Víkurfréttir - 20.10.2021, Qupperneq 7
Helstu verkefni forstöðumanns eru:
n Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi félagsstarfsins
n Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi félagsstarfsins
n Þverfagleg teymisvinna og mannauðsmál
n Skipulagning starfsins í samráði við eldri borgara og starfsmenn
n Þátttaka í að móta stefnu og framtíðarsýn
Menntunar- og hæfniskröfur
n Háskólamenntun sem nýtist í starfi
n Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
n Reynsla af starfi með eldri borgurum
n Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
n Áhugi á frístunda- og félagsstarfi og kunnátta sem nýtist í starfinu
n Góð íslenskukunnátta
SUÐURNESJABÆJAR LEITAR EFTIR ÖFLUGUM
FORSTÖÐUMANNI FYRIR FÉLAGSSTARF ALDRAÐRA
Fjölskyldusvið Suðurnesjabæjar óskar eftir öflugum og skapandi leiðtoga í 100 % starf forstöðumanns félagsstarfs aldraðra. Suður-
nesjabær er næst stærsta sveitafélagið á Suðurnesjum með um 3.700 íbúa og um 280 starfsmenn. Áhersla er að hjá sveitarfélaginu
starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði. Fjölskyldusvið er samþætt þjónustueining og
til þess heyrir félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta.
Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstunda-
starf auk fræðslu, hreyfingu og námskeið. Félagsstarfið er starfrækt bæði í Miðhúsum í Sandgerði og Auðarstofu í Garði.
Umsóknarfrestur er til 29. október 2021
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og
rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starf. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Launa-
nefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is
Allar frekari upplýsingar veitir deildarstjóri frístundadeildar gudrun@sudurnesjabaer.is
Launafulltrúi
Matreiðslumaður
Skólamatur auglýsir eftir umsóknum í stöðu launafulltrúa
í Reykjanesbæ. Starfið felst í launavinnslu, bókhaldi
og almennum skrifstofustörfum.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á alfred.is eða
hjá mannauðsstjóra, fanny@skolamatur.is
Skólamatur auglýsir eftir umsóknum í stöðu matreiðslumanns
í miðlægt eldhús sitt í Reykjanesbæ.
Starfið fellst í undirbúningi, framleiðslu og eldun
á hádegismáltíðum fyrir leik- og grunnskóla.
Vinnutíminn er frá kl.6:00 til 15:00 alla virka daga.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á alfred.is eða
hjá mannauðsstjóra, fanny@skolamatur.is
www.skolamatur.is I skolamatur@skolamatur.is I Sími 420-2500
@skolamatur
@Skólamatur ehf
Vilja ekki Ölla Krók
Erindi með boði um forkaupsrétt Suðurnesjabæjar á fiskiskipinu Ölla
Krók GK 211, sem selst án aflaheimilda og án aflamarks, var tekið fyrir
í bæjarráði Suðurnesjabæjar á dögunum. Þar var samþykkt samhljóða
að Suðurnesjabær falli frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Ölla Krók GK 211.
Níu hundruð og tveir í tón-
listarnámi í Reykjanesbæ
Nemendur í Tónlistarskóla Reykja-
nesbæjar eru nú 902, þar af eru 423
í hljóðfæra- og söngnámi, 234 í for-
skóla 1 og 245 í forskóla 2. Á biðlista
eru 170 umsækjendur. Starfsmenn
skólans eru 45 í 34,42 stöðugildum,
þar af eru kennarar og stjórnendur
42. Þetta kemur fram í gögnum
fræðsluráðs Reykjanesbæjar þar sem
Haraldur Árni Haraldsson, skóla-
stjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar,
mætti og kynnti starfsemi skólans á
yfirstandandi skólaári.
Að venju stendur tónlistar-
skólinn fyrir fjölda tónleika og fleiri
viðburðum. Þó nú geti áhorfendur
mætt á tónleika verður þeim einnig
streymt áfram. Einnig taka nem-
endur og kennarar þátt í ýmsum
viðburðum utan skólans, þar má
nefna að þrír nemendur tóku þátt
í tónleikum Ungsveitar Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands sem haldnir
voru í Eldborgarsal Hörpu sunnu-
daginn 26. september en sveitin var
skipuð um 80 ungmennum úr tón-
listarskólum landsins.
Ekki þörf fyrir þriðju félagsmið-
stöð aldraðra í Suðurnesjabæ
Bæjarráð Suðurnesjabæjar tekur
undir með öldrunarráði að mikil-
vægt er að í sveitarfélaginu sé fjöl-
breytt og gott framboð af íbúðar-
húsnæði. „Bæjarráð telur að eins
og staðan er nú í sveitarfélaginu
sé ekki þörf fyrir að bæta félags-
miðstöð fyrir aldraða við þær tvær
sem nú þegar eru í starfsemi en
mikilvægt er að halda áfram upp-
byggingu göngustíga og gróður-
setningu trjágróðurs. Öðrum
ábendingum í bókuninni, svo sem
varðandi búsetu eldri borgara,
vísar bæjarráð til áframhaldandi
umfjöllunar hjá fjölskyldusviði
með hliðsjón af húsnæðisáætlun
sveitarfélagsins,“ segir í afgreiðslu
bæjarráðs Suðurnesjabæjar á fund-
argerð Öldungaráð Suðurnesja-
bæjar og Sveitarfélagsins Voga.
Frá tónleikum í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
á timarit.is
ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM Í 40 ár // 7