Víkurfréttir - 01.09.2021, Síða 6
augNablik Með JÓNi steiNari
Mér er það til efs að margir geri sér
grein fyrir hversu mikil mannvirki
varnargarðarnir við innsiglinguna
til Grindavíkur eru og hversu mikla
þýðingu þeir hafa fyrir pláss eins og
Grindavík eða hvert annað pláss þar
sem að aðstæðum væri eins háttað.
Grindavíkurhöfn hefur um langt
skeið verið ein öflugasta höfn
landsins og eins og gefur að skilja
hafa ótal margir hagsmuna að gæta
þegar kemur að starfsemi og tilvist
hafnarinnar og án hafnarinnar væri
sjálfsagt búsetugrundvöllur þar ansi
rýr.
Eftir því sem að fiskiskip og fisk-
veiðar hafa þróast í gegnum tíðina
og skipin stækkað þá hefur höfnin
orðið að gera það líka til þess að vera
í stakk búin að geta boðið upp á sam-
keppnishæfa þjónustu.
Styrkleikar Grindavíkurhafnar
voru miklir fyrir en eftir þessar fram-
kvæmdir allar, dýpkun hafnarinnar,
dýpkun innsiglingarinnar, endur-
nýjun viðlegukanta og gerð þessara
varnarmannvirkja eru þeir orðnir
gríðarlegir.
Höfnin og öll umgjörð hennar eru
ekkert í líkingu við það sem áður var
hvað varðar aðgengi og þvíumlíkt.
Í þessu „sem áður var“ má kannski
segja að liggi veikleikar hafnarinnar.
Það er að segja að þeir liggja í ímynd-
arvanda um það hvernig hún var,
talin erfið og illfær til innsiglingar.
Eftir allar þessar breytingar und-
anfarinna ára er óhætt að segja að
Grindavíkurhöfn og innsiglingin að
henni eru dæmi um vel heppnaðar
framkvæmdir sem aukið hafa að-
gengi hafnarinnar og öryggi sjófar-
enda sem er til góðs fyrir allt sam-
félagið enda höfnin löngum talin
lífæð bæjarins.
Grímsnes GK aflahæstur
Þá er nýtt kvótaár gengið í garð, fiskveiðiárið 2021-2022 og það þýðir að
svo til allur bátafloti frá Suðurnesjunum er kominn á veiðar þó reyndar
flestir séu ekki að landa á Suðurnesjunum.
Enn sem komið er þá er enginn
línubátur á veiðum frá Suður-
nesjum og verður fróðlegt að sjá
hvaða bátur verður fyrstur til þess
að hefja línuveiðar frá Grindavík
eða Sandgerði, því eins og greint
var frá í þarsíðasta pistli þá er að-
eins einn línubátur á veiðum við
sunnanvert landið og er það Jón
Ásbjörnsson RE sem rær frá Þor-
lákshöfn.
Annars var ágúst mánuður svona
þokkalegur gagnvart línubátunum.
Ef við lítum aðeins á þá þá var
Auður Vésteins SU hæstur með 181
tn. í 16 túrum, Vésteinn GK 156 tn.
í 18 og Gísli Súrsson GK 55 tn. í 6.
Hann hóf veiðar mun seinna en hinir
Einhamarsbátarnir.
Nokkrir stórir línubátar hófu
veiðar í ágúst og var Hrafn GK með
144 tn. í 3 róðrum, Valdimar GK 141
tn. í 2 túrum, Páll jónsson GK 58 tn.
og Fjölnir GK 54 tn., báðir í einum
túr, en Fjölnir landaði þessi afla í
Grindavík og því bera að fagna að
línubátarnir landi í sinni heimahöfn.
Það gerði Sighvatur GK líka en hann
var með 30 tonn í einum róðri.
Aðrir línubátar voru t.d Margrét GK
með 132 tn. í 22 róðrum, Óli á Stað GK
95 tn. í 18, Dóri GK 84 tn. í 17, Geirfugl
GK 58 tn. í 17, Sævík GK 40 tn. í 5 og
Daðey GK 32 tn í 4 túrum.
Bátarnir sem nefndir voru að ofan
voru að mestu að landa á Siglufirði,
Skagaströnd og Neskaupstað.
Hjá netabátunum var Grímsnes
GK með mikla yfirburði, hann var
með 232 tonn í 13 róðrum og var
aflahæsti netabáturinn á landinu í
ágúst. Af þessum afla var ufsi 214
tonn. Mest 27 tonn í einni löndun.
Grímsnes GK er enn sem komið er
eini netabáturinn sem er að mestu
að eltast við ufsann.
Aðrir netabátar voru t.d Maron
GK með 69 tn. í 21 túr og var þorskur
af því 62 tonn. Halldór Afi GK 32 var
með tn. í 26, Langanes GK 24 tn. í 12
og Hraunsvík GK 21 tn. í 13 róðrum.
Garpur RE var á skötuselsveiðum og
var með 6.6 tn. í 5 og landaði í Sand-
gerði. Sunna líf GK var með 2.1 tn. í
5, líka á skötuselsveiðum og Valþór
ÁR var með 625 kíló í 3 túrum á
skötuselsveiðum. Valþór ÁR landaði
í Grindavík og Sandgerði. Valþór ÁR
komst reyndar í fréttirnar fyrr í ágúst
því hann var staðinn af því að landa
framhjá vigt um 600 kg. af fiski og
missti við það veiðileyfið í 4 vikur og
er báturinn stopp til 20. september
næstkomandi útaf þessu broti
Valþór ÁR er einn af örfáum svo-
kölluðum vertíðarbátum sem eftir
eru í útgerð hér á landi en vertíðar-
bátarnir voru bátarnir kallaðir sem
voru frá 50 til 100 tonn af stærð.
Báturinn var smíðaður á Seyðis-
firði árið 1969 og hét fyrst Fagranes
ÞH og réri frá Þórshöfn. Hann hélt
sig mjög lengi við norðausturhorn
landsins, því báturinn var með
þessu nafni Fagranes ÞH til ársins
1982 þegar hann var seldur. Fékk þá
nafnið Fiskanes NS 37 og með því
nafni var báturinn til ársins 1999
sem þýðir að báturinn var í 34 ár í
útgerð frá norðaustursvæðinu, Þórs-
höfn og Vopnafirði.
Frá árinu 1999 var báturinn fyrst
Harpa HU 4 til 2007, síðan Óskar SK
131 og Harpa II HU 44 til ársins 2009.
Fékk nafnið Valþór árið 2009 og
hefur verið sem NS, GK og núna ÁR.
Eitt nokkuð sérstakt við þennan
bát en það er að flestir netabátar
sem eru afturbyggðir eins og t.d
Maron GK, Erling KE og Valþór ÁR
eru með netaniðurleggjarann bakvið
brúnna og geyma netin þar. Valþór
ÁR aftur á móti er með netaniður-
leggjarann framan við brúnna og
geymir netin þar beint undir brúnni.
aFlaFrÉttir á suðurNesJuM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Lífæðin
Jón Steinar Sæmundsson
Valþór ÁR kemur til hafnar.
FIMMTUDAG KL. 19:30
HRINGBRAUT OG VF.IS
6 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár