Víkurfréttir - 20.10.2021, Blaðsíða 10
Óperan Góðan daginn, frú forseti verður frumsýnd næstkomandi laugardag í
Grafarvogskirkju. Óperan er tileinkuð frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrsta kvenfor-
seta í heiminum, og fjallar um ævi hennar og störf. Alexandra Chernyshova, sópran-
söngkona og tónskáld, hefur staðið í stöngu undanfarnar vikur að undirbúa sýning-
una en að henni koma rúmlega 60 manns, stór hljómsveit, tólf einsöngvarar og tveir
kórar. Alexandra, sem er handhafi Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar,
er núna að sjá fyrir endann á sjö ára ferli með frumsýningunni og hvetur alla Suður-
nesjamenn og unnendur góðrar tónlistar að koma og sjá verkið.
Einn af stofnendum
Íslensku óperunnar er
hljómsveitarstjóri
Garðar Cortes er hljómsveitarstjóri
sýningarinnar. „Alexandra er rosa-
lega dugleg og atorkusöm og gerir
hluti sem ganga upp, þess vegna
ákvað ég að taka þátt í verkefninu,“
sagði Garðar. Garðar Cortes, sem er
skólastjóri Tónlistarskóla Reykja-
víkur, var einn af stofnendum
Óperu Íslands og þekkir því vel til
óperusviðsins. „Tónlistin í óperunni
er góð og Alexandra gefur okkur
ferskan blæ með tónlistarsköpun
sinni,“ heldur Garðar áfram. „Einnig
gaman að sjá sögu frú Vigdísar í tón-
listarformi sem þessu, við sjáum nýja
hlið á forsetanum okkar í óperunni.“
Kvennakór Suðurnesja
tekur þátt
Kvennakór Suðurnesja tekur þátt
í verkefninu og þar er Dagný Jóns-
dóttir, söngkennari við Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar, stjórnandi.
„Þetta er búið að vera yndislegt að
taka þátt í verkefninu en um leið
mjög krefjandi, bæði vegna Covid-
aðstæðna og einnig þar sem við
erum ekki vanar að taka þátt í svona
stóru óperuverkefni, ferlið er búið að
vera lærdómsríkt og skemmtilegt,“
sagði Dagný þegar Víkurfréttir hittu
á hana á miðri æfingu í Grafarvogs-
kirkju.
Tónlistin er mjög aðgengileg, fal-
legar laglínur og skemmtilegur texti.
Sagan er frábær og Alexandra er ein-
stök að taka þetta verkefni sér fyrir
hendur, semja óperuna, fá allt þetta
tónlistarfólk og syngja sjálf aðalhlut-
verkið,“ sagði Dagný að lokum.
Lunkinn melódíusmiður
og skemmtileg tónlist
Tólf einsöngvarar koma fram á
sýningunni, Viðar Gunnarsson,
bassi, og Gissur Páll Gissurarson,
tenór, fara annars vegar með hlut-
verk Finnboga, föður frú Vigdísar,
og Magnúsar Magnússonar, sjón-
varpsmanns og vinar Vigdísar. Tón-
listin er verulega skemmtileg að mati
Viðars og líkti senu í fyrsta þætti við
ítölsku óperuna Cavalleria rusticana.
„Það hefur verið gaman að fylgjast
með æfinginum og ferlinu, að sjá
óperu fæðast og límast saman. Al-
exandra er einstaklega lunkinn mel-
ódíusmiður þannig að ég er mjög
ánægður og hrifinn,“ sagði Gissur
Páll.
Þessa dagana er verið að leggja
lokahönd á æfingarnar og síðan
verður lokahnykkurinn á laugar-
daginn í Grafarvogskirkju með frum-
sýningunni. Miðasala fer fram á tix.
is og við innganginn.
S K E M M T I L E G T Ó N L I S T
með fallegum melódíum
Garðar Cortes, skólastjóri Tónlistar skóla
Reykjavíkur og einn af stofnendum Óperu
Íslands, er hljómsveitarstjóri óperunnar.
10 // vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM Í 40 ár