Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.2021, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 20.10.2021, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Hraðahindrun veldur ónæði Íbúi við Fagragarð í Keflavík hefur sent umhverfissviði Reykjanes- bæjar erindi þar sem þess er óskað að hraðahindrun við Fagragarð verði fjarlægð. Íbúinn segir að hraðahindr- unin valdi ónæði. Í stað hennar verði komið fyrir þrengingu. Starfsfólki umhverfissviðs hefur verið falið að koma með tillögu að lausn á málinu og þangað til er afgreiðslu þess frestað. Á sjötta hundrað nafnatillögur bárust Reykjanesbær óskaði eftir til- lögum frá almenningi um nöfn á nýjar götur og torg í Dalshverfi III á dögunum. Íbúar tóku heldur betur við sér og á sjötta hundrað nafnatillögur bárust. Það verður því úr vöndu að ráða hjá starfs- fólki umhverfissviðs Reykjanes- bæjar að velja bestu nöfnin á nýju göturnar en götuheitin eiga að enda á „dalur“. Akbrautin Kilo fær andlitslyftingu Endurbótum á Kilo, einni af meginakbrautunum í flug- brautakerfi Keflavíkurflugvallar, sem hófust í sumar er nú lokið. Um er að ræða einn hluta af endurbótum á brautakerfinu sem um leið er liður í stórframkvæmdum á vellinum sem kynntar voru fyrir nokkrum mánuðum og hrint var af stað í kjölfar hlutafjáraukningar ríkisins í Isavia. Núverandi akbraut var fræst, gert var við hana og ráðist í yfirlögn á henni með tilheyrandi undirvinnu. Þessu til viðbótar var ljósabúnaðurinn á akbrautinni endurnýjaður. Efnið sem fræst var upp verður notað síðar í öðrum verkefnum á vellinum. Það er liður í hring- rásarhagkerfinu. „Framkvæmdin hefur gengið vonum framar,“ segir Ingunn Loftsdóttir, deildarstjóri flugbrauta og vega hjá Isavia. „Við réðumst í verkið í vor og vannst það vel þrátt fyrir að veðuraðstæður hafi ekki alltaf verið okkur hlið- hollar. Endurnýjunin á Kilo var mikilvægt verkefni og mun hún bæta þjónustuna á vellinum.“ Óska eftir undan- þágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda Á fundi fjölskyldu- og velferðarráðs Suðurnesjabæjar nýverið var sam- þykkt að leggja til við bæjaryfir- völd að hafnar verði viðræður við sveitarfélögin á Suðurnesjum um samstarf um umdæmisráð barna- verndar. Jafnframt er lagt til að Suðurnesjabær sæki um undan- þágu frá reglum um lágmarksíbúa- fjölda að baki barnaverndarþjón- ustu á grundvelli fagþekkingar á fjölskyldusviði. Ráðið samþykkti að vísa málinu áfram til bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Þar var samþykkt að óska eftir við- ræðum við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum um samstarf um um- dæmisráð barnaverndar. Jafnframt var samþykkt að óskað verði eftir undanþágu frá reglum um lágmarks- íbúafjölda að baki barnaverndar- þjónustu á grundvelli fagþekkingar á fjölskyldusviði. Tengingu lokað til reynslu Íbúar við Melteig í Reykjanesbæ lögðu fram erindi 26. ágúst 2021 um breytt fyrirkomulag umferðar um Melteig vegna öryggis vegfarenda og íbúa, eins og greint hefur verið frá hér í Víkurfréttum. Erindinu var frestað og starfsfólki umhverfissviðs Reykjanesbæjar falið að kanna tillögur að lausn. Óskað var umsagna lögreglu sem mælir með lokunum sambærilegum við tillögu íbúa. Lagt er til að boganum sé lokað við Aðalgötu og tengingu Kirkjuteigs og Melteigs verði lokað. Erindi samþykkt til reynslu til eins árs. 230 þúsunda króna sekt fyrir hraðakstur Talsverðar annir voru hjá lögreglu yfir helgina vegna brota og óhappa í umferðinni. Ökumaður var stöðv- aður og reyndist hann vera aðeins sextán ára og því réttindalaus. Rætt var við piltinn og honum gerð grein fyrir alvarleika málsins. Einnig var rætt við forráðamann hans. Afskipti voru svo höfð af all- mörgum ökumönnum sem höfðu gerst brotlegir í umferðinni. Nokkrir voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 159 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Hans bíður 230 þúsunda króna sekt. Annar ökumaður, 17 ára gamall var tekinn á 137 km. hraða og var haft samband við forráðamann og tilkynning send á barnavernd. Fáeinir voru teknir úr umferð vegna vímuefnaaksturs og höfðu tveir þeirra verið sviptir ökurétt- indum áður. 128 fengu fjárhagsaðstoð Í september 2021 fengu 128 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til fram- færslu hjá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 19.944.928. Á sama tímabili 2020 fengu 147 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð og voru alls greiddar kr. 20.683.006. Í september 2021 fengu alls 277 einstaklingar greiddan sérstakan hús- næðisstuðning sveitarfélagsins, samtals að upphæð kr. 3.805.100. Í sama mánuði 2020 fengu 232 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.150.289. Séð yfir hluta Dalshverfis II en Dalshverfi III mun rísa innan við það hverfi. Ekki henda raftækjum á víðavangi! Það kostar ekkert að losa sig við raftæki og tölvubúnað á móttökustöðvum Kölku. Nánar á kalka.is 0 krónur í Helguvík, Grindavík og Vogum 2 // vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.