Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.2021, Side 21

Víkurfréttir - 01.09.2021, Side 21
Sterkari Suðurnes! Oddný G. Harðardóttir og Viktor S. Pálsson. Höfundar skipa 1. og 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Vegna mikillar fjölgunar íbúa á Suður- nesjum verður að styrkja innviði til að takast á við aukið álag, einkum á heilsugæslu og lögreglu. Sérstakar áherslur Samfylkingar- innar fyrir Suðurnes fyrir næsta kjör- tímabil eru þessar: Heilbrigðisþjónusta fyrir alla Til að mæta þessum áskorunum og tryggja góða heilbrigðisþjónustu á Suðunesjum þarf að stórauka fjár- magn til Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja, bæta húsnæði og starfsaðstöðu, styrkja stofnunina faglega og fjölga heilbrigðisstarfsfólki til muna. • Ný heilsugæslustöð í Reykjanesbæ taki til starfa strax á næsta ári og tímasett og fjármögnuð áætlun unnin fyrir heilsugæslu í Suður- nesjabæ. Námsplássum fjölgað fyrir hjúkrunar- og læknanema. • Félagsþjónusta og heilsugæsla vinni saman með skipulögðum hætti í öllum sveitarfélögunum. Dagdvalarrýmum og hjúkrunar- rýmum fyrir eldra fólk fjölgað. Fjölbreyttari atvinnutækifæri Gáttin er inn í landið um alþjóðaflug- völl á Suðurnesjum og nánast allir er- lendir ferðamenn fara þar um. Tryggja þarf lögreglunni og viðbragðssveitum fjármagn til að sinna auknum verk- efnum. Ferðaþjónusta og sjávarút- vegur eru öflug á svæðinu en fleiri stoðum þarf að renna undir atvinnu- lífið. • Bæta aðstöðu á vinsælum ferða- mannastöðum og fjölga viðkomu- stöðum með betra aðgengi. • Efla nýsköpun og veita þróunar- styrki til sprotafyrirtækja á sviði líftækni, hugverkaiðnaðar og fram- leiðslu heilsuvarnings og matvæla. Fjölga störfum án staðsetningar. • Efla listnám og fjölga störfum í menningu og skapandi greinum. Námsframboð og aðgengi að námi verði bætt með stuðningi við menntastofnanir. • Efla lögregluembættið. Fjölga lög- reglumönnum og bæta starfsað- stöðu þeirra. Flytja Landhelgis- gæsluna til Suðurnesja. Samgöngu- og loftlagsmál Ljúka þarf tvöföldun Reykjanes- brautar sem fyrst og auka samvinnu Vegagerðarinnar og sveitarfélaga um lagningu göngu- og hjólastíga. Styrkja flutningsgetu rafmagns með öflugri Suðurnesjalínu. • Efla og styrkja Keflavíkurflugvöll sem umhverfislega, félagslega og efnahagslega sjálfbæra miðstöð farþegaflugs í Norður-Atlantshafi. Endurskoða áform um byggingu flugvallar í Hvassahrauni vegna eldsumbrota við Fagradalsfjall og meta Keflavíkurflugvöll sem kost fyrir innanlandsflug. • Hefja undirbúning að Keflavíkur- línu, grænni tengingu milli Reykja- víkur og Keflavíkurflugvallar. • Ýta undir nýsköpun í umhverfis- málum og möguleika á að skapa verðmæti úr sorpi. Styrkja frá- veituframkvæmdir sveitarfélaga og tilraunir með lífrænar rotþrær. Samfylkingin setur fjölskylduna í for- gang með óskertum barnabótum að meðallaunum, bættum kjörum eldra fólks og öryrkja og aðgerðum í hús- næðismálum. Öflugra heilbrigðiskerfi er sérstakt áherslumál ásamt því að renna fleiri stoðum undir atvinnulífið, ráðast í kröftugar aðgerðir í loftslags- málum, setja nýja stjórnarskrá aftur á dagskrá ásamt þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn um aðild að ESB. Nánar má lesa um kosningaáherslur Sam- fylkingarinnar fyrir landið allt á vefnum www.xs.is. Hver nennir pólitískum skylmingum? Jóhann Friðrik skrifar um heilbrigðismál og lýðheilsu. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Það kemur mér ekki á óvart að komandi kosningar snúist um heilbrigðismál. Í síðasta blaði Víkurfrétta mátti líta heilar fjórar greinar eftir frambjóðendur til Al- þingis sem allar snerust um málaflokkinn. Ráðherra málaflokksins síðustu fjögurra ára fór yfir stöðuna frá sínu stjórnarhorni, oddviti Sjálfstæðisflokksins talaði fyrir auknum einkarekstri, oddviti Samfylk- ingar talaði um mikilvægi hins ríkisrekna kerfisins og frambjóðandi Miðflokks tal- aði um afglöp heilbrigðisráðherra. Nú væri auðvelt að ráðast á einstaka þætti þessara greina og benda á margt sem er ekki alveg nákvæmt eða ekki mér að skapi en ég ætla alveg að sleppa pólit- ískum skylmingum. Frekar ætla ég að gera tilraun til þess að hafa greinina