Morgunblaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Gjafakort Einstök jólagjöf Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Hvernig hljómar síðasti dagur mannfólksins, síðasti dagurinn áður en veröldin ferst? Tónlistarkonuna Sóleyju Stefánsdóttur, sem margir þekkja sem Sóleyju, langaði að búa til hljóðheim sem fangaði þennan síðasta dag mannfólksins og úr varð nýjasta plata hennar, Mother Mel- ancholia. Hún kom út í lok október. Platan er innblásin af vangaveltum um heimsendi, sjálfseyðingu mann- kyns, kapítalisma og feðraveldi og samspil þessara þátta. Í miðju ferlinu fór Sóley að velta fyrir sér sambandi femínisma og stöðu jarðarinnar og fór að kafa í það sem á íslensku hefur verið kall- að vistfemínismi (e. eco-feminism). „Ég fór að pæla í því hvernig við sjáum jörðina sem kvenkyns fígúru, í þessum orðum „móðir náttúra“ og í tengingunni á milli þess hvernig við tölum um konur og hvernig við tölum um jörðina og hvernig við komum fram við konur og hvernig við komum fram við jörðina.“ Hún segist hafa fengið hugmynd- ina um samband náttúrunnar og feðraveldisins á heilann. „Ég var mikið að hugsa um hvernig við mannfólkið nýtum okkur jörðina og hreinlega beitum hana ofbeldi. Er auðveldara að rústa jörðinni af því að hún er kvenkyns fígúra í augum mannfólks? Mér finnst þetta allt ótrúlega áhugavert, hvernig við komum fram við jörðina og þessi rómantísering á konum og náttúr- unni. Svo hef ég reynt að koma þessu í þetta abstrakt form sem tónlistin er.“ Á umslagi plötunnar, sem eigin- maður Sóleyjar vann út frá ljós- mynd eftir Sunnu Ben., rís hvít- klædd kvenvera upp úr hvítu landslagi. „Hún er þreytt og buguð en það er mikil reisn yfir henni. Hún er drottningin sem trónir á toppnum sem mun svo kannski á endanum drepa okkur öll,“ segir hún. „Þetta hljómar allt rosalega dramatískt en á sama tíma finnst mér þessar pælingar svo absúrd. Það er líka mikill húmor í þessu út af absúrdleikanum í þessu öllu sam- an.“ Frelsi í formleysinu Sóley segist hafa byrjað að semja plötuna í kringum 2018. „Þá var ég að vinna einhverja harmóniku- tónlist. Mig langaði að færa mig frá þessum eðlilega poppstrúktúr á lög- um. Ég fann mikið frelsi í því að semja formlausa tónlist. Mig lang- aði að það væri einhver algjör bjög- un. Hugmyndafræðin var sú að það væri rosa mikið af hljóðfærum sem eru ekki með þetta fullkomna „pitch“, strengirnir renna mjög mikið svona upp og niður.“ Þetta segir hún ef til vill innblásið af aust- urlenskri strengjatónlist þar sem tónlistin „er aldrei alveg á réttum tónum“. Hún segist líka hafa leikið sér mikið með þeremín, rafmagns- hljóðfæri sem byggist á bylgjum og er stjórnað án snertingar. „Hugmyndin var að það væri enginn fullkominn dúr-hljómur eða eitthvað, þetta væri allt dálítið erf- itt. Það er svona aðalpælingin.“ Hún vann með upptökur af eigin rödd og breytti henni mikið, stundum hljóm- ar hún jafnvel eins og skrímsli. Sóley hefur verið að fikra sig í átt að tilraunakenndari tónlist. „Mér þykir það alltaf meira og meira spennandi hvernig ég get potað að- eins í popptónlistina.“ Henni þykir áhugavert að gera tilraunir með poppformið, hvernig hægt sé að teygja á því og víkka rammana sem þar eru settir. „Þetta er fyrsta platan sem ég geri sem er ekki hjá útgáfufyrirtæki og ég fann fyrir miklu frelsi, þótt gamla útgáfufyrirtækið mitt hafi ekki verið að segja mér hvað ég ætti að gera. En bara það að vera ein og gera það sem ég vildi var frelsandi. Vera ekki að reyna að þóknast nein- um og reyna að koma þessu til skila eins skýrt og ég gat.“ Ýmsir komu að gerð plötunnar. Albert Finnbogason hjálpaði til við hljóðblöndun og spilaði á gítar og bassa. „Ég pródúseraði sjálf en hann kom með sína listrænu hljóð- blöndunarsýn svo hann á alveg stór- an þátt í plötunni líka.“ Kristín Þóra Haraldsdóttir útsetti strengi og Jón Óskar Jónsson spilaði á trommur. Eiginmaður Sóleyjar, sem gengur undir nafninu Íbbagoggur, er ekki tónlistarmaður en þó mikill áhuga- maður um verkefnið. Hún segir það hafa verið mjög gott að fá sýn hans á tónlistina. „Hann gerði líka plötu- umslagið og allan þann sjónræna heim.