Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
S
íðustu dagar í kosningabaráttunni eru vinna frá
morgni til kvölds. Þannig að maður er ekki eins mik-
ið heima að njóta sín og áður.“
Hvað getur þú sagt mér um heimilið þitt?
„Sagan segir að húsið sem ég bý í sé á meðal
fyrstu raðhúsanna í Reykjavík.
Þau voru byggð með því efni sem var tiltækt og því er bæði
munur milli raðanna hér fyrir norðan og sunnan og einnig efn-
ismunur á milli húsa. Það er frekar augljóst hvernig var sparað
í pípulögnum þar sem ofnar eru staðsettir á óhefðbundnum
stöðum. Steypan er vel blönduð með grjóti og það þarf alvöru
bor til þess að gera göt í veggina hérna.“
Hvað er gott heimili í þínum huga?
„Gott heimili er með pláss og frið til að sofa og borða.“
Hvernig geta stjórnmálamenn barist fyrir betri húsakosti al-
mennings í landinu?
„Með því að gera sér grein fyrir því að það er skortur á íbúð-
um sem þýðir að fólk býr lengi í foreldrahúsum og í ósamþykktu
og óöruggu húsnæði. Há leiga og húsnæðisverð sem hækkar
hraðar en flestir geta safnað upp fyrir án aðstoðar er raunveru-
leikinn í dag og þarf að leysa það.“
Sinna húsverkunum saman
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn heima?
„Uppáhaldsstaðurinn minn er í stofunni hjá plötuspil-
aranum.“
Hverju sinnir þú á heimilinu?
„Við hjónin sinnum húsverkunum saman. Það er engin verka-
skipting hjá okkur. Ég kem yfirleitt krökkunum í skólann á
morgnana og hef oftar sett í þvottavél undanfarið og minna ver-
ið að elda.“
Dreymir um hengirúm
Ertu með ákveðnar skoðanir á því hvernig heimilið á að líta
út og vera?
„Já, en ég treysti Heiðu konunni minni betur til þess að hafa
lokaorðið. Heimilið er samt alltaf samvinna að mínu mati.“
Áttu draumahúsgagn sem þig langar að kaupa inn á heimilið?
„Já mig dreymir um hengirúm.“
Finnst þér vera réttur allra að geta keypt sér íbúð?
„Það er réttur allra að eiga öruggt húsaskjól. Það er líka rétt-
ur allra að ákveða hvernig skuldbinding fylgir því öryggi.“
Þurfum að vera sammála um húsnæðismarkaðinn
Hvernig getum við útfært þessi réttindi?
„Það er spurning um ákvörðun. Ef við erum sammála um að
allir eigi rétt á öruggu húsaskjóli þá getum við einnig komist að
því hvað er lágmark þess sem uppfyllir þau réttindi. Við höfum
ekki enn sett okkur slík skilyrði sem þýðir að annaðhvort erum
við ekki öll sammála um réttindin eða höfum forðast að skil-
greina þau á skýran hátt.
Ég myndi vilja sjá að allir ættu að minnsta kosti aðgang að
smáhýsi sem neyðarúrræði.“
Ég veit að það eru margir fastir á leigumarkaði og eiga þá
erfitt með að safna. Hvað getum við gert í því?
„Við getum losað okkur við skortinn á íbúðum. Það vantar í
það minnsta 4.000 íbúðir til viðbótar við árlega þörf. Við þurfum
að ná þeim skorti niður sem fyrst.“
Af hverju ertu stoltastur í lífinu?
„Ég er stoltastur af æðislegu krökkunum mínum.“
„Það er
réttur allra
að eiga
öruggt
húsaskjól“
Björn Leví Gunnarsson, þing-
maður Pírata, er í fullu fjöri þessa
dagana á fundum og með erindi
víða. Honum líður vel heima hjá
sér og segir heimilið samvinnu
foreldra og barna.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eftirprentanir frá
ísraelskum listamanni
sem teiknar frægt fólk í
fjörlegum stíl.
Það er gott
skipulag
og auðvelt
að nálgast
hlutina á
heimilinu.