Morgunblaðið - 24.09.2021, Page 47

Morgunblaðið - 24.09.2021, Page 47
FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 MORGUNBLAÐIÐ 47 og bættum í hann hillum og lökkuðum hann bleikan og er hann fínasta hirsla undir allt dót- ið.“ Góð í að gefa notuðum húsgögnum nýtt líf Herbergi elstu dótturinnar er klassískt. „Það er í raun frekar látlaust. Dans á hug hennar allan og fær það þema svolítið að ráða. En svo höldum við mæðgur mikið upp á snyrtiborð sem við erum svo heppnar að hafa fengið hjá góðri frænku.“ Í stofu heimilisins er falleg hringhilla sem keypt var notuð á sínum tíma. „Hringhillan var keypt notuð en hún stóð á einhvers konar skúffueiningu sem við söguðum neðan af. Við lökkuðum hana hvíta og hengdum upp á vegg. Borðstofuborðið er einnig gert úr gömlum fótum af mjög svo lúnu borði sem maðurinn minn smíðaði mjög passíva plötu á.“ Heimilið er í stöðugri endurgerð en leyfir Selma Rut hlutunum að taka smá tíma. „Það á eftir að gera eitt og annað hér. Stofan er sem dæmi enn þá ókláruð. Ég á eftir að finna draumasófann þangað inn, gardínur og ljós svo eitthvað sé nefnt.“ Það má finna allskonar spennandi smáhluti á mörkuðum víða um landið en einnig í verslunum sem selja vandaða merkjavöru. Sjöurnar eftir Arne Jacobsen fara vel við borð sem smíðað var úr gömlum húsgögnum. Speglaskáparnir í hjónaherberginu gera mikið fyrir rýmið. Hringhillan í stofunni var keypt notuð en hún stóð á einhverskonar skúffueiningu sem þau söguðu neðan af. Þau lökkuðu hana hvíta og hengdu síðan upp á vegginn. Við tókum þá ákvörðun að henda okkur út í djúpu laugina og byggja okkur hús frá grunni. Það hefur þó tekið töluvert lengri tíma en við lögðum uppmeð. Við bjugg- um hjá foreldrum mínum í 17 mánuði og svo í bílskúrnum í að verða ár. Í herbergi dóttur Selmu Rutar er gamall skápur sem hún gerði upp með því að lakka hann bleikan. Morgunblaðið/Eggert Snyrtiborðið er gam- alt og kemur frá frænku Selmu Rutar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.