“ Margir óvissuþættir Sóley kom nýlega heim úr tón- leikaferðalagi um Evrópu þar sem hún ferðaðist til átta landa. Það voru bæði kostir og gallar við það að ferðast á þessum tíma. „Það var mjög, mjög gaman að spila aftur. Það að spila fyrir fólk á ný var ólýs- anleg tilfinning. En Covid er ekki búið. Það var mikið stress og marg- ir óvissuþættir á hverjum degi.“ Hún nefnir sem dæmi að það hafi verið óvissa með takmarkanir í borgunum, stundum hafi þau rétt náð að spila tónleika áður en skellt var í lás. Þau hafi auðvitað þurft að passa vel upp á sóttvarnir, ef ein- hver hefði orðið veikur hefði lítið orðið úr tónleikahaldi. „Þannig að þetta var ekkert eðli- legur túr. En við náðum að spila alla tónleikana, sem er eiginlega bara kraftaverk, og við komumst heim. Við bara rétt náðum þessu. Ég hugsa að ég bíði með að fara aftur í svona langan túr.“ Hún er þó ekki alveg hætt ferða- lögum. „Ég er á leið til Lettlands að spila með strengjakvintett. Vonandi kemst ég heim fyrir jól. Svo er ég að spila á Myrkum músíkdögum í janúar þar sem ég er einmitt að spila harmónikutónlistina sem varð svolítið uppsprettan að þessari tón- list. Svo ég er svolítið að loka hringnum.“ Morgunblaðið/Unnur Karen Tónlistarkonan „Er auðveldara að rústa jörðinni af því að hún er kvenkyns fígúra í augum mannfólks?“ spyr Sóley þegar hún segir frá efnivið plötunnar Mother Melancholia. Henni voru hugmyndir vistfemínisma hugleiknar. Formleysi, náttúruvá og feðraveldi - Ný plata tónlistarkonunnar Sóleyjar nefnist Mother Melancholia - Femínismi og vangaveltur um stöðu jarðarinnar mætast - Teygir á popptónlistarforminu - Óvenjulegt tónleikaferðalag Æ visaga Gunnars Þórð- arsonar, skráð af Óm- ari Valdimarssyni, er lipurlega skrifuð bók og fróðleg. Þótt hvert mannsbarn þekki lög Gunnars og geti raulað þau á góðum stundum vitum við minna um manninn; gaur með gítar sem í viðtölum segir fátt, en veit hvað hann syngur! Svipurinn er sposkur, en dularfullur. Já, Gunnar er forvitnilegur mað- ur og mörgu er um manninn svar- að í bók Ómars. Ekki fer á milli mála að Ómar þekkir vel til mála og er söguefninu og öllu umhverfinu vel kunnugur. Hvergi er tómarúm í textanum. Skrásetjari fer þá leið að vinna texta sinn úr mörgum þráðum. Bæði byggir hann á frásögn Gunnars, en bætir svo við lýsingum samferðafólks sem til þekkir. Þar er meðal annars sótt í frásagnir blaða og tímarita fyrr á tíð. Allt þetta er til fyrirmyndar og eykur heimildagildi bókarinnar, þar sem segir frá vinsælum hljóm- sveitum, dægursmellum, litríkum persónuleikum og alls konar bralli upp og niður tónstiga tilverunnar. Lífið er alls konar. Hljómar, Trúbrot, Brimkló, Lónlí Blú Bojs, Lummur, Ríó Tríó. Tón- leikar, stórsýningar á Brodway, Eurovision og óperur. Útsetningar á óteljandi lögum og stefjum. Listinn er langur og staðfestir að Gunnar Þórðarson er ótrúlegur maður. Skemmtilegar sögur og góðar mynd- ir, sem hefðu mátt vera fleiri og njóta sín betur. Allur frágangur í bókinni er til fyrirmyndar og hnökralaus; og textinn lesvænn og þægilegur. „… hann heyrir hvern hljóm innra með sér og getur séð fyrir sér hvern- ig sá gengur upp með þeim næsta eða þeim á undan“ (bls. 220) segir á ein- um stað um Gunnar. Listfengi og eljusemi kemur í hugann. Innsæi og tilfinning fyrir því hvað virkar í mús- íkinni, sem halda mun nafni Gunnars á loft um langa framtíð. En bókin góða bætir mörgu við – í frásögnum um forvitnilegan mann. Tónstigar tilverunnar Ævisaga Gunni Þórðar – Lífssaga bbbbn Eftir Ómar Valdimarsson. Skrudda 2021. 240 bls. innbundin. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BÆKUR Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Frumherjar Gítarleikarinn Gunnar Þórðarson, lengst til hægri, leikur ásamt félögum sínum í Hljómum fyrir íbúa á elliheimilinu Grund árið 1964. Myndlistarmaðurinn Lukas Bury opnar í sýningar- salnum Rýmd í Völvufelli 13-21 í Breiðholti í dag, laugardag, kl. 14 sýningu sem hann kallar „They have no pictures on the walls“. Á sýningunni er röð málverka sem vísa í heimili pólskra innflytjenda á Íslandi. Í til- kynningu segir Lukas kveikjuna að verkunum hafa ver- ið þá að íslensk kunningjakona sín hafi verið hissa á því að innflytjendur frá Póllandi, sem hafa jafnvel búið hér í mörg ár, séu ekki með myndir á veggjunum hjá sér. Orð hennar vöktu Lukas til umhugsunar og út frá þeim vann hann þessi nýju málverk.Lukas Bury Sýnir málverk um heimili innflytjenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.