Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Síða 5

Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Síða 5
Fulltrúar á stofnþingi. Alls mætti 21 félagi til stofnþings landssambandsins og sjást þeir hér. Sitjandi: Adolf Ingimarsson, Sigurgrímur Ólafsson, Sigursveinn D. Kristinsson, Theodór A. Jónsson, Hendrik Ottósson. Miö- röö: Valgerður Hauksdóttir, Helgi Eggertsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Jónína Egilsdóttir, Heiðrún Steingríms- dóttir. Aftasta röö: Sveinn Þorsteinsson, Emil Andersen, Eiríkur Einarsson, Eggert Theodórsson, Zophonias Benediktsson, Valey Jónasdóttir, Skarphéðinn Karlsson, Hulda Steinsdóttir, Þór Sigurþórsson, Trausti Sigur- laugsson, Bjarni Guðmundsson. 1959 Stofnþingið Dagana 4.-6. júní var fyrsta ársþing landssambands Sjálfs- bjargarfélaganna haldið í Reykjavík. Þar mætti 21 full- trúi frá fimm félögum: 6 úr Reykjavík, 6 frá Akureyri, 4 frá Siglufirði, 3 frá ísafirði og 2 úr Árnessýslu. Forsetar þings- ins voru kjörnir þeir Sigur- sveinn D. Kristinsson frá Siglu- firði og Emil Andersen frá Ak- ureyri. Sex framsöguræður voru haldnar og auk laga fyrir lands- sambandið voru samþykktar ályktanir um atvinnu- og fé- lagsmál, trygginga- og farar- tækjamál, fjármál, bandalags- mál og félagsréttindi. í ályktun um félags- og vinnuheimili segir ma. að „eitt þýðingarmesta verkefni Sjálfs- bjargarfélaganna sé að koma sem fyrst upp félags- og vinnu- heimilum fyrir samtökin, þar sem félagarnir geti jöfnum höndum iðkað félagslega menningarstarfsemi og unnið ýmis konar handavinnu félagi sínu til stuðnings og síðar til að afla sjálfum sér nokkurra tekna.“ Bendir þingið félögun- um á að leita til bæjarfélaganna um aðstoð og að á fjárhags- áætlun Siglufjarðarkaupstaðar hafi þegar verið veittur 10.000 króna styrkur í þessu skyni. Þingið samþykkti að beina eftirfarandi „áskorun til hins háa Alþingis: 1. að örorkulífeyrir verði greiddur án tillits til tekna, 2. að örorkulífeyrir verði hækkaður um minnst 30%, 3. að sjúkrabætur verði greiddar jafnt húsmæðrum sem eiginmönnum, 4. að hjón, sem bæði eru ör- orkulífeyrisþegar fái greiddan tvöfaldan einstak- Iingslffey ri. “ Einnig voru samþykktar ít- arlegar tillögur um farartækja- mál, svo sem um eftirgjöf á að- flutningsgjöldum, þungaskatti og leyfisgjaldi bifreiða til ör- yrkja, að fjöldi bifreiða sem ör- yrkjum var úthlutað á ári hverju yrði tvöfaldaður, að fatlaðir fái að leggja merktum bílum sínum „án tillits til um- ferðarlaga“ og að Sjálfsbjörg fái fulltrúa í úthlutunarnefnd bifreiða til öryrkja. Meðal þess sem var sam- þykkt á sviði félagsmála var að hefja útgáfu ársrits undir nafn- inu Sjálfsbjörg og kom það fyrsta út strax um haustið á Ák- ureyri. Samþykkt er að veita ekki vangefnu fólki full félags- réttindi í Sjálfsbjargarfélögun- um en lýst áhuga á auknu sam- starfi öryrkjafélaganna. Þá voru auk Sjálfsbjargar starf- andi Blindrafélagið, Blindra- vinafélagið og Samband ís- SJÁLFSBJÖRG 5

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.