Morgunblaðið - 11.12.2021, Side 41
inn í fjárhagsáætlun Akureyr-
arbæjar að við verðum komnir með
gervigrasvöll árið 2023 og spurn-
ingin er núna í raun bara hvort sá
völlur verði klár vorið 2023.“
Átta gráðu frost í apríl
Sigmundur Pétur Ástþórsson,
vallarstjóri FH:
„Það er algjörlega háð veðrinu
hvort völlurinn verði tilbúinn um
miðjan apríl. Í apríl á síðasta ári
var átta gráðu frost þannig að það
er erfitt að segja hvernig þetta
muni þróast. Stundum er gott veð-
ur á Íslandi á vorin og stundum
ekki og maður tekur því bara eins
og það er. Ég hef minni áhyggjur
af haustleikjunum enda oft á tíðum
hlýtt hérna á þeim tíma þannig að
maður hefur meiri áhyggjur af
þessum vormánuðum. Ég er alls
ekki rólegur með þetta og þetta
verður klárlega mikil áskorun að
halda vellinum í góðu standi.“
Gæti sloppið, gæti farið illa
Halldór Brynjar Þráinsson, vall-
arstjóri ÍA:
„Við höfum aldrei spilað keppn-
isleik á vellinum um miðjan apríl
sem segir allt sem segja þarf um
það hvenær völlurinn er venjulega
tilbúinn. Veðrið stjórnar þessu al-
gjörlega og við höfum litla stjórn á
því og völlurinn var sem dæmi ekki
tilbúinn núna í vor, þótt menn hafi
verið byrjaðir að spila á honum á
þeim tíma. Það var ekki komin
gróska í hann fyrr en mánuði eftir
að mótið byrjaði og þetta verður
mjög erfitt ef kuldinn og rakinn
verður mikill. Það er klárt mál að
ef völlurinn fer illa í upphafi þá
verður hann lengi að jafna sig. Það
eru stórar spurningar í þessu;
þetta getur sloppið en þetta getur
líka farið illa og það verður mikil
áskorun að takast á við þetta.“
Snýst algjörlega um veðurfar
Magnús Valur Böðvarsson, vall-
arstjóri KR:
„Það er alltaf erfiðara að byrja
fyrr þar sem völlurinn er ekki með
undirhita. Við vonumst auðvitað til
þess að veðrið verði þokkalega
gott svo við getum haft vellina
klára á þessum tíma. Fyrir tveim-
ur árum var völlurinn tilbúinn á
þessum tíma en þetta snýst al-
gjörlega um veðurfar og hvernig
okkur tekst til að koma völlunum
upp. Grasvellirnir á Íslandi eru
orðnir gamlir og illa uppbyggðir
þannig að þetta verður alltaf mikil
áskorun og það stefnir í erfiðan
aprílmánuð. Ég á von á því að ég
verði byrjaður að vinna í vellinum í
byrjun mars, svo framarlega sem
það verður ekki snjór eða klaki eða
þess háttar á vellinum.“
Aldrei til um miðjan apríl
Sævar Leifsson, vallarstjóri
Keflavíkur:
„Svona er bara staðan og við
þurfum að vinna með hlutina eins
og þeir eru. Það fer algjörlega eft-
ir veðrinu á vorin hvenær grasvell-
irnir byrja að taka við sér en sjálf-
ur á ég von á því að það verði ekki
byrjað að spila á grasi fyrr en í
byrjun maí í fyrsta lagi og að mót-
ið verði sett upp þannig. Í gegnum
tíðina hefur völlurinn ekki verið
tilbúinn um miðjan apríl. Við ætl-
uðum einu sinni að spila bikarleik
á vellinum á þessum tíma en end-
uðum á að færa hann inn í Reykja-
neshöllina vegna snjókomu. Við
þurfum bara að bíða og sjá hvernig
þetta þróast en þetta verður klár-
lega áskorun þegar þar að kemur.“
Komast í gegnum næsta ár
Bergvin Haraldsson, fyrrverandi
