Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.2021, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 01.09.2021, Blaðsíða 12
Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri Gerðaskóla í Suðurnesjabæ, segir að það hafi verið stór stund að verða amma í sumar. Það er margt í gangi í skólanum sem hún stýrir en hann er innleiða nýjungar í starfið. Hvernig varðir þú sumarfríinu? „Þetta var sumar eftirvæntingar, við fjölskyldan fórum lítið í burtu því lítill prins var á leiðinni í heiminn. Það var farið á marga fótboltaleiki hjá Keflavík og eltum við uppi alla leiki hjá yngsta fjölskyldumeðliminum. Við hjónin fórum þó eina stutta ferð á Egilsstaði til að kíkja aðeins í sólina og var það alveg dásamlegt.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Hvað það er dásamlegt að vera amma og þetta veður kemur alltaf á óvart!“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innan- lands? „Margir fallegir staðir út um allt land, engin kannski uppáhalds en Keflavíkin er alltaf best.“ Hvernig myndir þú skipuleggja góða dagsferð með gesti á Suðurnesjum? „Það fer auðvitað eftir hvort það væru börn með eða ekki. Leiksvæðið við Gerðaskóla heillar marga litla fætur, Skessuhellirinn og Duushúsin, Rokk- safnið og Vatnaveröld. Svo væri líka bara gaman að taka göngu á Þorbjörn, kíkja til Höllu og fara í Bláa lónið.“ Hver er tilfinningin fyrir haustinu og komandi vetri? „Góð, alltaf gleði og gaman þegar skólastarfið er að byrja. Við erum að fá aftur skólarými sem er búið að endurnýja vegna myglu og erum að fá nýjar kennslustofur með stækkun skólans þannig að þetta lítur allt vel út.“ Hver eru stærstu málin í þínum skóla um þessar mundir? „Við erum m.a. að innleiða velferðarkennslu, tæknisvæði og bræðing sem er samþætting á námsgreinum á unglingastigi. Einnig erum við að prófa okkur áfram með að breyta hinni hefð- bundnu stundaskrá í meira flæði í náminu. Við erum búin að taka út hefðbundnar frímínútur hjá 1. til 6. bekk og í staðin fara nemendur í nesti og svo hreyfistundir með kennurum þegar það hentar á hverjum degi. Það er mikil þróun í gangi hjá okkur. Innleiðing tekur tíma og því þarf að gefa þessu öllu svigrúm.“ Helga Hildur Snorradóttir er skólastjóri Holtaskóla í Reykjanesbæ og mikil hesta- og göngukona. Það kemur því ekki á óvart að hesta- ferð og gönguferðir séu ofarlega á listanum hennar yfir skemmtilegheit í sumar. Skólastarfið leggst vel í hana. Hvernig varðir þú sumarfríinu? „Sumarið var ansi ljúft þrátt fyrir sólarleysi hér á suðvesturhorninu. Það markverðasta sem ég gerði var að fara í fimm daga hestaferð með góðum vinum. Við fórum svokall- aðan Tindfjallahring að Fjallabaki. Ég fór í tvær fjallgöngur, sú fyrri var tveggja daga ganga á Hengils- svæðinu í roki og rigningu með æskuvinkonunum. Seinni gangan var dagsferð að Grænahrygg. Mögnuð ganga og landslagið stór- fenglegt, algjört náttúruundur. Ég fór síðan í frekar óvænta helgarferð í góða veðrið á Akureyri. Ég var að bugast á sólarleysinu einn föstudag í ágúst og í hádeginu hringdi ég í eiginmanninn og bað hann um að skutlast með mér norður yfir helgina sem hann var að sjálfsögðu til í.“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Ég á svo sem ekki neinn uppá- haldsstað en Grænihryggur er magnaður og það er einstaklega fallegt í Ásbyrgi, Stuðlagili, Þórs- mörk og á Húsavík. Merkigil í Skagafirði og Löngufjörur eru staðir sem standa upp úr í hestaferðum.“ Hvernig myndir þú skipuleggja góða dagsferð með gesti á Suður- nesjum? „Ég myndi eflaust bjóða mínum gestum í hesthúsið og í góðan reiðtúr á Mánagrund. Ef svo ólík- lega vildi til að viðkomandi hefði ekki áhuga á að fara á hestbak með mér þá er ganga um fallegu strand- leiðina okkar í Reykjanesbæ mjög skemmtileg. Heimsækja Siggu skessu í leiðinni og fara jafnvel rúnt út á Garðskaga og Stafnesið. Gosið í Fagradalsfjalli kemur líka sterkt inn og þá væri ekki amalegt að enda í Bláa lóninu.“ Hver eru stærstu málin í þínum skóla um þessar mundir? „Við í Holtaskóla byrjum nýtt skólaár af krafti og erum full af bjartsýni og vonumst til að skóla- árið verði sem eðlilegast. Við erum m.a. að byrjað að vinna í því að uppfæra skólastefnu Holtaskóla í tengslum við nýja menntastefnu Reykjanesbæjar. Einnig erum við að byrja með svokallaðar smiðjur á yngsta- og miðstigi og það verður gaman að fylgjast með verkefninu vaxa og þróast. Á unglingastigi höldum við áfram að þróa sam- þættingu námsgreina með áherslu á tækni. Þar eru nemendur m.a. að nýta sér hlaðvarp og myndvinnslu í kennslustundum.“ Eysteinn Þór Kristinsson er nýráðinn skólastjóri Grunnskóla Grinda- víkur en hann hefur alið manninn í Neskaupstað alla tíð. Er nú kominn í „heitasta“ bæjarfélagið á landinu og segist hafa fengið mjög góðar móttökur. Hvernig varðir þú sumarfríinu? „Sumarfríið að þessu einkenndist af þeim breytingum sem áttu sér stað hjá mér. Að ljúka störfum sem skólastjóri Nesskóla Neskaupstað, flytja búferlum milli lands- hluta og undirbúa mig fyrir nýtt og spenn- andi verkefni sem skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Ja ... kannski aðallega hversu vel mér hefur tekist að aðlagast nýjum aðstæðum og heimkynnum. Er fæddur og uppalinn í Neskaupstað, fyrir utan námsárin og eitt auka knattspyrnuár á Sauðárkróki hef ég búið þar alla ævi.“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Ég er kannski svo skrýtinn en mér finnst uppeldisstöðvarnar og fyrrum heima- hagar, Norðfjörðurinn, alltaf fallegastur. Hef gengið þar á alla fjallstoppa, eyðifirði og víkur.“ Hvernig hefur gengið að koma sér fyrir í Grindavík og hvernig líst þér á aðstæður í þessu „heita“ bæjarfélagi? „Það hefur gengið vel að aðlagast nýjum stað. Ég byrjaði ásamt öðrum stjórnendum strax í byrjun ágúst og greinilegt að þar er öflugt teymi á ferð, aðra starfsmenn hitti ég síðan um miðjan ágúst er þeir byrjuðu að tínast inn. Mjög vel hefur verið tekið á móti mér og ljóst að þessi tæplega eitt hundrað manna vinnustaður býr yfir miklum mannauð.“ Myndi bjóða gestum í hest- húsið og reiðtúr á Mánagrund Dásamlegt að verða amma – Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri Gerðaskóla, er spennt fyrir haustinu og nýjungum í skólastarfinu. Helga Hildur Snorradóttir er skólastjóri Holtaskóla í Reykjanesbæ: Norðfjörðurinn er alltaf fallegastur – segir Eysteinn Þór Kristinsson, nýráðinn skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur. 12 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.