Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.2021, Síða 4

Víkurfréttir - 20.10.2021, Síða 4
Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Þau Guðrún Lísa Einarsdóttir, Sólborg Guðbrandsdóttir og Arnór Sindri Sölvason tilheyra hópnum sem er hvað mest á sviðinu. Öll hafa þau mikla reynslu á sviði, bæði sem leikarar og söngvarar, en eru sammála um að þessi sýning sé ein sú umfangmesta sem sett hefur verið á svið hjá leik- félaginu. Við settumst niður með þeim í smá spjall. Hvað fær ykkur til þess að taka þátt í uppsetningu með lLK, vit- andi af þeim gífurlega tíma sem fer í æfingar og sýningar? „Það er tvímælalaust félagsskap- urinn og gleðin. Félagsskapurinn er frábær, það er ekki hægt að orða það neitt öðruvísi. Ferlið er langt og strangt, tekur vissulega á og á köflum hugsar maður: „Hvers vegna í ósköp- unum er ég að leggja þetta á mig og fjölskylduna og það launalaust?“ Á næstu æfingu þegar maður hittir leikhópinn þá man maður svarið:„Af því að þetta er svo skemmtilegt.“ Það er svo mikil gleði í þessu ferli sem vegur upp á móti þessu erfiða, öllum marblettunum eftir dansatriðin, svitanum eftir dansæfingarnar, fúl- heitum þegar fólk er ekki sammála, þreytunni að mæta kvöld eftir kvöld og æfa og Lísa leggur áherslu sam- viskubitið yfir því að geta ekki lesið fyrir dætur sínar á háttatíma. Það allt eins og það getur tekið mikið á sálina, einhvernveginn gufar upp þegar sýningin er tilbúin og fólk er mætt í hús. Þessi orka, þessi gjaf- mildi að standa á sviði og gefa ókunnugu fólki allt sem þú átt innra með þér og berskjalda þig, það er bara ekki hægt að lýsa þessu án þess að hafa verið í þessum sporum. Það er bara málið. Þú ferð ekki í svona ferli nema til að fara alla leið og gera þitt allra besta. Þú getur alveg sett á þig kisueyru, mjálmað einu sinni og þóst vera kisa en fólk sér alltaf í gegnum það. Ef þú ferð í kisubúning, málar þig og hagar þér eins og kisa, það er leikhús. Fólkið er komið að sjá kisuna og söguna hennar en ekki manneskjuna með kisu- eyrun sem mjálmaði einu sinni og reyndi þannig að telja okkur trú um að hún væri í raun kisa. Við förum í leikhús til að upp- lifa töfra.“ Hvernig er leikarahópurinn? „Dásamlegur. Algjörlega dá- samlegur. Ólíkt fólk með ólíkar skoð- anir og hæfileika og á öllum aldri svo okkur er óhætt að segja að allir hafi lært eitthvað af öllum. Einstakur og þéttur hópur sem er duglegur að gera hluti saman.“ Frumsýning eftir nokkra daga. Er komin spenna í mannskapinn? „Já það er komin eftirvænting. Það er kominn fiðringur sem mun magnast enn meira á sjálfum frum- sýningardeginum og mun sennilega birtast hjá manni í lystarleysi, ein- beitingarskorti í vinnu, óþolinmæði, ofvirkni og mikilli gleði en það er allt partur af programmet.“ Þau eru sammála um að spennan sé óvenju mikil núna „Það er öllu tjaldað til og við erum tilbúin að fá að sýna fólki þetta show!“ Við hverju má fólk búast sem mætir á sýninguna? „Það má búast við tilfinningarús- síbana með flottum dans- og söngat- riðum. Sviðsmyndin er ótrúlegar flott, ljósin mögnuð og krafturinn rosalegur. Einhverjir eiga örugglega eftir að rifja upp gamlar minningar við að heyra lögin, aðrir skapa nýjar í gegnum áhorfið en flestir munu hugsa: „Þetta er frábær sýning! Það þurfa allir að sjá hana!.“ Arnór bætir við: „Þetta er partý með öllum þeim hæðum og lægðum sem partýstandi fylgir.“ Hvað er það besta við að taka þátt í leiksýningu? „Fyrir utan félagsskapinn og gleðina við að koma fram þá er það skólinn sem fylgir því að fara í gegnum svona langt og strangt æfingarferli og að setja upp verk. Það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt þó maður hafi stigið fæti á þetta svið áður og það er svo skemmtilegt. Alltaf eitthvað nýtt að bætast við í verkfærapokann.“ Spennan magnast með hverjum deginum Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að framundan er frumsýning Leikfélags Keflavíkur á söngleiknum Fyrsti kossinn. Við hjá Víkurfréttum höfum fylgst með æfingum, tekið viðtöl og verið með vikulega umfjöllun um sýninguna og afmæli Leik- félagsins hér í blaðinu og nú er eins og fyrr sagði komið að frumsýningu. Það er augljóst að það liggur mikil vinna að baki uppsetningu leiksýningar og enn meiri þegar um tónlist og dans er að ræða eins og í þessari sýningu. Það er ekki aðeins fólkið sem sést á sviðinu sem kemur að sýningum heldur er líka hópur fólks sem vinnur á bakvið tjöldin og aldrei sést. Tæknifólk, förðunar- og hárgreiðslufólk, þeir sem sjá um búningana, ljósmyndarar og fleiri. Leikstjórinn þarf aðstoðarmanneskju og í þessari sýningu er Kristín Rán Júlíusdóttir sérleg aðstoðarkona Karls Ágústs Úlfssonar, leikstjóra. Okkur lék forvitni á að vita hvert væri hlutverk hennar í þessari sýningu og hvernig þetta gengur fyrir sig. Hvað gerir aðstoðarkona leikstjóra? „Hún í rauninni gerir bara allt sem hún er beðin um. Ég læt leikhópinn fá æfingaplan og læt vita ef það eru breytingar á skipulagi. Ég er á handritinu ef leikurum vantar línur og hleyp í skarðið ef einhvern vantar á æf- ingu. Það er í rauninni hægt að treysta á mig í næstum allt, nema kannski sem statista í dansinum og að hella upp á kaffi.“ Hvernig er að vinna með Kalla? „Það er bara mjög þægilegt og skemmtilegt. Hann er yfirvegaður og vinnur í lausnum, sem er mjög gott. Svo eru sögurnar sem hann hefur að segja alveg hreint æðislegar og gaman að hlusta á þær. Búið að vera frá- bært að vinna með honum og maður á alveg pínu eftir að sakna þess eftir ferlið.“ Er leikhópurinn að standa sig vel? „Alveg ótrúlega vel. Það er búið að vera æðislegt að fylgjast með þeim undanfarnar vikur. Er rosalegt stolt af þeim.“ Geturðu sagt í fáum orðum hvernig ein æfing gengur fyrir sig? „Það er alltaf mikil gleði á æfingum. Við förum í gegnum ákveðin atriði eða tökum rennsli þar sem ég sit með handritið ef ske kynni að leikarar gleyma línum eða „kjúum“, sem gerist reyndar alls ekki oft. Milli þess er mikið fjör og mikið gaman.“ Spenna fyrir frumsýningunni? „Já, mjög mikil. Hún magnast bara með hverjum deginum. Þetta verður geðveikt!“ VIÐ FÖRUM Í LEIKHÚS TIL að upplifa töfra Kristín Rán, aðstoðarleikstjóri. Arnór Sindri. 4 // vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.