Morgunblaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021
40 ÁRA Elísabet ólst upp í Reykjavík og
Gautaborg og býr í Úlfarsárdal í Reykja-
vík. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt
frá Háskóla Íslands og hefur lokið dipl-
ómunámi í gjörgæsluhjúkrun og jákvæðri
sálfræði. Elísabet vinnur á vökudeild
Barnaspítala Hringsins. „Áhugamálin eru
útivist, fjallganga og ferðalög. Ég fór t.d.
Laugaveginn í sumar.“
FJÖLSKYLDA Elísabet er í sambúð
með Bergsveini Jóhannessyni, f. 1971,
blikksmið. Sonur þeirra er Kolbeinn
Gauti, f. 2013. Elísabet á einnig dótturina
Matthildi Thalíu, f. 2008, og börn Berg-
sveins eru Auður Agla, f. 1992, og Jóhann-
es Tumi, f. 1999. Auður Agla á tvö börn. Foreldrar Elísabetar eru Sigríður
Ólafsdóttir, f. 1965, hönnuður og framhaldsskólakennari, bús. í Reykjavík, og
Ellert Gíslason, f. 1962, bifvélavirki, bús. í Kjós.
Elísabet Ellertsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þér hefur sjaldan vegnað jafnvel og
þessa dagana og ert að uppskera árangur
erfiðis þíns. Notaðu daginn til þess að vera
í félagsskap annarra.
20. apríl - 20. maí +
Naut Gerðu sjálfum þér eitthvað til góða í
dag því það er fyrir öllu að þú sért glaður.
Gerðu ráð fyrir löngum samræðum um erf-
iðleika fortíðarinnar.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú þarft að hafa mikið fyrir hlut-
unum sem er allt í lagi ef þú bara gætir
þess að skila vel unnu verki. Þú verður að
nýta tímann vel og halda þig við efnið.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú ert svo vinsæll að þér finnst þú
ekki þurfa að ganga í augun á neinum.
Reyndu að forðast árekstra og láttu mik-
ilvægar samræður bíða betri tíma.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Hafðu auga með öllum smáatriðum,
hvort sem þér finnst þau skipta einhverju
máli eða ekki. Ekki sniðganga þarfir þinna
nánustu núna.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Nú fer að sjá fyrir endann á því álagi
sem þú hefur búið við og þá máttu búast
við umbun erfiðis þíns. Gættu þess að
ganga ekki á hlut annarra.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Nú er rétti tíminn til að hrinda í fram-
kvæmd þeim áætlunum sem þú hefur svo
lengi unnið að af kostgæfni. Eitthvað
óvænt gerist og veitir þér mikla ánægju.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú ert hrókur alls fagnaðar og
allir vilja vera nálægt þér. Nýtt fólk hefur
eitthvað fram að færa – hugsanlega ást.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Líttu í kringum þig og leyfðu
þér að njóta þess sem heimurinn hefur upp
á að bjóða. Stundum gerast hlutirnir þegar
maður á síst von á þeim.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú hefur nóg að gera í fé-
lagslífinu og nýtur þess að eiga góða vini.
Reyndu að skipuleggja þig þannig að þú
getir nýtt tíma þinn sem best.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú átt ekki í neinum vandræð-
um með að inna af hendi þau verkefni sem
þér hafa verið falin. Láttu slag standa.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú færð uppörvandi fréttir, sem
jafnframt leiða til þess að þú þarft að gera
skynsamlegar áætlanir. Einbeittu þér að
heimili og fjölskyldu.
og saumaði föt m.a. fyrir verslunina
Fríðu og dýrið. Árið 2000 fór ég svo
líka út í stíliseringu.“
Alda er sögð einn fremsti stílisti
landsins, en stílisti sér um að velja
föt og fleira á fólk sem kemur fram í
auglýsingum eða kvikmyndum, og
„Það átti nú ekki vel við mig, próf-
aði það í eitt ár. En eftir það fór ég
að sauma, rak saumastofu ásamt
tveimur vinkonum mínum, sá um
viðgerðir fyrir búðir á Laugaveg-
inum og saumaði og hannaði eigin
línu, sem hét Bleikur, en ég hannaði
A
lda Björg Guðjónsdóttir
fæddist 11. desember
1971 í Reykjavík og ólst
þar upp fyrstu fimm ár
ævinnar. Frá fimm til
átta ára bjó hún í Kópavogi.
