Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.2021, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 20.10.2021, Blaðsíða 15
Keflavík og Njarðvík hlutu hvatningarverðlaun UMFÍ Keflavík og Njarðvík var veitt hvatn- ingarverðlaun Ungmennafélags Ís- lands á sambandsþingi UMFÍ sem haldið var um helgina fyrir sameigin- legt átak þeirra til að auka þátttöku barna með sérstakar stuðningsþarfir í íþróttum. Félögin buðu upp á sameiginlegt námskeið í knattspyrnu og körfu- bolta í ár. Verkefnið þótti heppnast vel og var almenn ánægja með fram- takið sem var haldið í tengslum við átakið Allir með! í Reykjanesbæ. Formenn félaganna, Einar Har- aldsson frá Keflavík og Ólafur Eyj- ólfsson frá Njarðvík, tóku við viður- kenningunnum. Einar Haraldsson, formaður Keflavík, Ólafur Eyjólfsson, formaður Njarðvíkur, og fulltrúi Fjölnis sem tók við hvatningarverðlaunum fyrir hönd síns félags. Mynd: UMFÍ.is Rífandi gangur hjá sundfólki Það var sannarlega góð útkoma hjá sundmönnum ÍRB á Extramóti Sundfélags Hafnarfjarðar helgina 16.–17. október. Tveir sundmenn náðu sínum fyrstu ÍM 25 lág- mörkum, það voru þau Freydís Lilja Bergþórsdóttir og Nikolai Leo Jónsson. Árni Þór Pálmason lét sitt ekki eftir liggja heldur bætti ÍRB metið í 200 metra skriðsundi í flokki 11–12 ára sveina. Mörg athyglisverð og sterk úrslit litu dagsins ljós og línur teknar að skýrast fyrir ÍM 25. Alexander Logi Jónsson fékk sérstök verðlaun fyrir bætingu á milli móta í 800 metra skriðsundi og þær Eva Margrét Falsdóttir og Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir fengu peningaverð- laun fyrir að vera í topp tíu af bestu afrekum mótsins, Eva Margrét varð í þriðja sæti en Sunneva Bergmann varð í sjöunda sæti. Margir sundmenn eru alveg við innanfélagsmet í aldursflokkum og stemmningin og liðsheildin er til fyrirmyndar í sunddeild ÍRB. Næsta mót er svo Íslandsmótið í 25 metra laug dagana 12.–14. nóvember. Árni Þór bætti met í 200 metra skriðsundi. Sunneva og Eva Margrét. Alexander Logi fékk sérstök verðlaun fyrir bætingu. BLEIK MESSA í Sandgerðiskirkju sunnudagskvöldið 24. október kl. 20.00. Félagar úr Kór Útskála- og Hvalsnessókna syngja undir stjórn Keith Reed organista. Formaður Krabbameinsfélags Suðurnesja, Styrmir Geir Jónsson, verður með kynningu á félaginu. Sigrún Harpa Arnrúnardóttir deilir reynslusögu sinni að greinast með krabbamein. Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. Allir velkomnir Æfingarnar eru ætlaðar börnum á aldrinum sex til þrettán ára með mismunandi stuðningsþarfir. Æfingarnar fara fram í íþróttasalnum við Akurskóla á sunnudögum kl. 14:00 til 14:50. Æfingarnar verða fjölbreyttar og skemmtilegar og öllum börnum mætt á þeirra forsendum. Námskeiðið hefst 24. október og lýkur 12. desember. Gjald fyrir hvern iðkanda er 20.000 kr. ATH! Muna að nýta frístundastyrk. Skráning er hafin á sportabler www.sportabler.com/shop/keflaviknjardvik Íþróttir fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir Verkefnið er unnið í samstarfi við Íþróttasamband fatlaðra og Íþróttafélagið Neswww.keflavik.is www.umfn.is Eiður Ben tekur við Þrótti Vogum Þróttur Vogum hefur ráðið Eið Benedikt Eiríksson, einn efnilegasta þjálfara landsins, til að taka við þjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Eiður Ben er fæddur árið 1991 og uppalinn hjá Fjölni. Undanfarin ár hefur hann þjálfað lið Íslands- meistara Vals í efstu deild kvenna ásamt Pétri Péturssyni en samstarf þeirra skilaði Val tveimur Íslands- meistaratitlum á þremur árum. Þróttur Vogum varð deildar- meistari 2. deildar karla í ár og mun félagið því leika í fyrsta sinn í næst- efstu deild á næsta tímabili ásamt því að fagna 90 ára afmæli sínu. Í fréttatilkynningu sem Þróttur sendi frá sér er lýst yfir mikilli ánægju með að fá einn efnilegasta þjálfara landsins í sínar raðir og til- hlökkunar til samstarfsins. vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM Í 40 ár // 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.