Morgunblaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021 Krunk Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn, segir í kvæðinu. Þessi var spakur við Hörpu í gær. Eggert Þegar ég stýrði öldr- unarþjónustu í Reykja- vík voru margir, líkt og nú, sem vildu reglulega gefa mér góð ráð. Sér- staklega þótti mér vænt um fyrstu heilræðin sem eldri íbúi veitti mér af þeirri visku sem hún hafði safnað í gegn um árin. Þau voru að passa að vera alltaf að hreyfa mig, safna peningum og aldrei gleyma að halda áfram að læra og sérstaklega viðhalda tækniþekk- ingu minni, því það myndi skipta sköpum í öllum samskiptum til fram- tíðar. Ég hef reynt að fylgja þessum þremur heilræðum í eigin lífi, en þau nýtast mér einnig til að hugsa hvern- ig sveitarfélög geta sem best hugað að sínu eldra fólki. Ísland er að eldast og við erum í meira mæli að gera okk- ur grein fyrir að þarfir eldri borgara eru mjög mismunandi. Við því þarf að bregðast. Hreyfum okkur Sveitarfélög eru mjög dugleg að hvetja ungt fólk til íþróttaiðkunar. En hreyfing er mikilvæg alla ævi, líka þegar komið er á efri ár. Íþróttafélög, líkamsræktarmiðstöðvar og fé- lagsmiðstöðvar borgarinnar bjóða upp á skipulagða hreyfingu fyrir eldra fólk. En við þurfum að ná til enn fleiri og finna nýjar leiðir til að hvetja fólk á öllum aldri til virkni og hreyf- ingar. Nýtt lýðheilsumat í Reykjavík sýnir að með Covid dró úr líkams- þjálfun eldra fólks. Það er þróun sem þarf að snúa við. Söfnum peningum Hvað varðar annað heilræðið, að safna peningum, þá vitum við að ýmis áföll geta komið upp á í lífinu og ekki allt eldra fólk sem hefur getað safnað sjóðum. Þetta þurfum við sér- staklega að hafa í huga þegar við skipuleggjum fjölbreytt búsetu- úrræði. Fjölmargir vilja vera áfram í eigin hús- næði en aðrir vilja minnka við sig eða flytja úr húsnæði til að losna við stiga. Þá eru aðrir sem vilja eða þurfa að flytja í hús- næði í nálægð við meiri sérhæfða þjónustu. Hér þarf að tryggja gott úrval leiguhúsnæðis fyr- ir eldra fólk, sem getur t.d. verið byggt upp af stéttarfélögum eða bú- setufélögum. Lærum alla ævi Það hefur orðið mikil þróun í vel- ferðartækni í borginni fyrir eldra fólk, ekki síst með Covid. Meðal nýj- unga eru skjáheimsóknir heimaþjón- ustunnar, þar sem spjaldtölvur standa öllum notendum til boða. Tryggt er að lítillar sem engrar tæknikunnáttu er krafist til að nýta sér tæknina, en á félagsmiðstöðvum borgarinnar hefur verið boðið upp á tölvufærninámskeið, til að allir geti nýtt sér þá snjalltækni sem er að ryðja sér til rúms. Með aukinni staf- rænni þróun verður enn mikilvægara að tryggja að enginn sitji þar eftir. Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur » Sérstaklega þótti mér vænt um fyrstu heilræðin sem eldri íbúi veitti mér af þeirri visku sem hún hafði safnað í gegn um árin. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Heilræði eldra fólks Jólabókaflóðið er skollið á, nú af talsvert meiri krafti en fyrir fá- einum árum þegar bókaútgáfa hafði dreg- ist verulega saman. Sú þróun var óæskileg af mörgum ástæðum enda er bóklestur upp- spretta þekkingar og færni. Ísland er sagna- þjóð og segja má að fyrsti þekkingarkjarninn hafi mynd- ast við ritun konungasagna, eddu- kvæða, Sturlungu og Heimskringlu Íslendingasagna á 12. öld og 13. öld. