Morgunblaðið - 24.09.2021, Page 4

Morgunblaðið - 24.09.2021, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 Á stralski arkitektinn Lisa Breeze fékk það verkefni að endurhanna hús sem byggt var í kringum 1940. Hún ákvað að halda í gamla stílinn en útfæra hann á nútímalegan hátt. Eitt skemmtilegasta rýmið í húsinu er eldhúsið en það skartar myntugrænni innréttingu þar sem bogadregnar línur fá að njóta sín. Eldhúsinnréttingin minnir á árin í kringum 1940 en þó með nútímalegu yfirbragði. Á innréttingunni eru all- ar höldur miðjustilltar og því ekkert höldufyllerí í gangi. Til þess að fegra eldhúsið enn þá meira er marmaraborðplata og marmari upp á vegg. Breeze sótti innblásturinn í innréttingahönnunina í upp- runalegu innréttinguna sem var í eldhúsinu áður. Á gólfinu eru Terrazzo-flísar sem tóna vel við myntugræna litinn og marm- arann. Í eldhúsinu er heildarmyndin falleg og hressandi til- breyting frá svörtum og hvítum kassalega eldhúsum. Síðastliðinn áratug hafa kassalaga naum- hyggjuleg eldhús verið vinsæl. Það á ekki bara við um Ísland heldur heiminn í heild sinni. Þegar við sjáum mikið það sama þá er alltaf hressandi að uppgötva nýja arkitekta sem hugsa öðruvísi. MartaMaría | mm@mbl.is Myntugræni liturinn fer vel við marmarann á borðplötunni og á veggjunum. Í eldhúsinu er gott skápapláss á þessum skápavegg. SMEG-ísskápurinn passar vel við þemað í eldhúsinu. Myntugræn eldhúsparadís Takið eftir bogalínunni á marmaranum á veggnum. Bogadregnar línur fá að njóta sín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.