Morgunblaðið - 24.09.2021, Qupperneq 28
Ragna Sif Þórsdóttir hefur tekið að sér alls konar verkefni
undanfarin ár, bæði tengt hótelum, veiðihúsum, heimilum og
sumarbústöðum. Hún er einnig að ljósmynda en ásamt því að
vera listlærð þá lærði hún ljósmyndun í Ljósmyndaskólanum á
sínum tíma.
„Það eru nokkur verkefni í farvatninu sem eru að fara af
stað nú í byrjun vetrar sem snúa öll að innanhússkipulagi og
hönnun. Ég er oft fengin í alls konar endurbætur og endur-
hugsun á skipulagi og útfærslum enda er ég frekar lausna-
miðuð og hef meira gaman af því að blanda saman gömlu og
nýju og skapa fallega heildarmynd en að kaupa allt nýtt. Það
hentar mörgum og hefur sinn stað í þessum hönnunarheimi
hér.“
Hvernig lýsir þú heimilinu þínu?
„Heimilið er mjög fjölbreytilegt hvað varðar innanstokks-
muni og í raun stíl. Hér ægir öllu saman sem mér og okkur
hjónum finnst skemmtilegt eða fallegt. Heimilið er bjart og
opið en samt eiga hlutir og rými sinn stað, en á kvöldin mætti
segja að það sé frekar „moody“ en þá erum við alltaf með loft-
ljós á lægstu stillingu og notum frekar lampa og kveikjum á
kertum í skammdeginu.“
Hvaða svæði í húsinu notar þú mest?
„Við notum stofuna langmest. Bæði vinn ég þar mikið og
svo sitjum við í stofunni á kvöldin að spjalla, skoða netið eða
vinna og horfum svo kannski á einn þátt og þá bara í tölvunni
með öðru auganu. Því við erum ekki með sjónvarp í stofunni.
Svo er eldhúsið auðvitað mikið notað.“
Finnur notaða gersemi víða
Ertu búin að vera að gera eitthvað fyrir heimilið að und-
anförnu?
„Nei ég er ekkert mikið að breyta nema ef ég hafi fundið
einhverja gersemi einhvers staðar og þá helst eitthvað „se-
cond hand“ en þá kannski þarf eitthvað að víkja eða færast að-
eins til. Við máluðum borðstofuna fyrir jólin í fyrra. Mér
fannst hún frekar kuldaleg svona hvít eins og hún var. Múr-
steins-rauðbrúnn varð þá fyrir valinu og hann hefur farið
ágætlega í okkur en ég mála hana kannski aftur fyrir næstu
jól. Svo kaupi ég helst blóm, sem getur verið túlipanar í Bónus
eða pottaplanta í Bauhaus og svo spari þá fer ég í fallegustu
blómabúð landsins að mínu mati, sem er 4 árstíðir.“
Hvað hafið þið búið lengi á þessum stað?
„Við erum búin að vera hér í rúm sex ár. Við fengum afhent-
an hvítan steypukassa og eyddum svo um það bil þremur til
fjórum mánuðum í að standsetja eftir okkar höfði. Það var
mjög skemmtilegur tími enda alltaf gaman að teikna og hanna
fyrir sjálfan sig og finna út hvað maður sjálfur kann að meta
og vill hafa í kringum sig.“
Áttu þér uppáhaldsmatarstell?
„Ég er alin upp við mjög fallegt og einfalt hvítt sparimat-
arstell með gyltri rönd á brúnum sem er alltaf í uppáhaldi hjá
mér. Mamma mín heitin keypti það þegar hún og pabbi voru
að byrja að búa og hún vann sem flugfreyja. Held að hún hafi
keypti það í Macy’s í New York á sínum tíma sem var aðal-
búðin hjá ungu flugfreyjunum á sjöunda áratugnum.
Ég erfði svo Spode frá föðursystur minni henni Maríu þegar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í stofunni er heildarmyndin falleg. Bekkurinn
upp við vegginn kemur úr IKEA en sófaborðið
á sér sögu. Ragna fann marmaraplötuna í
Samhjálp á sínum tíma og úr varð stofuborð.
Stofuborðið fer vel við myntugræna sófann og
listaverkin á dökkblágráa veggnum.
Ragna Sif býr yfir einstökum hæfileikum til að
blanda saman litatónum sem mynda konunglegan
sjarma. Málverk keypt af listakonu í New York.
Listakonan var úti á götu að selja verkin sín.
Ljósmyndarinn heillast af verkum Annie Leibovitz
eins og sést hér. Málverkið er frá 1953 og er ætt-
argripur eftir Matthías listmálara.
„Heimilið er mjög
fjölbreytilegt hvað
varðar innanstokks-
muni og í raun stíl“
5 SJÁ SÍÐU 30
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021