Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.2021, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 20.10.2021, Blaðsíða 5
Stórir pollar á vellinum og vallarhúsið í Njarðvík farið að láta á sjá – Komið að þolmörkum á mörgu og tími kominn á uppfærslu eða endurnýjun við Afreksbraut Staða knattspyrnudeildar Ung- mennafélags Njarðvíkur og rekstr- arsamningur íþróttasvæðis var til umfjöllunar í bæjarráði Reykja- nesbæjar sem hefur samþykkt að leggja til eina milljón króna til að ganga frá knattspyrnuvellinum við Afreksbraut 10 fyrir veturinn. Bæj- arráð samþykkir flutning fjárheim- ilda milli deilda. Formaður UMFN ritaði erindi til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ um stöðu knatt- spyrnudeildar UMFN og rekstrar- samning íþróttasvæðis. „Knattspyrnudeild Njarðvíkur, með samþykki formanns aðal- stjórnar, sendir ykkur erindi þetta er varðar stöðu knattspyrnudeild- arinnar og rekstrarsamning íþrótta- svæðisins við Afreksbraut 10. Það er óþarfi að hafa orðalengingar um fortíðina, brostin loforð og bága að- stöðu. Núgildandi samningur um rekstur íþróttasvæða í Reykjanesbæ sem gerður var við knattspyrnu- deildina 26. janúar 2021 var að fjárhæð kr. 13.030.000. Deildin telur að hækka þurfi fjárhæðina verulega fyrir nk. tímabil. Líkt og kom fram á 126. fundi ÍT-ráðs, er Einar Friðrik Brynjarsson, umhverfisfræðingur, mætti sem gestur undir liðinn, kostir og gallar þess að leggja gras eða gervigras á knattspyrnuvelli, þá er undirlagið á Rafholtsvelli verulega slæmt, og hefur verið það frá fyrsta degi. Aðspurður um það hvort hag- stæðast væri að fletta ofan af vell- inum og setja gervigras í staðinn sagði Einar að með mikilli vinnu og miklu viðhaldi yrði möguleiki að ná vellinum góðum. Með mikilli vinnu síðustu tvö sumur, ásamt tilheyrandi kostnaði, hefur knatt- spyrnuvöllurinn við Afreksbraut 10 (Rafholtsvöllurinn) aldrei verið betri. Hins vegar er enn langt í land, völlurinn drenar illa og þegar rignir mikið myndast stórir pollar á vell- inum. Jafnframt er vallarhúsið farið að láta á sig sjá. Í sumar var borið á allt húsið og síðastliðinn vetur að okkar frumkvæði og á eigin kostnað bjuggum við til 15x30 metra gervi- grasvöll. Hins vegar er komið að þol- mörkum á mörgu og tími kominn á uppfærslu eða endurnýjun: • Í klefum er farið að sjást á gólfum, • Sturtuklefar farnir að vera ljótir • Gólf farin að molna niður vegna utanaðkomandi bleytu • Hurðar orðnar lélegar og sumar hverjar ónýtar • Þakrennur ónýtar • Bæta þarf lýsingu á húsinu • Gólfdúkurinn er orðinn mjög lé- legur í öllu húsinu • Áhaldageymsla fyrir vélar og tæki er orðin mjög léleg, hún er staðsett í tveimur gámum við enda vallarhússins og hvorki tengd rennandi vatni né raf- magni og leka gámarnir einnig þannig að vélar og áhöld eyði- leggjast fljótt þar inni. Ofangreindur listi er einvörðungu hluti af þeim verkefnum sem þarf að ráðast í. Það má einnig nefna framkvæmdir líkt og að ganga frá pallinum við völlinn sem gerður var fyrir þremur árum, bæta að- stöðu fyrir fjölskyldufólk og börn, loka stúkunni, heildaryfirhalningu á vallarhúsinu utandyra o.fl. en deildin tók saman fyrr í sumar framkvæmdir sem þurfti að ráðast í. Í samantekt sem finna má á fylgi- skjali eitt er áætlun um rekstur vall- arins með hliðsjón af þeim kostnaði sem deildin hefur þurft að leggja út þetta sumarið. Þessi áætlun er gerð til að viðhalda núverandi ástandi. Þar er ekki gert ráð fyrir neinum nýjum áhöldum, neinni útkeyptri vinnu við viðhald á öðru en sjálfu gras- svæðinu. Líkt og sjá má þá vantar nokkuð upp á það að möguleiki sé að reka deildina með fullnægjandi hætti. Stjórn deildarinnar óskar því eftir að bætt verði í samningsfjárhæð rekstrarsamningsins fyrir árið 2022. Stjórn deildarinnar sér jafnframt ekki fram á það að möguleiki sé að ganga frá vellinum fyrir veturinn með full- nægjandi hætti þar sem fjármagn er ekki til staðar til þess að tappagata og sanda allt svæðið. Óskar stjórn knattspyrnudeildarinnar þar af leið- andi eftir fjármagni frá Reykjanesbæ til þess að ganga frá vellinum, til að hið góða starf sem unnið hefur verið sumrin 2020 og 2021 fari ekki út um gluggan yfir veturinn. Neðangreindur kostnaður er við að tappagata allt svæðið, samtals um 21.800 m2: • Tappagötun: 20,8 kr./m2 * 21.800 = kr. 453.440,- • Sandur: kr. 1.200.000,- (u.