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þessi ritun hafi lagt sterkan grunn að tungumálinu okkar. Það er hlutverk okkar allra að hlúa að því á þessum tímum örra tækni- og samfélags- breytinga. Gamla klisjan um að Íslendingar séu og eigi að vera bókaþjóð er skemmtileg, en dugar ekki ein og sér til að tryggja blómlega bókaútgáfu og lestur. Viðskiptalegar forsendur þurfa líka að vera fyrir hendi. Þess vegna réðust stjórnvöld í marg- þættar aðgerðir til að snúa við nei- kvæðri útgáfuþróun og stuðla þannig að auknum lestri. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér 25% endur- greiðslur vegna bókaútgáfu á ís- lensku, styrkingu listamannalauna, eflingu bókasafna og stofnun barna- og ungmennabókasjóðs. Þannig hef- ur útgefnum bókatitlum fjölgað um 36% frá árinu 2017 og fyrir vikið get- ur bókaþjóðin státað af mikilfeng- legri flóru bókmennta af öllu mögu- legu tagi, fyrir aldna sem unga. Mikilvægi lesturs Það er óumdeilt að bóklestur eyk- ur lesskilning barna, þjálfar grein- ingarhæfileika þeirra, einbeitingu og örvar ímyndunaraflið. Bók- lestur örvar minnis- stöðvar hugans, hjálp- ar okkur að skilja heiminn og tjá okkur. Allt ofangreint – og margt fleira – undirbýr börnin okkar fyrir framtíðina, sem enginn veit hvernig verður. Framtíðarfræðingum ber þó saman um að sköpunargáfa sé eitt- hvert besta veganestið inn í óvissa framtíðina ásamt læsi af öllu mögu- legu tagi; menningarlæsi, talna-, til- finninga- og fjármálalæsi svo dæmi séu nefnd. Hlutverk samfélagsins, með heimili og skóla í fararbroddi, er að hjálpa skólabörnum nútímans að rækta þessa eiginleika í bland við gagnrýna hugsun, dómgreind, lær- dómsviðhorf og þrautseigju. Þar dugar ekki að hugsa til næstu fimm eða tíu ára, því börn sem byrjuðu skólagöngu sína í haust geta vænst þess að setjast í helgan stein að loknum starfsferli árið 2085. Þetta stóra samfélagsverkefni verður ekki leyst með útgáfu bóka á íslensku einni saman, en hún er mik- ilvæg forsenda þess að börn nái að tileinka sér nauðsynlega framtíðar- færni. Þess vegna er svo mikilvægt að börn hafi aðgang að fjölbreyttu úrvali bóka og annars lesefnis á sínu móðurmáli og þeim peningum sem ríkið ver í stuðning við bókaútgef- endur er vel varið. Það er einlæg sannfæring mín að hún muni ávaxta sig vel í höndum, huga og hæfi- leikum þeirra sem lesa. Endurgreiðsla hluta kostnaðar við útgáfu bóka Lög um stuðning við útgáfu bóka á íslensku tóku gildi hinn 1. janúar 2019. Markmið laganna er að efla út- gáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við út- gáfu bóka á íslensku. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi bókaútgef- enda hefur skráðum titlum fjölgað, samkvæmt skráðum titlum í Bóka- tíðindum ársins 2021. Um er að ræða umtalsverða fjölgun frá því á síðastliðnu ári, en hún skýrist meðal annars af aukinni útgáfu á hljóð- og rafbókum, ungmennabókum og þýddum skáldverkum og fræðibók- um. Frá árinu 2017 hefur heildar- fjöldi útgefinna titla farið úr 726 í 985 á árinu 202. Listamannalaunum fjölgað Samkvæmt lögum nr. 57/2009 um listamannalaun veitir Alþingi árlega fé af fjárlögum