eins hnitmiðaða og mér er frekast unnt og benda á það augljósa. Við leysum ekki málin með því að plástra kerfið endalaust Heilbrigðismál snúast ekki bara um heilsugæslu eða fjölda hjúkrunarrýma. Heilbrigðismál snúast ekki bara um fjölda heimilislækna eða vinnuumhverfi starfs- fólks í heilbrigðisþjónustu. Málaflokkur- inn er ekki bara sjúkrahúsþjónusta eða skortur á sérfræðilæknum, heilbrigðismál snúast um heildræna heilsu okkar og það kerfi sem við höfum byggt upp í gegnum tíðina til þess að halda heilsu okkar sem allra bestri yfir æviskeiðið. Heilbrigðis- kerfið okkar er bara nokkuð gott í alð- þjóðlegum samanburði, eini gallinn á gjöfum Njarðar er að heilbrigðiskerfin sem við berum okkur saman við eru ekk- ert sérstök að flestra mati. Frakkar eru einna hlutskarpastir út frá alþjóðlegum mælikvörðum en það er þó samdóma álit sérfræðinga að helsti lösturinn á heil- brgiðisstefnum margra ríkja sé skortur á forvörnum, samráði, teymisvinnu og fyrirbyggjandi aðgerðum. Við leysum nefnilega ekki málin með því að plástra kerfið endalaust. Ok, þá vitum við það. Bregðumst þá við. Þar vill framsókn vera Íslendingar verja innan við 3% af út- gjöldum til heilbrigðismála til forvarna. Það hljóta allir að vera sammála um það að sú skipting er varla boðleg. Við getum gert betur. Heilbrigðismál eiga að snúast mun meira um að fyrirbyggja sjúkdóma og leiðin er sú að tengja mun betur saman velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfið í því sambandi. Lengi býr að fyrstu gerð og því verðum við að byrja á börnunum okkar. Það er löngu sannað að ein besta heilsufarslega forvörnin liggur í virkni, menntun og félagslegri velferð barna. Þar vill Framsókn vera. Reykjanesbær hefur með stofnun lýð- heilsuráðs tekið forystu á landsvísu og lagt áherslu á heilsusamlegt umhverfi og heilsueflingu íbúa. Góður stuðningur er við þessa vegferð hjá öllum flokkum sem eiga sæti í bæjarstjórn. Reykjanesbær var eitt fyrsta bæjarfélagið til þess að taka þátt í heilsueflingu 65+ og mun þessi veg- ferð skila ríkulegum árangri þegar fram líða stundir. Á síðasta fundi ráðsins var ákveðið að vinna að fýsileikakönnun um aukna hreyfingu barna í grunnskólum en rannsóknir sýna að aukin hreyfing barna hefur m.a. góð áhrif á líðan þeirra og námsárangur. Framsókn ásamt samstarfs- flokkum sínum hefur stutt við hækkun hvatagreiðslna til íþrótta- og tómstunda- iðkunar en bæjarfélög eru misvel sett til þess að veita börnum sömu tækifæri á því sviði. Ríkið þarf að koma þar á móti og því leggur Framsókn áherslu á stuðning við íþrótta-og tómstundastarf barna fyrir komandi Alþingiskosningar. Það er mín hugsjón að á endandum verði íþróttir og tómstundir gjaldfrjálsar hér á landi. Þetta getum við gert. Þetta getum við gert til þess að draga úr kostnaði og efla heilsu þjóðarinnar til framtíðar. Það er frábær fjárfesting í fólki. Öryggisvistun fyrir ósakhæfa í miðri íbúðabyggð Margrét þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins. Félagsmálaráðuneytið hefur óskað eftir því að í Reykjanesbæ verði sett á laggirnar öryggisvistun fyrir ósakhæfa einstaklinga. Byggja þarf húsnæði og breyta skipulagsmálum vegna þess. Málið hefur verið inn á borði umhverfis- og skipulagssviðs. Þann 1. júlí samþykkti bæjarráð að vísa því til endurskoðunar á aðal- skipulagi. Stefnt er að því af hálfu meirihluta bæjarstjórnar að aðstaða fyrir öryggisvistun verði í miðri íbúðabyggð. Ég tel það mikið óráð. Vegna eðli þessa reksturs á hann að mínum dómi að vera í útjaðri bæjar- ins. Málið hefur ekkert verið kynnt fyrir íbúum Dalshverfis þar sem fyr- irhugað er að húsnæði fyrir öryggis- vistun verði staðsett. Vinnubrögð meirihluta bæjarstjórnar; Fram- sóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar eru afleit í þessu máli. Í þetta verkefni á ekki að ráðast nema fullt samþykki íbúa á svæðinu liggi fyrir. fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir Betra líf Kynning á kosningastefnu 2. sept | 20:30 | Park Inn by Radisson Opnun kosningamiðstöðvar 3. sept | 17:00 | Hafnargata 19a vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár // 21

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.