þ.b. 12.000 kr./m3) • Samtals: kr. 1.653.440,- Stjórn deildarinnar vill að endingu enn og aftur lýsa yfir ánægju sinni og þakklæti fyrir framlag Reykjanes- bæjar. Deildin hefur fengið framlag í formi starfsmanna, sértækum COVID-styrkjum ásamt reglulegu fjárframlagi. Rekstur íþróttafélaga getur verið snúinn, hvað þá á tímum sem þessum, þar sem óvissan ræður ríkjum. Íþróttastarf er hins vegar hornsteinninn í hverju samfélagi og þurfum við í Reykjanesbæ að hlúa vel að því. Hvort það snýr að æsku- lýðsstarfi eða afreksstarfi,“ segir í erindinu sem Ólafur Eyjólfsson, for- maður, sendir fyrir hönd Ungmenna- félags Njarðvíkur. Horft yfir íþróttasvæði Njarðvíkinga við Afreksbraut. Bólusetningar við inflúensu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefst 21. október 2021. Bólusett er á Iðavöllum 12 a. Tímanir eru vefbókanlegir á Heilsuvera.is og hvetjum við alla til að nýta tæknina og minnka álagið á símsvörun á HSS. Fyrstu tvær vikurnar bólusetjum við forgangshópa. 8. nóvember verður opnað fyrir almennar bólusetningar. Inflúensubólusetning 2021 Forgangshópar í bólusetningu eru: • Þau sem eru 60 ára eða eldri • Fólk með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma. • Þungaðar konur Þessir hópar fá bóluefnið frítt en borga komugjald, 500 kr., nema eldri borgarar og öryrkjar sem eru undanþegnir komugjaldi Til að flýta fyrir er best að vera í stutterma bol eða stutterma skyrtu til að auðvelt sé að bera handlegg. Munið eftir grímu og komið ekki í bólusetningu ef einhver flensu einkenni eru til staðar. Að minnsta kosti fjórtán dagar þurfa að líða á milli bólusetningar gegn COVID-19 og inflúensubólusetningar. Þau sem eru yngri en 60 ára og tilheyra ekki áhættuhópum samkvæmt skilgreiningu Embættis landlæknis borga bæði komugjald, 500 kr., og bóluefnið (Vaxigrip Tetra) sem kostar nú 1.800 kr. Öldungaráð Suður- nesja hélt aðalfund sinn 15. október síðastliðinn Það var árið 2014 sem Öldungaráð Suður- nesja var stofnað og hefur á þessum árum unnið ötullega að baráttu- málum eldri borgara á Suður- nesjum og þótt nokkur árangur hafi náðst eru ansi mörg hagsmunamál enn eftir sem árangur þarf að nást í. Nú er nýtt kjörtímabil að hefjast á Alþingi. Það eru sex þingmenn sem sitja á nýju þingi sem búsetir eru hér á Suðurnesjum. Öldungaráð væntir þess að geta átt gott samstarf við þessa þingmenn til að ná fram okkar hagsmunamálum. Nýtt hjúkrunarheimili Samþykktir liggja fyrir um að hafin skuli bygging á nýju 60 rúma hjúkr- unarheimi í nágrenni Nesvalla. Við það munu skapast 30 ný rými þar sem starfsemi á Hlévangi verður hætt. Þrátt fyrir þessi fögru fyrirheit hefur skóflustunga að nýju heimili ekki átt sér stað. Það verður því verk að vinna fyrir Öldungaráð að ýta á eftir þessu framfaramáli. Dagdvalarrými Samningar hafa tekist um að reka átta dagdvalarrými í Suðurnesjabæ á Garðvangi. Þessu ber að fagna og að sjálfsögðu munum við fylgjast með að þetta verði að raunveruleika. Þetta er mjög góð leið fyrir þá eldri borgara sem geta ekki dvalið að öllu leyti á sínu heimili og fá þannig góða þjónustu yfir daginn. Fjögur þúsund sækja þjónustu annað Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur í mörg ár verið mikið til um- ræðu. Margir kvarta yfir að lækna- þjónusta sé engan veginn nógu góð. Það virðist t.d. með öllu útilokað að við hér á Suðurnesjum getum fengið okkar eigin heimilislækni. Þetta hefur þýtt það að yfir 4.000 ein- staklingar leita eftir læknisþjónustu á Reykjavíkursvæðið. Það ættu allir að geta verið sammála um að þetta getur ekki gengið svona áfram. Nýjar heilsugæslustöðvar Heilbrigðisráðherra hefur gefið út vilyrði fyrir nýrri heilsugæslustöð í Njarðvík. Þrátt fyrir það hefur ekki sést nein auglýsing um húsnæði eða frekari samninga. Það verður því hlutverk Öldungaráðs að knýja á um að þessi mál fái jákvæða niðurstöðu í góðu samstarfi með þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum. Það væri mjög æskilegt að rekstur þess- arar nýju heilsugæslustöðvar verði boðinn út þannig að einkaaðilar tækju að sér reksturinn. Það fyrir- komulag þýðir ekki að viðskiptavinir borgi hærra gjald. Þeir borga það sama og HSS. Með þessu myndu ansi margir af þeim fjögur þúsund sem sækja þjónustu annað koma til baka. Ný heilsugæslustöð myndi einnig verða til þess að bæta heilsu- gæslustöðina á HSS. Í framhaldinu þarf svo einnig að huga að nýrri heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ. Bæta þarf kjörin Í kosningabaráttunni ræddu allir flokkar að bæta þyrfti kjör eldri borgara. Öldungaráð Suðurnesja mun fylgja þessum málum eftir. Það eru allt of margir eldri borgarar sem búa við slök kjör. Það gengur ekki lengur að þessi mál verði áfram óbreytt. Það þarf og verður að bæta kjör þessa hóps. Sigurður Jónsson, formaður Öldungaráðs Suðurnesja Baráttumál eldri borgara vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM Í 40 ár // 5

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.