn. Drekarnir sigla eftir ferli sem er eins og 8 í laginu og fara mun hraðar en sjávarstraumurinn. Svona virkjanir sjást ekki ofansjávar og valda því ekki neinni sjónmengun. Tölvuteikning/Minesto Framtíðin Drekarnir sem nú eru í notkun eru með 5 metra vænghaf. Búið er að hanna dreka með 12 metra vænhaf og tólffalt meira afl. Vestmannasund Þórshöfn Klakksvík Vogey Straumey FÆ R E YJ A R Sjávarföll virkjuð í Vestmanna- sundi Þrjár yfirhafnir í einni Öllum yfirhöfnum fylgir fallegur viskós/kasmír trefill fram að jólum Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 Við erum á facebook Buxur flísfóðraðar Str. 36-52 Verð 10.900,- Íslendingar geta áfram notað far- síma sína á ferðum um Evrópu án þess að greiða aukagjöld eftir að sér- stök reiki- tilskipun Evrópu- sambandsins var framlengd til árs- ins 2032. Áfram munu því far- símafyrirtæki rukka sama gjald fyrir símtöl, smá- skilaboð og net- notkun á símum og spjaldtölvum hvort sem not- endur eru heima hjá sér eða á ferða- lagi um álfuna. Reikiþjónusta íslenskra fjar- skiptafyrirtækja í Evrópu leiðir af evrópska fjarskiptaregluverkinu sem er innleitt hér á landi á grund- velli EES-samningsins. Samkvæmt upplýsingum frá Fjarskiptastofu er það síðan í höndum fjarskipta- fyrirtækjanna innan EES-svæðisins að gera reikisamninga sín á milli. Reikigjöld voru afnumin innan landa Evrópusambandsins og EES sumarið 2017 og hefur það þótt með gagnlegustu umbótum fyrir neyt- endur í álfunni. hdm@mbl.is Reiki framlengt til 2032 - Áfram sama gjald fyrir notkun í Evrópu Sími Sama gjald áfram í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.