Morgunblaðið - 24.09.2021, Page 38
Erla Dögg og
Tryggvi reyndu
að gera húsið
eins flæðandi og
hægt var.
Flísarnar á útiveggnum minna á hippatímann og
auka gleðina þegar horft er á húsið úr garðinum.
Tveir vel vandaðir og
mikið notaðir leðurstólar
fara vel við glansandi
borð og risastórt mál-
verk. Takið eftir að vegg-
irnir eru flestir hvítmál-
aðir, sem fer vel við öll
listaverkin í húsinu.
Í hjónaberginu er risastórt
listaverk eftir Helga Þorgils
Friðjónsson. Það fer vel við
lampana frá Artemide.
Þegar Erla Dögg er spurð hvað hafi verið
skemmtilegast við þetta verkefni segir hún
að það hafi verið kúnnarnir eða eigendur
hússins. Hún nefnir sérstaklega að þau hafi
einstakan smekk og því hafi samstarfið við
þau verið ánægjulegt.
Þegar Tryggvi er spurður að því hvað
þau hjónin séu ánægðust með í húsinu
nefna þau flæðið í húsinu. „Það er listin að
láta innisvæði og útisvæði renna saman í
eitt. Þetta er hús listarinnar og geymir
ofsalega fallega list og einstök húsgögn,“
segir hann.
Þegar Erla Dögg og Tryggvi eru spurð
hver hafi verið mesta áskorunin í þessu
verkefni segja þau að það hafi verið að auka
flæðið í húsinu og gera allt einfaldara. Þau
eru á fullu í alls konar spennandi verk-
efnum þessa dagana og þegar ég spyr þau
um hvað fólk vilji helst núna þegar kemur
að heimilum nefna þau heimaskrifstofu, liti,
list og líf.
Hönnunin á svalahurð-
inni á efri hæðinni er
mjög svöl eins og sést
á þessari mynd!
Ljósmyndir/Minarc
Svarthvítar
myndir og
styttur eru
mikil prýði.
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
Erla Dögg og Tryggvi sækja mikið til Ís-
lands þegar þau hanna heimili. Hér má sjá
svartar flísar sem minna á eldfjöll og fara
vel við vaskinn sem er hvítur og einfaldur.