til starfslauna lista- manna í þeim tilgangi að efla list- sköpun í landinu. Launasjóður rit- höfunda veitir árlega starfslaun og styrki sem svara til 555 mánaðar- launa skv. lögunum. Í fjár- aukalögum fyrir árið 2020 var veitt 250 m.kr. framlag til fjölgunar lista- mannalauna. Starfslaun rithöfunda árið 2020 svöruðu þannig til 763 mánaðarlauna. Árið 2021 nam hækkunin 225 m.kr. og starfslaun til rithöfunda svöruðu til 646 mán- aðarlauna. Barna- og ungmenna- bókasjóðurinn Auður Með samþykktri þingsályktun um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi árið 2019 var komið á lagg- irnar sérstökum barna- og ung- mennabókasjóði innan bókmennta- sjóðs, sem styrkir útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku. Sjóðurinn fékk heitið Auð- ur og er tilgangur hans að auðga og efla útgáfu vandaðra bóka fyrir yngri lesendur. Frá tilkomu sjóðsins hefur verið úthlutað um 24 m.kr. til 75 verka. Höfundagreiðslur fyrir afnot á bókasöfnum auknar Samkvæmt lögum um bókmenntir nr. 91/2007 eiga höfundar, sem eru ríkisborgarar eða búsettir í landi innan Evrópska efnahagssvæðisins, rétt á greiðslum fyrir notkun bóka þeirra á bókasöfnum, sem eru rekin á kostnað ríkissjóðs eða sveitar- félaga, af árlegri fjárveitingu Al- þingis fyrir afnot á bókasöfnum. Framlög í bókasafnssjóð höfunda hafa verið aukin verulega síðustu árin í samræmi við aðgerðaáætlun um þingsályktun um íslensku. Árið 2019 námu framlögin 76 m.kr. og hækkuðu í 125 m.kr ári síðar og eru nú 197 m.kr. Sjóðurinn úthlutar greiðslum vegna afnota á bókasöfn- um til rithöfunda, þýðenda, mynd- höfunda og annarra rétthafa í sam- ræmi við útlán. Hækkunin kemur til móts við óskir höfunda um sann- gjarnari greiðslur fyrir útlán á bókasöfnum. Jafnframt voru reglur um greiðslur fyrir afnot á bókasöfn- um endurskoðaðar og staðfestar af ráðherra 16. febrúar 2021. Helsta breytingin er að nú fá rithöfundar einnig greitt vegna útlána Hljóð- bókasafns Íslands. Greiðslur vegna útlána hvers árs eru greiddar út í maí árið eftir. Bókasafnasjóður endurvakinn Bókasöfnin í landinu eru sam- félagslega mikilvæg, meðal annars sem jöfnunartæki og þekkingar- veitur en þau veita aðgang að fjöl- breyttu efni sem fólk á öllum aldri nýtir sér. Bókasafnasjóður styrkir skilgreindar rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bóka- safna- og upplýsingamála og einnig heimilt að styrkja önnur verkefni til að efla faglegt samstarf bókasafna. Framlög í sjóðinn á árinu 2021 eru 25 m.kr. Samfélags- og tæknibreytingar hafa ekki stöðvað jólabókaflóðið í ár, frekar en fyrri ár. Þvert á móti er straumurinn nú þyngri en áður og flóðið hefur skolað á land ómetan- legum fjársjóði. Ég hlakka til að njóta á aðventunni og hvet fólk til að setja nýja íslenska bók í jólapakk- ann í ár, bæði til barna og fullorð- inna. Eftir Lilju Alfreðsdóttur »Ég hlakka til að njóta á aðventunni og hvet fólk til að setja nýja íslenska bók í jólapakkann í ár Lilja Alfreðsdóttir Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Það er jólabókaflóð Heildarfjöldi útgefinna titla Prentaðar, hljóð- og rafbækur 0 200 400 600 800 1000 ’21’20’19’18’17 726 795 842 861 985

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.