Morgunblaðið - 24.09.2021, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
hún féll frá og ég elska að nota það um jólin og við önnur há-
tíðleg tækifæri. Það fylgja því góðar minningar en það er svo
skemmtilega ýkt svona „cobal“ blátt og hvítt með bresku
sveitasælunni áprentaðri. Þetta eru mjög ólík stell sem ég
elska bæði.“
Er hálfgerð diskókúla
Hvað með húsgögn, teppi og fleira?
„Ég er hálfgerð diskókúla og elska ýmsa stíla og tímabil og
finnst nauðsynlegt að blanda saman áferðum. Svo fylgir mér
smá drama glam og jafnvel fortíðarþrá. Sem dæmi ljós og sitt-
hvað fleira sem ég þekki frá því ég var barn, það á sér sinn
stað hjá mér.
Eldhúsið hjá okkur ber þess sem dæmi alveg merki en það
er smá flash-í og dramatískt. Þar erum við með reykta eik,
70’s reyklitað mynstrað gler, messinghöldur sem ég lét skera
út, svartan marmara og fleira.
Þegar við fluttum hingað langaði mig alveg svakalega að
skipta um sófa, þar sem við vorum með gamalt 60’s-sett sem
ég hafði einmitt keypt í Góða hirðinum árið 2000. Ég hafði lát-
ið bólstra hann með ljósu „bouclé“-áklæði sem ég leitaði af á
sínum tíma logandi ljósi í einhverjum smábæjum í Bandaríkj-
unum og fann á endanum. Þá vorum við búsett þar og vorum
að á leiðinni að flytja okkur heim.
Við splæstum í sófa og einnig borðstofuborð frá Versmissen
í Heimili og hugmyndum. Sófinn er miklu þyngri og jarð-
tengdari en létti 60’s-sófinn sem er eitthvað sem mér fannst
þetta hús þurfa.
Við seldum sem sagt gamla sófan en héldum stólunum og
létum yfirdekkja aftur með svörtu mohair-flaueli. Við sitjum á
hverjum degi í þessum stólum en þeir eru örugglega mest not-
uðu húsgögnin á heimilinu að undanskildu rúminu. Annars
ægir öllu saman hér, nýlegt og gamalt í bland. Við eigum mik-
ið af gömlu dóti sem ég hef erft og einnig hefur Góði hirðirinn,
Samhjálp, Bland og IKEA komið sterkt inn.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Speglarnir við legubekkinn draga bleika litinn af málverkinu inn í
myndina. Spegillinn og legubekkurinn eru frá Heimili og hugmyndum.
Stórir gluggar hleypa birtunni inn.
„Ég er hálfgerð diskókúla og
elska ýmsa stíla og tímabil og
finnst nauðsynlegt að blanda
saman áferðum. Svo fylgir
mér smá drama glam og
jafnvel fortíðarþrá“
5 SJÁ SÍÐU 32