Morgunblaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 39
DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt „ÞETTA VAR ÞÍN HUGMYND, EKKI SATT?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... þegar þú tjáir þig með hjartanu. MIKIÐ ER ÞETTA ÁHUGAVERÐ PADDA JÓN ELSKAR NÁTTÚRUNA JEMINN EN STÓR BRODDUR! ÁI! ÁI! ÁI! ÞVÍ MIÐUR ELSKAR HÚN HANN EKKI ÞESSI GAUR ER KUNNUGLEGUR HANN ER BÓKARINN OKKAR ÉG BORGA ALLA DRYKKI FRAM AÐ LOKUN! FYRRVERANDI BÓKARI! „ENGIN PRESSA, EN VIÐ BJÓÐUM UPP Á FJÖLBREYTTAR LEIÐIR TIL AÐ ÞVÆTTA FÉ Á SANNGJÖRNUM KJÖRUM.“ BANKI sneri mér alveg að því og hætti með saumastofuna. Ég held líka að ég hafi saumað yfir mig þegar ég eign- aðist tvíburana árið 2002 því ég snerti ekki saumavélina í 15 ár eftir það.“ Öldu finnst mun skemmtilegra að vinna við auglýsingar en kvikmyndir og hefur haldið sig við það. „Verk- efnin taka styttri tíma og ég vil sofa heima og vera hjá börnunum mínum. Svo hef ég í seinni tíð einnig unnið sem „casting director“,“ en það starf hefur verið þýtt sem prufuleikstjóri. Í því felst að velja fólkið í hlutverkin og finna fólk í auglýsingar. „Stundum fer þetta vel saman við að vera stílisti en stundum er það ekki hægt eins og í síðustu viku þeg- ar ég þurfti að finna 70 manns fyrir auglýsingu fyrir Happdrætti Há- skóla Íslands. Ég hefði ekki líka get- að verið að hanna búningana. Ég er líka komin á þann aldur að ég er far- inn að velja vinnutíma minn meira.“ Áhugamál Öldu eru ferðalög og að fara á tónleika. „Ég fer mjög mikið til Amsterdam, en það er uppáhalds- borgin mín ásamt París. Ég hef ekki komist mikið á tónleika í Covid en stefnan er að fara næsta sumar á Red Hot Chili Peppers í Barcelona. Ætlum að fljúga til Amsterdam nokkrir vinir og keyra síðan suður til Barcelona.“ Fjölskylda Börn Öldu eru Ágúst Ari Þóris- son, f. 10.11. 1989; klippari við kvik- myndir, búsettur á Álftanesi, Júlía Tómasdóttir, f. 17.5. 1997, stílisti, búsett í Grafarvogi, og tvíburarnir Marína Rós Öldudóttir, og Mikael Elí Ingason, f. 18.11. 2002, en þau búa hjá móður sinni á Álftanesi. Systkini Öldu eru Íris Dögg Guð- jónsdóttir, f. 26.11. 1985, símavörður á Landspítalanum, búsett á Álfta- nesi; Daníel Þór Guðjónsson, f. 2.1. 1986, vinnur við réttingar og bíla- málun, búsettur á Álftanesi. Foreldrar Öldu eru hjónin Guðjón Ágúst Sigurðsson, f. 15.8. 1954, bíla- málari, og Hjördís Vilhjálmsdóttir, f. 5.11. 1953, húsfreyja. Þau eru búsett á Álftanesi. Alda Björg Guðjónsdóttir Guðmundur Kristinn Hlöðver Jósepsson bifreiðarstjóri í Reykjavík Guðmunda Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Reykjavík Vilhjálmur Guðmundsson húsgagnabólstrari og leigubílstjóri á Álftanesi Alda Guðbjörnsdóttir saumakona á Álftanesi Hjördís Vilhjálmsdóttir húsfreyja á Álftanesi Ragnhildur Dagbjört Arngrímsdóttir húsfreyja í Hákoti á Álftanesi Guðbjörn Einarsson vörubílstjóri í Hákoti á Álftanesi Ágústa Júlíusdóttir húsfreyja á Ytri-Skógum og í Kvíslhöfða Guðjón Jónsson bóndi á Ytri-Skógum í Kolbeinsstaðahreppi, Hnapp., og í Kvíslhöfða í Álftaneshreppi, Mýr. Sigurður Kristjón Guðjónsson bílasmiður í Reykjavík Hildur Eiríksdóttir húsfreyja í Reykjavík Eiríkur Jónsson útvegsbóndi í Norðurkoti á Miðnesi Sveinbjörg Ormsdóttir húsfreyja í Norðurkoti á Miðnesi, síðar í Keflavík Ætt Öldu B. Guðjónsdóttur Guðjón Ágúst Sigurðsson bílamálari á Álftanesi Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Tengja karl og konu má, kannski líka fiska tvo. Tónar streyma tíðum frá. Á töðuvelli eru svo. Bergur Torfason svarar: Þótt fast menn hafi bundið bönd, böndin mörg þau rakna, þar traustust held ég handabönd, helst ég þeirra sakna. Og svo kemur ráðningin: Í hjónabandi eru Frissi og Fía. Tvo fiska í spyrðubandi ég sá. Djassbandið lék áðan lagið nýja. Menn lögðu í heyband sáturnar þá. Guðrún B. vísar hér til hins þekkta bands „Mothers of inven- tion“: Í hjónabandi hangið lengi sem hrognkelsi í spyrðubandi, dá Mæður* Zappa, mjúka drengi, og mörg heybönd á sínu landi. Þá er það lausnin frá Helga R. Einarssyni: Kollinum ég kem í stand, svo kíki á orðin hér. Sé hjóna-, hey- og spyrðuband og hljómsveit bandið er. Sigmar Ingason svarar: Hjónabandið entist ekki lengi. Úti hangir spyrðuband á rá. Bílskúrsbandið býr við erfitt gengi. Báru hestar heyband klökkum á. Hér kemur lausnin frá Hörpu á Hjarðarfelli: Tryggðabandi bundust hjónin. Með bandi spyrti fiska tvo. Segulbandið sendir tóninn. Sást heyband á velli svo. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Hjónabandið hér um ræðir. Hygg, að spyrðuband sé þá. Strákabandið gleði glæðir. Greini heyband velli á. Þá er limra: Sælt er á sólarströndum og sagt er, að hjónaböndum fjölgi þar ört og framtíð sé björt hjá ásthrifnum eldri löndum. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Úti fyrir hamast hríð, hörð er þessi vetrartíð, innivið í erg og gríð ég uni mér við gátusmíð: Þann á bæjarburst ég sá. Bunan vellur honum frá. Montinn er hann ekkert smá. Einatt má á byssu sjá. Fleiri lausnir verða í Vísnahorni á mánudag. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þau eru margvísleg böndin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.