Morgunblaðið - 24.09.2021, Page 34
H
úsið er sögufrægt en það var
hannað af hinum heimsfræga
arkitekt Richard Neutra, sem
hannaði mörg af glæsilegustu
húsunum í Suður-Kaliforníu.
Þetta hús stendur á einstökum stað með út-
sýni yfir Nichols Canyon en Neutra sér-
valdi lóðina með þetta hús í huga og er það
eitt af fyrstu húsunum sem hann teiknaði á
þessu svæði. Risastórir gluggar, flöt þök og
fallegar verandir eru einkennandi fyrir hans
hönnun. Húsið hafði þó farið í gegnum alls
konar ferli síðan það var byggt og var lítið
eftir af sjarma hönnunar Neutra þegar eig-
andi hússins festi kaup á því fyrir nokkrum
árum.
Var komið langt frá upprunanum
Þetta hús var hannað í kringum 1940 og
lögðu Erla Dögg og Tryggvi ofuráherslu á
að koma húsinu í nútímalegt horf. Erla
Dögg segir að húsið hafi gengið í gegnum
mjög miklar breytingar í gegnum tíðina og
þegar þau tóku við verkefninu var búið að
bæta annarri hæð ofan á húsið. Það var því
lítið eftir að upprunalegum sjarma og var
búið að hlaða á húsið Hawaiian Tiki Tiki
hönnun eins og Erla Dögg kallar það.
Erla Dögg og Tryggvi eru þekkt fyrir
sína stílhreinu hönnun og þegar þau voru
búin að fara höndum um húsið var það eins
og nýtt.
Einstakt flæði
Á neðri hæðinni liggja eldhús og stofa
saman í sameiginlegu rými og það sem ger-
ir húsið einstaklega sjarmerandi er heill
gluggaveggur sem gengur þvert yfir stof-
una. Hægt er að opna húsið upp á gátt
þannig að innisvæði og útisvæði verða að
einu. Garðurinn í kringum húsið er ein-
stakur. Fyrir utan útisundlaugina sem er í
garðinum þá er garðurinn svo gróinn að
hann er eins og einkagarður.
Eldhús frá Boffi
Eldhúsinnréttingin er frá ítalska gæða-
merkinu Boffi. Eldhúsið samanstendur af
stórum skápavegg sem er úr bæsaðri eik og
eyju sem hefur að geyma stórt helluborð og
vask. Gróf viðarborðplata prýðir eyjuna en
hægt er að sitja við hana og nota sem eld-
húsborð.
Garðurinn í kringum húsið er
einstakur. Þar er sundlaug og
góð aðstaða til að njóta alls
góða veðursins. Sófarnir í
garðinum voru keyptir í IKEA.
Íslenskur ævintýra-
heimur í Holly-
wood-hæðum
Íslenska arkitektastofan Minarc, sem rekin er af Erlu
Dögg Ingjaldsdóttur og Tryggva Þorsteinssyni, fékk
það verkefni að hressa upp á einbýlishús sem stendur
í hæðum Hollywood í Los Angeles í Bandaríkjunum.
MartaMaríamm@mbl.is
5 SJÁ SÍÐU 36
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021