Morgunblaðið - 24.09.2021, Page 18

Morgunblaðið - 24.09.2021, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 Betri svefn með Lín Design www.lindesign.is Halldóra Traustadóttir ráðgjafi og verkefnastjóri á einstaklega bjart og skemmtilegt heimili. H eimilið skiptir mig miklu máli. Ég flutti hingað í Hlíðarnar í byrjun sumars úr Foss- voginum þar sem ég bjó áður í fallegu Man- freðs-raðhúsi. Það skiptir mig máli að heim- ilið sé fallegt, bjart og hlýlegt og að þar sé gaman að taka á móti gestum en líka gott að hafa það huggulegt með fjölskyldunni. Ég hef gaman af því að elda og vil geta boðið mörgum í mat. Mér finnst líka mik- ilvægt að öll rýmin i íbúðinni séu vel nýtt hvert á sinn hátt. Ég féll fyrir þessari íbúð því hún tikkaði í öll þessi box auk þess sem staðsetningin skoraði mjög hátt hjá mér. Hlíðarnar eru svo miðsvæðis og nálægðin við miðbæinn er það sem ég sækist eftir.“ Litirnir sem valdir voru inn á heimilið eru klassískir og hlýir og passa vel við íbúðina. „Ég fékk Halldóru Vífilsdóttur arkitekt og vinkonu „Ég féll alveg fyrir stóra glugganum í stofunni“ Halldóra Traustadóttir, stefnumótunarráðgjafi og verkefnisstjóri, hefur verið meira heima en áður vegna vinnu. Hún á einstaklega fallegt og stílhreint heimili sem er fullt af alls konar listaverkum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is 5 SJÁ SÍÐU 20 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Borðstofuborðið er úr Tekk/Habitat og hefur fylgt mér lengi,“ segir Halldóra. Stóllinn við gluggann er að jafnaði notaður fyrir lestur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.