„Ég fór samt í Langholtsskóla því
mamma mín vann á Langholtsveg-
inum á saumastofu ömmu minnar og
afa svo ég dvaldi þar öllum stundum
eftir skóla að hjálpa til. Ég pakkaði
ullarpeysum sem voru að fara utan í
sölu og hjálpaði til á saumastofunni.
Ég fæ algjöra endurupplifun til
þessara góðu tíma þegar ég finn lykt
af blautri ull því á saumastofunni var
ullin unnin frá þræði; ofin, þvegin,
þurrkuð, kembd og svo sniðin og
saumuð. Þarna lærði ég að sauma.“
Alda fór ekki í sveit, en foreldrar
hennar fóru um hverja helgi á tíma-
bili í Kvíslhöfða á Mýrum þar sem
systir föðurafa hennar bjó. „Við vor-
um í hjólhýsi og þetta voru skemmti-
legar ferðir í sveitina þó svo að ég
hafi verið skíthrædd og hlaupið inn
þegar beljurnar komu heim. Er enn
smá hrædd við beljur.“
Þegar Alda var átta ára flutti fjöl-
skyldan á Álftanes en Alda er Álft-
nesingur aftur í ættir; langafi henn-
ar og langamma bjuggu í Hákoti.
„Foreldrar mínir búa á Álftanesi og
systkini, og þegar foreldrar mínir
byggðu hús fyrir langömmu mína
eftir að langafi dó, þá bjó hún og
systir hennar hjá okkur um tíma
þegar ég var unglingur. Ég ólst því
upp að hluta með þeim og spilaði við
þær rommí og vist.“
Alda gekk í Álftanesskóla þangað
til Garðaskóli tók við á unglings-
árunum og þaðan fór hún í Fjöl-
brautaskólann í Garðabæ. „Félags-
lífið átti meira við mig en skólinn
sjálfur svo ég kláraði ekki skólann.
Ég fór þá að vinna á pítuveitingastað
17 ára. Á þessum tíma var ég líka
ólétt að fyrsta barni mínu, Ágústi
Ara. Eftir að hann fæddist vann ég í
Hagkaup í Kringlunni, ásamt því að
vera þjónn á Veitingastaðnum
Tjörninni og á Skuggabarnum um
helgar.“ Hún prófaði síðan að vera
dagmamma eftir að hún eignaðist
dótturina 1997 til að geta verið
meira heima.
vinnur þá náið með leikstjóra eða
ljósmyndara við að finna rétta útlitið.
„Vinnudagurinn hjá mér var þann-
ig að ég byrjaði daginn á að bera út
póst, vann svo á saumastofunni og
síðan sem stílisti. En svo fannst mér
svo skemmtilegt að vera stílisti að ég
Alda B. Guðjónsdóttir stílisti – 50 ára
Börnin Mikael, Jökull, Júlía, Tinna, Ágúst og Marína, en Jökull og Tinna eru tvö af þremur börnum bróður Öldu.
Fór úr hönnun í stíliseringu
Fjölskyldan Alda og börn stödd á Ibiza árið 2018. 50 ára Alda B. Guðjónsdóttir.
Til hamingju með daginn
Mosfellsbær Helena Ósk Trausta-
dóttir fæddist 19. júlí 2020 í Reykja-
vík. Hún vó 4.112 g og var 53,5 cm
löng. Bróðir hennar er Ásgeir Jarl
Traustason, f. 2014. Foreldrar hennar
eru Sunna Karen Ingvarsdóttir og
Trausti Sigurðsson.
Nýr borgari
STÆRÐIR 1428
Sundkjóll
15.990 kr
Stærðir 42-56
Bikiní haldari
8.990 kr
C-H skálar
Bikiní haldari
8.990 kr
Stærðir 42-54
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
veg
ey
.
.
.