Víkurfréttir - 01.09.2021, Qupperneq 4
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Rétturinn
Ljúengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Fjölgun íþróttatíma í grunnskólum Reykja-
nesbæjar til skoðunar hjá lýðheilsuráði
Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar hefur
falið lýðheilsufulltrúa að vinna drög
að fýsileikakönnun um aukna hreyf-
ingu barna í grunnskólum Reykja-
nesbæjar, s.s. fjölgun íþróttatíma
eða markvissri hreyfingu í byrjun
skóladags.
Rannsóknir sýna að aukin
hreyfing barna í grunnskólum hefur
m.a. áhrif á líðan þeirra og námsár-
angur til góðs.
Um áratugaskeið hefur fjöldi tíma
í íþróttum og sundi barna verið sá
sami þrátt fyrir vísbendingar um
aukna kyrrsetu barna. Niðurstöður
úr rannsóknum sýna að aukin kyrr-
seta byrjar yfirleitt við sjö ára aldur
en við fimmtán ára aldur nær kyrr-
seta yfir ¾ af þeim tíma sem börn
eru vakandi. Ráðlagt er að öll börn
stundi miðlungserfiða eða erfiða
hreyfingu í minnst sextíu mínútur
daglega. Heildar tímanum má skipta
í styttri tímabil, t.d. tíu til fimmtán
mínútur í senn samkvæmt ráðlegg-
ingum Embættis landlæknis.
Fýsileikakönnunin skal unnin í
samráði við íþrótta- og tómstunda-
fulltrúa og fræðslusvið.
Eftirfarandi þættir skulu kannaðir:
1. Vilji barna til aukinnar hreyf-
ingar í skólum og hugmyndir
þeirra þar um.
2. Mögulegar útfærslur á aukinni
hreyfingu barna og kostnaður
við slíkar breytingar í grunn-
skólum Reykjanesbæjar.
3. Samantekt á útfærslum og rann-
sóknum sem gerðar hafa verið
á Íslandi og nágrannalöndum
er varðar verkefni er snúa að
aukinni hreyfingu barna í grunn-
skólum.
Við sækjum um
fyrir þig!
VIÐSPYRNUSTYRKUR
upplysingar@ferdavefir.is
Hafðu samband og
fáðu ráðgjöf, þér að
kostnaðarlausu
Hefur þú fengið
tekjustyrk? Þá eru
líkurnar á því að þú
fáir viðspyrnustyrk
góðar
s: 554 5414 | ferdavefir.is
Einnig birt á www.naudungarsolur.is
Framhald uppboðs á eftirfar-
andi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir
Vatnsnesvegur 7, Keflavík, fnr.
209-1089, þingl. eig. Artico Sea-
food ehf., gerðarbeiðendur Fín-
fiskur ehf. og Arion banki hf.,
þriðjudaginn 7. september nk. kl.
09:00.
Kirkjuvegur 52, Keflavík, 33,3%
ehl. gþ., fnr. 208-9688, þingl. eig.
Rafal Sobczak, gerðarbeiðandi
Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves,
þriðjudaginn 7. september nk. kl.
09:20.
Iðngarðar 2, Garði, fnr. 209-5570,
þingl. eig. Hilmar Friðrik Foss,
gerðarbeiðandi Suðurnesjabær,
þriðjudaginn 7. september nk. kl.
09:45.
Garðbraut 15, Garði, fnr. 209-5394,
þingl. eig. Hilmar Friðrik Foss,
gerðarbeiðandi Landsbankinn hf.,
þriðjudaginn 7. september nk. kl.
10:00.
Sunnubraut 14, Garði, 50% ehl.
gþ., fnr. 209-5740, þingl. eig. Atli
Þór Gunnarsson, gerðarbeiðendur
Íslandsbanki hf 0545 og Greiðslu-
miðlun ehf., þriðjudaginn 7. sept-
ember nk. kl. 10:15.
Suðurgata 1, Sandgerði, fnr. 209-
5054, þingl. eig. Aðalfríður Vé-
gerður Jensen og Þjóðar Verner
Forni Jensen, gerðarbeiðandi Ís-
landsbanki hf 0510, þriðjudaginn
7. september nk. kl. 10:35.
Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr.
230-8876, þingl. eig. Grænásbraut
604 ehf., gerðarbeiðendur Vátrygg-
ingafélag Íslands hf. og Húsnæðis-
og mannvirkjastofnun, þriðju-
daginn 7. september nk. kl. 11:00.
Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr.
230-8880, þingl. eig. Grænás-
braut 604 ehf., gerðarbeiðendur
Vátryggingafélag Íslands hf. og
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun,
þriðjudaginn 7. september nk. kl.
11:03.
Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr.
236-9590, þingl. eig. Grænás-
braut 604 ehf., gerðarbeiðendur
Vátryggingafélag Íslands hf. og
Reykjanesbær og Húsnæðis- og
mannvirkjastofnun, þriðjudaginn
7. september nk. kl. 11:06.
Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr.
230-8875, þingl. eig. Grænás-
braut 604 ehf., gerðarbeiðendur
Vátryggingafélag Íslands hf. og
Reykjanesbær og Húsnæðis- og
mannvirkjastofnun, þriðjudaginn
7. september nk. kl. 11:09.
Ránargata 3, Grindavík, fnr.
209-2183, þingl. eig. Gunnar Þór
Árnason, gerðarbeiðendur Gildi -
lífeyrissjóður og Vátryggingafélag
Íslands hf. og Sýslumaðurinn á
Norðurlandi ves, þriðjudaginn 7.
september nk. kl. 13:30.
Sýslumaðurinn
á Suðurnesjum
31. ágúst 2021
uppbOð
Mikil ánægja með fyrirkomulag
hátíðarhalda 17. júní í Reykjanesbæ
„Mikil ánægja reyndist með fyrir-
komulag hátíðarhalda 17. júní í
Reykjanesbæ í ár og fullur vilji til að
halda áfram að þróa þá útfærslu,“
segir í afgreiðslu menningar- og
atvinnuráðs Reykjanesbæjar, sem
fundaði 18. ágúst síðastliðinn. „Það
liggur þó fyrir að kostnaður við að
halda úti dagskrá á fjórum stöðum
í stað eins er töluvert hærri og því
nauðsynlegt að fjárframlög til há-
tíðarhaldanna verði hækkuð,“ segir
í afgreiðslu ráðsins.
Vegna samkomutakmarkana þurfti
að leita nýrra leiða við framkvæmdina
í ár. Hátíðardagskrá fór fram í skrúð-
garðinum. Fánahyllir var Óskar Ív-
arsson, starfsmaður Umhverfismið-
stöðvarinnar, ræðumaður dagsins var
Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri
Aðaltorgs, setningarræðu flutti Guð-
brandur Einarsson, forseti bæjar-
stjórnar, og fjallkona var María Tinna
Hauksdóttir, nýstúdent. Sú nýja leið
var farin að bjóða upp á skemmtidag-
skrá fyrir fjölskyldur á fjórum stöðum
í Reykjanesbæ til að dreifa mannfjölda
og mæta samkomutakmörkunum.
Menningar- og atvinnuráð Reykja-
nesbæjar mælir með að gert verði
ráð fyrir hærra fjárframlagi til 17. júní
hátíðarhalda við næstu fjárhagsáætl-
unargerð. Ráðið færir þakkir öllum
þeim sem komu að undirbúningi og
framkvæmd hátíðarhaldanna í ár.
Þakka Hughrifum í bæ
– Áfram verði unnið að þróun skapandi sumarstarfa
„Verkefnið Skapandi sumarstörf er
verkefni á vegum menningarfull-
trúa Reykjanesbæjar sem hefur
verið unnið í góðu samstarfi við
umhverfissvið. Markmið þess er að
brjóta upp hversdagsleikann og lífga
upp á bæinn með ýmsum leiðum og
gefa um leið ungu fólki möguleika til
að sinna störfum þar sem reynir á
skapandi og lausnamiðaða hugsun.
Verkefnið var keyrt í fyrsta
sinn síðasta sumar fyrir tilstuðlan
styrkjar frá mennta- og menningar-
málaráðuneytinu. Það þótti takast
það vel að samþykkt var að bjóða
upp á það aftur í sumar.
Tveir verkefnastjórar, Hildur
Hlíf Hilmarsdóttir og Ingvi Hrafn
Laxdal, stýrðu starfinu með fimmtán
manna hópi ungmenna átján ára
og eldri. Saman vann hópurinn að
sautján mismunandi verkefnum
sem lífguðu upp á bæinn í einni eða
annarri mynd og var afrakstrinum
einnig miðlað á samfélagsmiðlum.
Skýrsla unnin af verkefnastjórum
var lögð fram þar sem gerð er grein
fyrir afrakstri og helstu áskorunum
starfsins og hugmyndir að þróun
verkefnisins reifaðar.
Menningar- og atvinnuráð Reykja-
nesbæjar þakkar Hughrifum í bæ
fyrir þeirra framlag og hvetur til
þess að haldið verði áfram þróun við
skapandi sumarstörf. Þá mælir ráðið
með að gert verið ráð fyrir viðbótar-
fjármagni til skapandi sumarstarfa í
næstu fjárhagsáætlun,“ segir í fund-
argögnum frá síðasta fundi ráðsins.
Brimfaxi fær að
leggja 600 metra
reiðveg
Hestamannafélagið Brimfaxi
í Grindavík hefur óskað eftir
framkvæmdaleyfi fyrir 600
metra löngum reiðvegi. Veg-
urinn liggur frá núverandi reið-
vegi á gamla sauðfjárgirðingar-
stæðinu norðanmegin frá austur
að landamerkjum Þórkötlustaða
og Hrauns.
Skipulagsnefnd Grindavíkur
hefur heimilað skipulagsfulltrúa
að gefa út framkvæmdaleyfi að
uppfylltum öllum skilyrðum laga
og reglna.
Framkvæmdin er í samræmi
við gildandi aðalskipulag og
telst ekki til meiriháttar fram-
kvæmda í skilningi reglugerðar
um framkvæmdaleyfi.
Sjálfsala í grunnskólana í Suðurnesjabæ
Rætt var um vandamál tengt búðar-
ferðum nemenda á skólatíma á síðasta
fundi ungmennaráðs Suðurnesja-
bæjar. Hugmyndir um uppsetningu
sjálfsala fyrir unglingastig í Sandgerð-
isskóla og Gerðaskóla voru ræddar.
„Lagt er til að settir verði upp
sjálfsalar fyrir unglingastig í báðum
grunnskólum þar sem hægt er að
kaupa hollari fæðu,“ segir í afgreiðslu
ráðsins.
Vilja stærri borð og stóla fyrir
unglingastigið í Gerðaskóla
Ungmennaráð Suðurnesjabæjar
leggur til við bæjarstjórn að sett
verði fjármagn á fjárhagsáætlun
2022 til að kaupa stóla og borð við
hæfi fyrir unglingastig Gerðaskóla.
Í umræðum á fundi ungmennar-
áðsins kom fram að borð og stólar
væru í sömu stærð fyrir 1. til 4. bekk
og 8. til 10. bekk. Miðstigið væri með
stærri stóla og borð.
Frá hátíðarhöldum 17. júní í Reykjanesbæ í sumar.
Málningarrúllur á lofti í verkefninu Hughrif í bæ.
4 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár