Víkurfréttir - 01.09.2021, Side 19
Víkurfréttir efna til ljósmyndasýningar í Bíósal Duus
Safnahúsa þar sem fólkið á Suðurnesjum er í sviðs-
ljósinu. Sýningin opnar fimmtudaginn 2. september
en á henni eru tæpleg 80 prentaðar ljósmyndir auk
þess sem nærri 300 myndir verða sýndar á skjám. Þá
eru sýndar nokkrar forsíður Víkurfrétta frá þessum
áratug, 1983 til 1993.
Víkurfréttir komu fyrst út 14. ágúst 1980 og voru
fyrsta „fríblað“ landsins en fyrr á því ári löagði forveri
þess, Suðurnesjatíðindi, upp laupana en það var selt í
lausasölu og áskrift.
„Við höfum verið með sýningu í bígerð síðustu tvö
árin en heimsfaraldur hefur truflað þá vinnu. Það var
samt ákveðið að efna núna til örsýningar á ljósmyndum
úr safni Víkurfrétta frá árunum 1983 til 1993, fyrsta
áratug núverandi eigenda blaðsins. Þetta er auðvitað
bara lítið brot af ljósmyndum Víkurfrétta í fjörutíu ár og
á þessum myndum sýnum við eingöngu fólkið sem við
mynduðum á hinum ýmsu stöðum og viðburðum. Við
ákváðum að byrja þannig. Það er mikið til af myndum
af fréttaviðburðum og við eigum það inni fyrir næstu
sýningu sem við stefnum að því að verði mun stærri.
Þar stefnum við líka að því að gera Suðurnesja--mag-
asíni og sjónvarpsvinnu okkar skil. Það er ansi margt
sem við getum sýnt eftir fjóra áratugi í fjölmiðlun á
Suðurnesjum,“ segir Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta.
LJÓSMYNDASÝNING VÍKURFRÉTTA 1983–1993
Ægir Benediktsson
tannlæknir
hefur bæst í hóp
okkar á
Tannlæknastofu
Benedikts,
Tjarnargötu 2.
Tímapantanir í
síma 4212577.
Allir velkomnir!
vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár // 19