vallarstjóri ÍBV(hætti í haust):
„Það er hægt að setja stórt
spurningarmerki við það hvort Há-
steinsvöllur verði klár á tilsettum
tíma. Í ár var völlurinn sem dæmi
þakinn snjó um miðjan maímánuð
og núna á að byrja mótið mánuði
fyrr þannig að maður veit ekki
hvernig þetta mun líta út í apríl á
næsta ári. Þetta fer algjörlega eft-
ir veðrinu og við höfum upplifað
frábært veður á vorin í
Vestmannaeyjum og þá hefur völl-
urinn verið í frábæru standi þegar
mótið er að hefjast. Við höfum líka
upplifað vont veður á vorin og þá
er erfitt að hjálpa vellinum að ná
sér góðum enda engin upphitun
undir honum. Það verður klárlega
minna mál að spila á vellinum
næsta haust en næsta vor, en þar
sem Hásteinsvöllur verður orðinn
að gervigrasvelli árið 2023 er
markmiðið núna að komast í gegn-
um næsta ár sem gerir verkefnið
aðeins auðveldara og minna um
sig. Þetta verður samt sem áður
mikil áskorun.“
Okkar völlur tilbúinn seinna
Oscar Clausen, formaður Leikn-
is úr Reykjavík:
„Þetta verður krefjandi verkefni
fyrir okkur í Leikni og í raun
meira krefjandi en fyrir önnur
graslið á höfuðborgarsvæðinu þar
sem við stöndum hærra en önnur
lið. Völlurinn okkar er því tilbúinn
seinna en hjá öðrum liðum en gras-
ið okkar er á sama tíma gott og
það hjálpar okkur mikið. Það verð-
ur heljarinnar áskorun að byrja
mótið svona snemma og það gæti
vel farið svo að við þyrftum að
spila fyrstu heimaleikina okkar á
gervigrasi. Þetta er líka áskorun
fyrir mótanefndina að stilla mótinu
upp með það til hliðsjónar að spila
fyrstu umferðirnar á gervigrasi,
sérstaklega ef veturinn verður
slæmur.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort breyta ætti reglum í
handknattleiknum til að opna fyrir þann möguleika að hægt
væri að fá tvö mörk fyrir að skora af löngu færi. Hvort sniðugt
væri að búa til línu eins og þriggja stiga línuna í körfuknatt-
leiknum.
Þriggja stiga línan breytti körfuknattleiknum mjög og til batn-
aðar að flestra áliti. Möguleikinn á að vinna upp forskot þarf að
vera fyrir hendi til að viðhalda spennu hjá áhorfendum.
Ég hef farið fram og til baka í huganum um hvort þetta væri
sniðugt í handboltanum. Afstaðan hefur sveiflast til eftir því
hvernig liggur á manni.
Dr. Hassan Moustafa, sem ávallt virðist ná endurkjöri sem
forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins, hefur ekki óskað
eftir því að ég skoði reglubreytingar í handboltanum. En ég geri
það nú samt.
Mér dettur í hug að áhugavert væri að gefa tvö mörk ef skorað
er frá eigin vallarhelmingi. Miðlínan er til staðar hvort sem er og
framkvæmdin einföld hvað það varðar. Þessi breyting myndi
gera það að verkum að það væri stærri ákvörðun fyrir þjálfara
að kippa markverðinum úr markinu.
Á síðustu árum hefur orðið algengara að menn grípi til þess
ráðs. Sumir spila einfaldlega sóknir sjö á móti sex en einnig er
algengt að markvörðurinn fari út af í sókn til að draga úr áhrif-
um af tveggja mínútna brottvísun.
Persónulega finnst mér óspennandi þegar langir kaflar í
leikjum snúast um hvort mönnum takist að skora í opið mark.
Breyting sem þessi myndi væntanlega draga úr að markverðir
séu teknir út af án þess þó að verið sé að banna liðum að beita
þessu. Þau væru einfaldlega að taka meiri áhættu en áður.
Eina sem ég hef gert við þessa hugmynd þar til nú er að bera
hana undir kunningja minn sem er með handboltaáhuga á loka-
stigi. Honum leist nokkuð vel á og skammaði mig alla vega ekki
fyrir þetta.
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Kórinn: HK – Fram........................... L13.30
Ásvellir: Haukar – KA/Þór.................. 15.30
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Dalhús: Fjölnir – Hörður....................... L14
Höllin Ak.: Þór – Valur U ...................... L15
Varmá: Afturelding U – Haukar U....... L16
Sethöllin: Selfoss U – Kórdrengir ......... S19
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Dalhús: Fjölnir/Fylkir – ÍBV U............. S14
TM-höllin: Stjarnan U – Grótta............. S14
Framhús: Fram U – Selfoss .................. S16
Origo-höllin: Valur U – HK U........... S19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
VÍS-bikar kvenna, 8-liða úrslit:
Ljónagryfjan: Njarðvík – Fjölnir ......... L17
TM-hellirinn: ÍR – Haukar .................... S15
Smárinn: Breiðablik – Hamar/Þór........ S16
MG-höllin: Stjarnan – Snæfell .......... S16.30
VÍS-bikar karla, 8-liða úrslit:
TM-hellirinn: ÍR – Þór Þ................... S19.15
MG-höllin: Stjarnan – Grindavík...... S19.30
1. deild karla:
Vallaskóli: Selfoss – ÍA...................... L19.15
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin:
Egilshöll: Fjölnir – SA ...................... L16.45
Egilshöll: Fjölnir – SA............................ S10
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Laugardalur: SR – SA ......................... 17.45
UM HELGINA!
Subway-deild karla
Vestri – Breiðablik ............................. 89:100
Keflavík – Tindastóll ............................ 93:84
Staðan:
Keflavík 9 8 1 807:738 16
Þór Þ. 9 7 2 863:803 14
Tindastóll 9 6 3 786:759 12
Grindavík 9 6 3 744:718 12
Valur 9 6 3 713:703 12
Njarðvík 8 5 3 751:678 10
KR 9 4 5 824:846 8
Breiðablik 9 3 6 960:944 6
Stjarnan 8 3 5 708:701 6
ÍR 9 3 6 788:822 6
Vestri 9 2 7 731:800 4
Þór Ak. 9 0 9 664:827 0
1. deild karla
Skallagrímur – Hamar....................... 104:85
Álftanes – Höttur ............................... 105:77
Hrunamenn – Sindri ............................ 90:93
Staðan:
Haukar 12 10 2 1223:919 20
Álftanes 12 9 3 1133:985 18
Höttur 10 8 2 993:851 16
Sindri 12 7 5 1094:1045 14
Selfoss 11 6 5 931:948 12
Fjölnir 11 6 5 980:1009 12
Skallagrímur 13 5 8 1099:1110 10
Hrunamenn 11 4 7 961:1061 8
Hamar 12 2 10 934:1112 4
ÍA 10 0 10 737:1045 0
1. deild kvenna
Fjölnir b – Stjarnan ............................. 38:76
Staðan:
ÍR 9 8 1 697:527 16
Ármann 9 7 2 745:582 14
Þór Ak. 9 6 3 655:571 12
KR 9 6 3 681:629 12
Aþena/UMFK 10 5 5 699:725 10
Snæfell 9 4 5 673:673 8
Hamar/Þór 9 4 5 645:658 8
Stjarnan 9 4 5 625:622 8
Tindastóll 9 3 6 667:704 6
Fjölnir b 9 2 7 508:679 4
Vestri 9 1 8 525:750 2
NBA-deildin
Memphis – LA Lakers....................... 108:95
Philadelphia – Utah............................ 96:118
San Antonio – Denver ...................... 123:111
>73G,&:=/D
Stjarnan átti ekki í teljandi vand-
ræðum með að sigra nýliða Aftur-
eldingar í Olísdeild kvenna í hand-
bolta í gærkvöldi, en lokatölur í
Garðabænum urðu 37:22.
Stjörnukonur voru með und-
irtökin allan leikinn og var staðan í
hálfleik 17:11.
Stjarnan, sem hefur unnið tvo
leiki í röð eftir þrjú töp í röð þar á
undan, er í fimmta sæti með átta
stig. Afturelding er hins vegar á
botninum, án stiga.
Anna Karen Hansdóttir skoraði
sjö mörk fyrir Stjörnuna og þær
Eva Björk Davíðsdóttir og Helena
Rut Örvarsdóttir gerðu sex hvor.
Tinna Húnbjörg Einarsdóttir varði
13 skot í markinu. Sylvía Björt
Blöndal skoraði sjö fyrir Aftureld-
ingu og Ólöf Marín Hlynsdóttir
fimm.
Öruggur
Stjörnusigur
Keflavík náði toppsæti Subway-deildar
karla í körfubolta á nýjan leik er liðið
vann öruggan 93:84-sigur á Tindastóli á
heimavelli í gærkvöldi. Keflavík var með
forystu allan leikinn, en munurinn varð
mestur 22 stig. Keflvíkingar voru með 18
stiga forskot fyrir lokaleikhlutann og voru
gestirnir ekki líklegir til að jafna eftir það.
Calvin Burks skoraði 22 stig fyrir
Keflavík. Sigtryggur Arnar Björnsson
skoraði 22 stig fyrir Tindastól.
Blikar unnu fallslaginn
Breiðablik kom sér tveimur stigum frá
fallsæti með 100:89-útisigri á Vestra, en
nýliðarnir voru báðir með fjögur stig fyrir
leikinn. Vestri er í ellefta og næstneðsta
sæti með fjögur stig, fjórum á undan
botnliði Þórs og tveimur á eftir Breiða-
bliki. Breiðablik fór upp að hlið ÍR og
Stjörnunni með sigrinum.
Everage Richardson fór á kostum en
hann skoraði 25 stig, tók 10 fráköst og gaf
10 stoðsendingar fyrir Breiðablik. Danero
Thomas gerði 26 stig.
Keflvíkingar aftur á toppinn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Toppsætið Keflavík fór upp í toppsætið
með sigri á Tindastóli á heimavelli í gær.
Þýskaland, Danmörk, Spánn og Brasilía
tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum
heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í
gær en leikið er á Spáni.
Öll eru með fimm sigra úr fimm leikj-
um á mótinu og í tveimur efstu sætum
milliriðla þrjú og fjögur.
Danska liðið, sem hefur unnið alla leiki
sína sannfærandi til þessa, hélt upp-
teknum hætti og vann afar öruggan
29:14-sigur á Tékklandi. Emma Friis
skoraði mest fyrir Danmörk eða fjögur
mörk. Í sama riðli vann Þýskaland 37:28-
sigur á Suður-Kóreu. Emily Bölk og Al-
ina Grijseels skoruðu átta mörk hvor fyr-
ir Þýskaland. Danmörk og Þýskaland
mætast í úrslitaleik um toppsæti millirið-
ils þrjú á morgun.
Spánn og Brasilía mætast í úrslitaleik
um toppsæti milliriðils fjögur. Brasilía
vann grannana í Argentínu með 24 mörk-
um gegn 19. Patrícia Matieli skoraði níu
mörk fyrir Brasilíu. Heimakonur á Spáni
unnu Króatíu 27:23. Alexandrina Barbosa
skoraði sex mörk fyrir spænska liðið.
Fjögur lið áfram með full hús
Ljósmynd/IHF
Danmörk Kathrine Heindahl sækir að
marki Tékklands í gærkvöldi.